Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 33
Þýðing á slíku riti hlýtur að teljast óhemju mikilvægt framlag til kvenfrelsisbarátt- unnar á tímum þegar konur voru ofurseld- ar stöðugum barneignum og siðgæðisvit- und sem allt að því meinaði þeim ánægju af kynlífi. Slíku framlagi eigum við konur að halda á lofti og gefa meiri gaum en ýmsu öðru. Því allt starf sem miðaði að því að auka frelsi og vitund kvenna er mikil- vaegt fyrir kvennasöguna. Talandi um sagnfræði þáer bók Bjargar ekki fræðirit í þess orðs fyllstu merkingu °9 gefur sig heldur ekki út fyrir að vera það. Þetta er rit í ætt við fjölmörg önnur seni innihalda sögulegan fróðleik eða minningarþætti um einstaka menn. Mun- urinn er aðeins sá að hér er eingöngu fjall- 3ð um konur og betur að verki staöið hvað varðar tilvitnanir og heimildir en maður hefur stundum átt að venjast. Er bókin líka 1 hefðbundnum sagnastíl bæði hvað frá- sögn og málfar varðar. Ekki ætla ég að afskrifa þann stíl en þó gat ég ekki varist þeirri hugsun að hann hentaði ekki frásögn af ævi og starfi kvenna. Ættfærslur í beinan karllegg til Presta, sýslumanna eða merkisbænda og tiltölulega langar frásagnir af eiginmönn- um, feðrum og vonbiðlum þeirra kvenna sem frásögnin á aö snúast um, er einhvern Veginn á skjön við efniviðinn. Sömu sögu er að segja um gamalt og hefðbundið °rðalag s.s. „Margir urðu til að vilja Ástríði en hennar fékk Einar Ólafsson. . .” (bls. 12 — undirstrikun mín). Ósjálfrátt spyr roaður sjálfan sig: Hvað vildi Ástríður? ^að sama er að segja um setningar eins °g... . .auðfundiðerríkidæmiðogskólun- 'n úr föðurgarði” (bls. 66). Af hverju ekki úr toreldrahúsum? Svona orðalag sem því rniður eru mörg dæmi um í bókinni er part- Ur af menningararfi sem endurspeglar ^úgun kvenna og við eigum ekki að taka Það upp á okkar arma. Þó ýmislegt megi út á orðalag setja þá er engu að síður margt vel gert og víða BÆKUR dregnar upp skemmtilegar myndir. Dæmi um slíkt er t.d. að finna í frásögninni af Jóhönnu Egilsdóttur en þar segir: „Það voru undarlegar andstæður í afmælishóf- inu að sjá annars vegar þessa fíngerðu og smávöxnu konu sitja teinrétta á stóli klædda í íslenskan búning og hins vegar heyra fíleflda karlmenn af ræðustóli lýsa því yfir að hún hafi brotið is, flutt fjöll, klifið hamra, rutt braut, staðið í stafni og unnið önnur álíka stórvirki.” (bls. 82—83). Ekki verður skilist við bókina án þess að minnast á útlit hennar en það er með því besta sem sést hefur á íslenskum bóka- markaði. Er allt útlit bókarinnar til fyrir- myndar og leggst þar allt á eitt, Ijósmyndir, uppsetning, prentun, og frágangur. Er greinilega ekkert sparaö til að gera bókina sem best úr garði t.d. er hver einasta síða prentuð í tvílit, brún og svört, sem hlýtur að hafa mikinn aukakostnað í för með sér. Sú mynd sem við höfum af sögu ís- lenskra kvenna er mjög brotakennd og hvert það rit sem getur bætt einhverju við hana er vel þegið. Það er því fagnaðar- efni að Björg skyldi taka þá ákvörðun að gefa erindi sín út á prenti því óneitanlega er það lesendum hvatning og leiðarvísir til að afla sér