Vera - 01.03.1985, Page 8

Vera - 01.03.1985, Page 8
Stuttur pistill um forsjá og umgengnisrétt Barnalögin (nr. 9 frá 1981) sem tóku gildi þann 1. jan. 1982 fjalla um réttindastöðu barna hér á landi. Lögin taka bæði til skilget- inna og óskilgetinna barna. Með lögunum er reynt að draga sem mest úr þeim mun sem á þessum börnum hefur verið. Nú eru felld undirein lög mál til véfengingar á faðerni skilgetinna barna, barns- faðernismál, framfærsluskylda foreldra, foreldraskyldur al- mennt, forsjá barna og um- gengnisréttur. Hér veröur fjallað nokkuð um tvö síðastgreindu at- riðin: forsjá og umgengnisrétt. FORSJÁ: Hugtakiö forsjá er nýtt í íslenskum lögum og leysir af hólmi hugtakið for- eldravald sem samrýmist ekki lengur hugmyndum manna um samband for- eldra og barna. í lögunum er hugtakið forsjá skil- greint. í því felst fyrst og fremst skylda foreldra til að rækja uppeldishlutverk sitt þannig að sem best henti högum barns og þörfum. Foreldrar og/eða aðrir þeir sem með forsjá fara ráða dvalarstað barns og öörum persónu- legum högum þess og ber þeim í hví- vetna að sýna barni umhyggju og nær- gætni. Forsjárskylda helst þar til barn er 16 ára. Þess ber að geta að fram- færsluskylda helst þar til barn er 18 ára og heimilt er að úrskurða foreldri til að greiða framlag til menntunar barns fram til 20 ára aldurs. í lögunum er fjallað um hverjir fari meö forsjá barns. Kynforeldrar sem eru giftir eða búa saman í óvígðri sambúð fara saman með forsjá, nema ef þeir eru sviptir henni. Sama er ef kynfor- eldri (ógift móðir eöa fráskilið foreldri) það sem með forsjá fer giftir sig eða fer í sambúö þá er forsjá í höndum kynfor- eldris og stjúpforeldris/sambúðarfor- eldris. Kjörforeldrar fara með forsjá kjörbarns og fósturforeldrar með forsjá fósturbarns ef barn er í fóstri án meö- lagsgreiöslna. Viö skilnaö eöa slit á óvígöri sambúð ber að taka afstöðu til þess hvort kyn- foreldri skuli fara með forsjá barns og er óheimilt að veita leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða leyfi til lögskilnaöar fyrr en afstaða hefur verið tekin til þessa. Nýmæli er í barnalögunum að nú gildir hið sama um slit á óvígðri sam- búð og við skilnað. Forsjárskylda stjúp- foreldris/sambúðarforeldris fellur hins vegar niður án afskipta almannavalds. Samkvæmt barnalögunum skal for- sjá vera óskipt í höndum annars for- eldris þegar upp úr hjónabandi eöa sambúð slitnar. Algengast er að for- eldrar komi sér saman um hvort þeirra skuli fara með forsjá barns. Slíkt sam- komulag er þá lagt til grundvallar nema ef talið er að sú skipan mála sé ekki barninu fyrir bestu. Staðfestingu valds- manna þarf og eru það sýslumenn og bæjarfógetar, í Reykjavík yfirborgar- dómari, sem með þessi mál fara. Ef ágreiningur er milli foreldra úr- skurðar Dómsmálaráðuneytiö hvort þeirra skuli fara með forsjá barns. Skylt er að leita umsagnar barnaverndar- nefndar og í einstaka tilfellum er mál- inu vísað til barnaverndarráðs. Hér eins og ætíð í barnaréttinum ber að hafa hagsmuni og þarfir barnsins í fyrir- rúmi. Hafi Dómsmálaráöuneytið úrskurð- að um forsjá barns getur ráðuneytið breytt þeim úrskurði sínum ef annað foreldri æskir þess og það er talið rétt- mætt vegna breyttra aöstæðna og til hagsbóta fyrir barnið. Dómstólar hafa heimild til að breyta samningi foreldra um forsjá barns verði það talið réttmætt vegna breyttra að- stæðna og til hagsbóta barni. Dóms- málaráðuneytið getur á sama hátt breytt samningi foreldra ef foreldrar eru sammála um að fá úrlausn ráðu- neytisins þar um. UMGENGNISRÉTTUR: ( umgengnisrétti fellst réttur barns til að hafa samskipti við það foreldri sem ekki fer meö forsjá þess. Umgengnis- réttur var fyrst lögfestur hér á landi með lögum nr. 60 f rá 1972 um stof nun og slit hjúskapar og tók þá aðeins til skilget- inna barna. í barnalögunum er nú lögfest al- mennt ákvæði um umgengnisrétt og tekur það bæði til skilgetinna og óskil- getinna barna. Rétt er að undirstrika það að öll börn eiga nú rótt á umgengni við það foreldri sem ekki fer með forsjá Ef ágreiningur er um umgengnisrétt ákvarðar Dómsmálaráðuneytiö hvernig þessum rétti skuli beitt. Ráðu- neytinu er heimilt að synja um um- gengnisrétt telji það slíkt barninu fyrir bestu. Heimilt er en ekki skylt að leita umsagnar barnaverndarnefndar. Að ósk annars foreldris getur ráðuneytiö breytt sínum fyrri úrskuröi ef hagur og þarfir barns gera slíkt réttmætt. Ágreiningur um umgengnisrétt verður aftur á móti ekki borinn undir dómstóla. NIÐURLAG Eins og komið hefur fram skal forsjá vera óskipt hjá öðru foreldri eftir skiln- að eða slit á óvígðri sambúð. Foreldr- um er óheimilt að semja um sameigin- lega forsjá og þaðan af síður er heimilt að úrskurða hana. Umræða hefur átt sér stað um hvort ekki væri rétt að heimila foreldrum að semja um sameiginlega forsjá. Með slíkri sameiginlegri forsjá fengi barnið mun nánara samband við báða foreldra sína. Foreldrar verða þó að vera sammála um hvernig þeir ætli að deila ábyrgöinni og hvenær barn á að dvelja hjá hvoru foreldri. Líklegt er, að þetta fyrirkomulag myndi bæta mjög fjárhagslega stöðu barnsins þar sem foreldrar myndu deila framfærslu sinni jafnar en nú er algengast. Rök gegn sameiginlegri forsjá for- eldra eru fyrst og fremst þau að talið er að hún skapi rugling og auki óöryggis- kennd barnsins. Sameiginleg forsjá byggi á mjög nánu sambandi foreldra og muni slíkt fljótt leiða til árekstra sem endanlega bitni verst á barninu. Þess má geta að bæði í Noregi og Svíþjóð hefur slík heimild verið lögfest, þ.e. ef foreldrar eru sammála og það er talið henta best barninu. Ekki verður tekin afstaða til þessa máls hér. Við viljum hér í lokin undir- strika mikilvægi þess að samkomulag foreldra náist bæði hvað varöar forsjá og umgengnisrétt og um allt annað sem barninu viökemur. Aldrei má gleyma þeirri gullvægu reglu að hags- munir barnsins skulu vera í fyrirrúmi. Febrúar1985 Elsa S. Þorkelsdóttir Erla Jónsdóttlr

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.