Vera - 01.02.1985, Qupperneq 36

Vera - 01.02.1985, Qupperneq 36
Assistance for women with dependants - — ^hf> js organised for children whenever the uPiWsingabeeklini,-rn°Rtinqs outside County Hall, g kvennat'efndarinnar " HalL Paid The Committee has agreed to reimburse reasonably incurred fees for babysitters, or people paid to look after sick, elderly or disabled relatives at the rate of £1.50 per hour in recognition of the difficulties of bringing children to meetings because of poor trans- facilities, bad weather and the disturbance of ‘ ~ hour. Details are available ) 8 O X a. : KVENNANEFNetR Um sama leyti og við Kvennafram- boðskonur vorum að heyja lokabar- áttuna fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í maí 1982, voru konur í London að koma á fót hjá sér Kvennanefndum innan síns borgar- kerfis. Verkamannaflokkurinn hefur meirihluta í borgarstjórnum í London, en þar eru kosnar 32 borg- arstjórnir og auk þess 92ja manna aðalborgarstjórn, sem kölluð er The Greater London Council. Borgarstjórnirnar hafa háð harða baráttu gegn íhlutun og niðurskurði íhaldsstjórnarinnar og tekið upp róttækari stefnu og verið virkari í að hvetja almenning til pólitísks andófs en oftast áður. Konur, sem fulltrúar verkamanna- flokksins í borgarstjórnum, notuðu sér þann meðbyr sem andófið skap- aði og fengu í gegn viðurkenningu á nauðsyn þess að gera sérstakt átak í málum kvenna í London. í maí 1982 var fyrsta Kvennanefndin stofnuð sem ein af undirnefndum aðal- borgarstjórnar. Hún fékk eigin fjárhag árið 1983—84, 6.9 milljónir punda, og hóf þeg- ar störf. Markmið hennar er að vinna að bættum hag kvenna og berjast gegn kúg- un kvenna. í henni eiga sæti 10 borgarfulltrúar og 8 fulltrúar frá ýmsum samtökum kvenna svo sem baráttuhópum þeldökkra kvenna, lesbía og fatlaðra kvenna. Allir fulltrúarnir hafa atkvæðis- og tillögurétt. Jafnframt starfar í tengslum við nefndina fjöldi vinnu- hópa kvenna um ákveðin málefni, svo sem launa- og atvinnumál kvenna, heilbrigðis- og skipulagsmál eins og þau horfa við kon- um, dagvistarmál, ofbeldi gegn konum, friðarmál, málefni kvenna á sviði fjölmiðla- og menningar, kynþáttamisrétti og um for- dóma gegn lesbíum. Brátt voru stofnaðar Kvennanefndir inn- an borgarhverfanna I London. Síðastliöinn vetur var ég á ferð I London og gafst mér þá kostur á að ræða við starfsmenn Kvennanefndarinnar í borgarhverfinu Camden. í Camden, sem liggur að mið- borg Lundúna, búa um 165 þúsund manns. Þetta er fremur fátækur borgar- hluti, um 14% íbúanna var atvinnulaus í febrúar síðastliðnum. Kvennanefndin í Camden hóf störf síðari hluta árs 1982. í nefndinni sitja 10 fulltrúar, 11 borgarfull- trúar og 7 frá samtökum kvenna, t.d. frá samtökum eldri kvenna, þeldökkra, lesbía, fatlaðra og verkalýðsfélagsfulltrúi. Starfsmenn eru 7 og nefndin hefur sjálf- stæðan fjárhag. Árið 1983—84 veitti hún kvennastarfsemi I borgarhverfinu tæplega hálfa milljón punda í styrki. Fyrir atbeina nefndarinnar veittu aðrar nefndir álíka hárri upphæð til sérstakra verkefna I þágu kvenna. Eins og aðrar Kvennanefndir starfar nefndin í Camden mjög opið. Allir fundir eru opnir öllum konum og í tengslum við nefndina starfa 11 opnir verkefnahópar. Sérstakur hópur vinnur að því að sam- hæfa starf verkefnahópanna og undirbúa dagskrá fyrir Kvennanefndarfundina. Á 2ja—3ja mánaða fresti er efnt til al- mennra umræðufunda þar sem afmörkuð mál eru rædd. Á slíkum fundi voru for- Kvennanefndin í Camden 36

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.