meiri þekkingar um þær konur sem um er fjallað og sögu íslenskra kvenna almennt. Þetta er áhugavekjandi bók. — isg. ANNIÍE' SCOLAIHE 1922-1923 Signalure de l’Ktudiant (Voir au verso.) Skírteini Bjargar C. Þorláksson við Sorbonne-háskólann í París. (Eig. Jóna Hansen). £$CULTÉ DES LETTRES CARTE CTMMATRICULATION ÖSKUBUSKUÁRÁTTAN e. Colette Dowling Jónína Leósdóttir íslenskaði Ægisútgáfan/Bókhlaðan Reykjavík 1984 ,,. . .að það sem aðallega stendur kon- um fyrir þrifum í dag sé persónulegt, and- legt ósjálfstæði — djúpstæð þörf fyrir að látaaðra verndasig. Ég kalla þetta „Ösku- buskuáráttuna” en með því á ég við víð- tæk, niðurbæld viðhorf og hræðslu, sem valda því að konur lifa eins konar hálf- velgju, án þess að nota til fullnustu heilabú sitt og sköpunargáfu. Nútímakonur bíða þess enn, að eitthvað utanaðkomandi verði til að umbreyta lífi þeirra, alveg eins og varð á um Öskubusku forðum daga.” (bls. 23) Þetta er Öskubuskuáráttan, sem Col- ette Dowling setur fram sem kenningu til að skýra valda- og framaleysi kvenna. Til stuðnings henni notar Colette sögur af sjálfri sér og öðrum, viðtöl við sálfræðinga og niðurstöður kannana. Engra heimilda er getið. Orð höfundar hljóma oft kunnug- lega og víst, að margar okkar munu geta samsinnt þeim. Uppeldi og mótun stúlkna miðar ekki að því að gera okkur óhræddar, öruggar og sigurvissar víst er það. Afleið- ing þessa er, að konur forðast ábyrgö, standa sig ekki í stykkinu þegar þær vaxa úr grasi heldur verða „lifandi vafningsvið- ir” annarra, þ.e. karla, segir Colette. Lík- lega er þetta allt saman allt of rétt! En þar með er ekki sagt að auðvelt sé að taka undir með bókinni allri. Ein ástæðan er sú, hversu erfitt er að samþykkja það gildismat, sem lagt er til grundvallar. Sem er: þau störf, sem konur inna af hendi eru harla lítils virði og lítillar sem engrar ábyrgðar. Störf, metnaður og hegðan karla — ásamt með þeirri veröld, sem þeir hafa skapað, eru hins vegar ábyrg og eftirsóknarverð. Ábyrgðarleysi, ósjálfstæði og frama — vanvilji kvenna felst i því að ganga ekki að þessu mati. Ágæt dæmi um þetta eru aö finna víða þar sem Colette fjallar um hjónabandið: „Fæstir karlmenn ætla sér að breyta lífs- venjum sínum þegar þeir ganga í hjóna- band. Þeir búast við því að gera það sama, hugsa eins og vera almennt sami persónu- leikinn og áður. Eini munurinn verður sá, aö þeir eru kvæntir en ekki ólofaðir.” (bls. 133) Konur, á hinn bóginn, „aðlaga per- sónuleika sinn meira en karlar.” Nú er auðvelt að taka undir það, að margar okk- ar ganga of langt í að gefa sig og persónu- leika sinn á vald Honum á þann hátt, sem Colette lýsir. En hvort skyldi nú þó vera ábyrgara — að eignast fjölskyldu og laga líf sitt að hennar þörfum eða láta fjölskyld- una laga sitt líf eftir manns eigin þörfum? Sú spurning virðist lítið vefjast fyrir Colette Dowling, né heldur sá möguleiki að fara bil beggja. Sams konar mat leggur hún á hegðan karla og kvenna úti á vinnumark- aðinum (sem í þessari bók er sjaldnast venjulegt brauðstrit heldur kapphlaup um 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.