Vera - 01.03.1985, Page 17
/síðustu Veru greindum viö frá helstu til-
lögum Kvennaframboðsins við gerð fjár-
hagsácetlu?iar Reykjavíkurborgar fyrir árið
1985. Hér á eftir verður sagt frá afdrifum
þessara tillagna. Pess má geta strax í upp-
hafi að ekki ein einasta tillaga Kvennafram-
boðsins var sampykkt!
Svona fór um sjóferð þá. . .
Kvennarannsóknasjóður
Viö í Kvennaframboðinu bundum þó nokkrar vonir við
að þessi tillaga yrði samþykkt en hún var þess efnis, að
stofnaðuryrði sjóður að upphæð 4 milljónir króna, sem
hefði þann tilgang að styrkja tíu konur til skapandi list-
starfa og/eða rannsókna á lífi og starfi reykvískra
kvenna. Slíkur sjóður væri, að okkar mati, vegleg af-
mælisgjöf Reykjavíkur til sjálfrar sín á 200 ára afmæli
höfuðborgarinnar.
Eins og fram kom í síðustu Veru var leitað eftir stuðn-
ingi allra kvenna í borgarstjórn en það kom fyrir ekki.
Undirtektirnar voru dræmar, tillagan hlaut sex atkvæði.
í umræðunum tók Hulda Valtýsdóttir til máls fyrir hönd
Sjálfstæðisflokks og kvaðst geta tilkynnt, að eitthvað í
þessum dúr yrði gert í tilefni afmælis borgarinnar og
yrði þá um aukafjárveitingu að ræða. Enn fremur sagði
Hulda, að konur í borgarstjórn ættu að geta komið sér
saman um hvað þetta gæti orðið. Svo við skulum nú sjá
hvað gerist. . .
Holræsi
Tillaga okkar um að 40 milljónir færu til endurbóta á
holræsum borgarinnar umfram áætlun (áætlun hljóðar
upp á 30 milljónir) var felld, fékk 7 atkvæði. Samkvæmt
mati skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins mun það
kosta 400 til 500 milljónir að koma holræsakerfinu
í viöunandi horf og er því ekki seinna vænna að hefj-
ast handa. Eins og fram kom, er áætlað að verja kr.
30 milljónum til þessa verkefnis á þessu ári og er Ijóst,
að með svo lítilmótlegri upphæð verður engin gang-
skör hafin. Þess má að auki geta að áætlanir um fram-
kvæmdafé til endurbóta á holræsum hafa aldrei staöist
— féð hefur ekki veriö fullnýtt.
k Hraöatakmarkandi aðgerðir
Tillaga um að verja kr. 3 milljónum til hraðatakmark-
andi aðgerða í íbúðahverfum borgarinnar var felld, fékk
níu atkvæði. Engu fé er því ráðstafað í svo brýnar að-
gerðir og aðkallandi en kostnaður við það, sem þó er
gert, kemur frá malbikunarstöð borgarinnar og af gjöld-
um umferðarnefndar og flokkast þá undir ýmislegt o.þ.h.
Okkur virðist sem nær væri að marka vissa upphæð til
þess aö tryggja öryggið í umferðinni hvert ár. Á borgar-
stjórnarfundi þ. 21. febrúar fluttum við enn tillögu um
þessi mál, nefnilega þá að tekjum stöðumælasjóðs yrði
varið til að auka öryggi gangandi vegfarenda en stöðu-
mælasjóði er ætlað að fjármagna bílastæði og bílahús
skv. núverandi reglugerð og er annar tveggja sjóða,
sem hafa þann tilgang. Einn nægir bílastæðum að
okkar mati og annar mætti gjarnan verða til handa fót-
gangandi. Tillögunni af borgarstjórnarfundinum 21.
febr. var vísað til umsagnar umferðarnefndar. Hún var
borin upp á borgarstjórnarfundi 7. mars og hlaut aðeins
4 atkvæði.
Ljósmynd: Þjóðviljinn
Sambýli fyrir aldraða
Tillögur Kvennaframboðsins um að 4.5 milljónir væru
notaðar til að kaupa eða byggja hús er hentaði sambýli
fyrir aldraða var felld, fékk níu atkvæði. Ekki er gert ráð
fyrir neinu fé til þessara nota á fjárhagsáætlun.
Leiguíbúðir
Tillaga Kvennaframboðsins um að framlag til kaupa
eða byggingu leiguíbúða hækkaði sem næmi 13.2 mill-
jónum var felld, fékk níu atkvæði. Samkvæmt áætlun
verður því aðeins 15 milljónum varið til þessa á árinu.