Vera - 01.03.1985, Qupperneq 23
j»
\
RÍKISÚTVARPIÐ -
útvarp almennings
Umfjöllun wn útvarpslögin hefur verið heldur
einhliða, jafnt ífjölmiðlum sem á Alþingi. Hún
hefur einkennst af því að útvarpsrekstur sé at-
vinnugrein og mikið rcett umfrelsi einstaklings-
ins íþvísambandi. Meginatriðifrumvarps ríkis-
stjórnarinnar eruþau aðþar er einkaréttur Rík-
isútvarpsins til útsendinga á öldum Ijósvakans
afnuminn og einkaaðilum veitt leyfi til útvarps.
Þegar Kvennalistakonur huguðu að breytingartillög-
um viö þetta frv. stjórnarinnar varð endirinn sá að frv.
í heild sinni væri svo meingallað að breytingar á ein-
stökum atriðum myndu engu bjarga. Meira varð að
koma til. Því var ákveðið að leggja út í þá miklu vinnu
sem í því fólst að semja nýtt frumvarp, þar sem útvarpið
var skilgreint uppá nýtt og áhersla lögð á að ríkisútvarp-
ið er almannaeign og tæki til þjónustu, í stað þeirrar
markaðsskilgreiningar að ríkisútvarpið sé einokunar-
tæki og útvarp sé atvinnurekstur sem fleiri en RUV eigi
að hafa leyfi til að græða á.
Margar konur lögðu ómælda vinnu í frv. Kvennalist-
ans, en mestan heiður af að það varð að veruleika eiga
þær útvarpsráðskonur Elínborg Stefánsdóttir og Ingi-
björg Hafstað, auk Sigríðar Dúnu sem er flutningsmað-
ur þess.
Almenningsréttur til útvarps
Ríkisútvarpið er eign íslensku þjóðarinnar allrar og
því ber samkvæmt lögum að gæta hagsmuna allra
þeirra sem þetta land byggja. Einkaréttur Ríkisútvarps-
ins á útvarpi er almenningsréttur, réttur sem á að
tryggja að landsmenn allir hafi sama rétt gagnvart þeirri
fjölmiðlun sem fram fer I hljóðvarpi og sjónvarpi og að
þar sé öllum sjónarmiðum gert jafn hátt undir höfði.
í útvarpslagafrv. Kvennalistans er lagt til að almenn-
ingsréttur á útvarpi verði áfram tryggður hér á landi. En
ekki er látið þar viö sitja, heldur lagðar til umfangsmiklar
breytingar á Rlkisútvarpinu svo að það megi sem best
gegna hlutverki sínu sem opinn og lifandi fjölmiðill
landsmannaallra. Gert er ráð fyrir stóraukinni starfsemi
Ríkisútvarpsins, bæði að komið verði á fót þriðju hljóð-
varpsrásinni og að sveitarfélög eitt eða fleiri, geti tekið
sig saman og stofnað staðbundnar útvarpsstöðvar
heima I héraði. ,,Rás 3“ er ætluð fyrir hvers konar efni
frá félagasamtökum, hagsmunahópum og einstakling-
um sem þar með hafa beinan aðgang að útvarpi án
þess þó að þurfa að fjárfesta í öllum búnaði sem til út-
sendinga þarf. Lagt er til að Ríkisútvarpið leggi til bún-
aðinn, en þeir sem nýta vilja þessa aðstöðu beri annan
kostnað við þáttagerð. Hvað staðbundnu stöðvarnar
varðar, er gert ráð fyrir að íbúar á hverjum stað standi
undir hluta stofnkostnaðar við slíkar stöðvar og að hver
stöð standi síðan sjálf undir rekstri sínum, enda renni
tekjur hennar beint til hennar sjálfrar. Staðbundnu
stöðvarnar svo og hverja landsrás ber að skoða sem
sjálfstæða útvarpsstöð en allar saman mynda þær Rík-
isútvarpið og falla undir þau lög sem um það gilda.
Aukin útgjöld fylgja aukinni starfsemi og I frumvarpinu
er gert ráö fyrir aö aukinni fjárþörf Ríkisútvarpsins verði
mætt með því að felld verði niður tollagjöld af tækjum
sem RUV flytur inn til eigin þarfa og að aðflutningsgjöld
af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau
renni beint til Ríkisútvarpsins. Auk þess er lagt til að
RUV verði undanþegið söluskatti af auglýsingum og
njóti þar með sömu réttinda og dagblöðin. Þessir liðir
sem hér á undan eru taldir eiga, miðað við rekstrar-
reikninga RUV1983, að auka tekjur Ríkisútvarpsins um
allt að 40—45%.
Valddreifing Ríkisútvarpsins
Útvarpslagafrumvarp Kvennalistans byggir í heild
sinni á hugmyndum um valddreifingu. í samræmi við
þær hugmyndir er lagt til að starfsskipulagi Ríkisút-
varpsins verði breytt á þann veg að sérhver starfsmað-
ur verði gerður ábyrgari í starfi og honum jafnframt gef-
inn kostur á að nýta hæfileika sína betur. Því er ákvarð-
anataka I hinum ýmsu málum færð úr höndum deildar-
stjóra og annarra yfirmanna til starfsmanna þeirrar
deildar sem málið varðar hverju sinni. Gert er ráð fyrir
að starfsmenn hverrar deildar velji sér umsjónarmann
til þriggja ára í senn sem sjái um að þær ákvarðanir sem
teknar eru af starfsmönnum séu framkvæmdar. Um-
sjónarmenn hinna mismunandi deilda mynda fram-
kvæmdanefnd sem samræmir störf deildanna og er
auk þess tengiliður milli deildanna og þess þriggja
manna framkvæmdaráðs sem gert er ráð fyrir að taki
við þeim störfum sem útvarpsstjóri gegnir nú. Fram-
kvæmdaráð er kosið af starfsmönnum til þriggja ára í