Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.1985, Blaðsíða 22
Úr stefnuskránni: ísland og Sameinuðu þjóðirnar AFSTAÐA Við viljum draga úr umsvifum erlends hers meðan hanner hér á landi því aukin hernaðarumsvif hvar sem er í heiminum auka á vígbúnaðarkapphlaupið. Við viljum strangt eftirlit með starfsemi hersins. Við vilj- um að stjórnvöld skýri undanbragðalaust frá fram- kvœmdum og herbúnaði Bandaríkjahers hér. Úr stefnuskránni: Við umræðuna um frystingu kjarnorkuvopna undir- strikaði Guðrún mikilvægi þess að Alþingi fjallaði um til- löguna áður en til atkvæðagreiðslu kæmi efnislega svipaðar tillögur á þingi Sameinuðu þjóðanna. Kvenna- listinn hefur áður mælst til þess að Alþingi mótaði af- stöðu íslands til slíkra mála, en fram til þessa hefur af- staða íslands til afvopnunarmála á vettvangi SÞ ekki veriö mótuð af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, heldur hefur utanríkisráðherra ráðið þvl hvernig atkvæði ís- lands hefur fallið. Kvennalistakonum virðist nauðsyn- legt að tryggja það að Alþingi fjalli um jafn veigamikil mál og greidd séu atkvæði í samræmi við niðurstöðu þess, þar eð slíkt geti ekki og megi ekki byggja á persónulegri skoðun eins eða annars utanríkisráð- herra. Tillaga Kvennalista um frystingu kjarnorkuvopna fékkst ekki afgreidd á umbeðnum tíma heldur dvelur nú I nefnd og atkvæði okkar hjá SÞ var sem áður I höndum utanríkisráðherra eins. Árið áður sátu 8 lönd hjá, þar á meðal ísland, viö atkvæðagreiðslu um frystingartiljögur Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri landa, sem samþykkt var meðmiklummeirihluta, 124atkv. en 13 ríki voru á móti. Við viljum tryggja að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á Islandi. Við viljum að íslensk efnahagslögsaga verði friðuð fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjam- orkuknúinna farartœkja. Við mótmœlum harðlega losun kjarnorkuúrgangs og eiturefna í hafið vegna þeirrar hœttu sem öllu llfriki og þar með fiskistofnum er búin með slíku athœfL Úr stefnuskránni: Kjarnorkuvopn á Islandi ????? Sigríður Dúna spyr utanríkisráðherra: Heimsókn William Arkins, bandarísks sérfræðings á sviði hernaðarmála, hingað til lands I desembermánuði fór vart fram hjá nokkrum manni. Arkin hafði I fórum sín- um skjal frá árinu 1975, undirritað af þáverandi forseta Bandaríkjanna þar sem landvarnarráðuneytinu þar í landi er veitt skýlaus heimild til að koma fyrir 48 kjarn- orkudjúpsprengjum á íslandi á ófriðartímum til að nota gegn kafbátum. Arkin kvaðst ennfremur hafa séð skjal- festar nýrri heimildir sama efnis, þá nýjustu frá árinu 1983, undirritaðaaf Reagan, núverandi forseta Banda- ríkjanna. Nú er svo komið að lífi og umhverfi er ógnað af víg- búnaði sem á engan sinn líka í veraldarsögunnL Gjör- eyðingarhaettan er raunveruleg og vofiryfir okkur öll- um. Fjármunum er sóað í vígbúnað meðan hungruð börn hrópa á mat. Konur vernda líf og viðhalda því og þess vegna höfum við nœma skynjun á þeirri ógn sem mannlífinu stafar af síaukinni söfnun tortímingar- vopna. Okkur konum ber þvi frumskylda til þess að sporna við þessari geigvœnlegu þróun. í fjölmiðlum, á þingi og manna á milli spunnust miklar umræður um gildi og réttmæti þessa skjals, sem Arkin opinberaöi íslenskum ráðamönnum. Við utandagskrár- umræðu á Alþingi lýsti Sigríður Dúna áhyggjum sínum vegna þessara upplýsinga og beindi eftirfarandi spurn- ingum til Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra: — Hversu ítarlegar og haldgóðar upplýsingar er I reynd að hafa um hlutverk íslands I vígbúnaðar og hern- aðar- eða varnaráætlunum Atlantshafsbandalagsins? — Ef upplýsingar Arkins reynast réttar, hvernig getur það þá komið til að íslensk stjórnvöld viti ekki um þessa hluti? — Ef upplýsingar Arkins reynast réttar, hvers virði eru þá yfirlýsingar Bandaríkjamanna um vígbúnað hér á landi og hlutverk íslands I varnar- og hernaðarkerfi Atlantshafsbandalagsins. Og I framhaldi af því: Hvers virði eru þá þær upplýsingar sem við kunnum að fá frá Washington nú sem svar við þeim spurningum sem ís- lensk stjórnvöld hafa nú sent þangaö? Jafnframt óskaði Sigríður Dúna eftir að utanríkisráð- herra gerði grein fyrir hvernig hann hyggðist sannreyna þær upplýsingar sem hann kynni að hafa eða fá um þessi mál? Svar ráðherra Svar utanríkisráðherra við fyrstu spurningunni var þess efnis að hann teldi hægt að fá bæði ítarlegar og haldgóðar upplýsingar um þessi efni ef ísleningar leit- uðu eftir þeim og fylgdust vel með. Annars sagðist utan- ríkisráðherra ekki telja rétt aö fara I efnislegar umræður eða svara spurningum sem annaöhvort byggðust á því að upplýsingar Arkins væru réttar eða rangar. Málið yrði áður að upplýsa, sagði utanríkisráðherra. Því hvernig hann hyggðist sannreyna þær upplýsingar sem hann hefði eða kynni aö fá um þessi mál, svaraði ráð- herra, að m.a. væri það hægt með samanburði við aðr- ar bandalagsþjóöir. Umrætt skjal tekur til fleiri aðildarríkja Nato en ís- lands, þ.á.m. Kanada, en eftir því sem fram hefur komið I fréttum hefur Kanadamönnum tekist að fá staðfesta til- vist þeirrar heimildar sem hér um ræðir. Bandaríkja- menn, hins vegar, og Atlantshafsbandalagið vilja hvorki játa né neita tilvist skjalsins og gáfu út þá yfirlýs- ingu aö slíkt væri vani þeirra þegar um trúnaðarskjöl væri að ræða. Sú yfirlýsing gaf tilefni til annarrar um- ræðu utan dagskrár I þinginu skömmu fyrir jól. Þá skor- aði Sigríður Dúna á utanríkisráðherra ,,að láta hér ekki staðar numið I þessu máli, að hann útvegaði þær hald- góðu, ítarlegu og sannanlegu upplýsingar sem hann taldi að hægt væri aö hafa um þessi mál I ræðu sinni hér á Alþingi 6. des. s.l., ella falli þau orð hans ómerk niður og gengið verði út frá því sem vísu á Alþingi við mótun utanríkisstefnu íslendinga að slíkar upplýsingar sé ekki að hafa og stefna mótuð skv. því.” 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.