Vera - 01.03.1985, Síða 25
Þær tóku
málin
í eigin
hendur
í Pakistan hefur verið komið áfót nokkrum þró-
unarverkefnum til að bœta stöðu kvenna.
Reyndar hafa flest þeirra mistekist, líklega mest
vegna þess að þau hafa ekki samrœmst nógu vel
þeim hugmyndalega jarðvegi sem fyrir var.
En lítum á eitt verkefni sem vel hefur tekist.
SHAHKOT er stórt þorp meö
u.þ.b. 6500 íbúum. Fram til
ársins 1961 varallt land I þorp-
inu I eigu einnar fjölskyldu, en
ríkisstjórnin hefur nú selt hluta
af landinu til fyrri leigjenda.
> Landeigendur eru næstum all-
ir karlar, jafnvel þótt tekið sé
fram í Kóraninum og lögum
landsins aö konur geti einnig
átt land. Staða kvenna er víö-
ast hvar mjög bág, í félagslegu
tilliti og þær njóta lítils eða
einskis félagslegs og efnalegs
sjálfstæðis. í Shahkot vinna
konur ekki lengur við landbún-
aðinn og ný störf í iðnaði og
verslun eru enn ekki opin kon-
um.
Það var Rabia Ali, einkabarn
í hinni gömlu landeigendafjöl-
skyldu sem var frumkvöðull
þróunarverkefnisins. Hennar
eigin reynsla af aö berjast fyrir
viðurkenningu í karlasamfé-
laginu vakti áhuga hennar á
högum kvenna í þjóðfélaginu.
Hún áleit að það væri hið fjár-
hagslega ósjálfstæði kvenna
sem væri rótin að bágri félags-
legri stöðu og lítilli sjálfsvirð-
ingu. Rabia Ali ákvað því að
^ setjaástofnfyrirtækimeðkon-
um, sem gerði þeim kleyft að
afla eigin tekna. Þetta var árið
1967. Hún kvaddi þorpskonur
á sinn fund. Fjórar mættu.
Engu að síður ákváðu konurn-
ar að ráðast í framleiðslu og
sölu á útsaumuðum bómullar-
efnum. Þær voru sammála um
lokum hætti hún öllum afskipt-
um af fyrirtækinu, öðrum en
þeim að nota hvert tækifæri til
að verða því úti um pantanir.
Það var árið 1971.
Húsagarður Jeevni varð nú
miðstöð starfseminnar og
stjórnun fyrirtækisins hefur að
mestu legið á hennar herðum.
Velferðarráöuneytið hefur val-
iö hana sem leiðbeinanda
starfseminnar og launar hana
sem slika.
Konurnar hafa nú misst
verslun sína í Lahore, er hótel-
ið hækkaði leiguna. Við það
fækkaði pöntunum mikið og
laun kvennanna lækkuöu.
Vegna þess að húsagarður
Jeevni rúmar ekki allt fyrirtæk-
ið, hefur það dreifst á fleiri
heimili. Það hefur gert konum
erfiðara um vik meö vitundar-
vakninguna og með sameigin-
lega ákvaröanatöku og stjórn-
un.
En þrátt fyrir þessi vand-
kvæði hefur starfsemin í heild
tekist mjög vel. Á sautján árum
hefur hún komið á þriðja
hundrað konum til góða, með
því að gera hefðbundna kunn-
áttu kvennaaðtekjulindþeirra.
,,Að vinna fyrir eigin launum, leyfir okkur að
gera við þau þaö sem við viljum,
Auk þess fœrir það okkur virðingu, af því að
peningarnir sanna að við leggjum líka eitthvað af
mörkum.
Án þeirra hljótum við aldrei viðurkenningu á
vinnu okkar, jafnvel þótt við vinnum eins og
skeþþnur.
Meira að segja eiginmenn okkar halda þvt fram
að við vinnum ekkert.
Þegar við eigum okkar eigin þeninga erum við
ekki lengur eins ou þurfalingar. ‘ ‘
að til þess að þjóna best sjálf-
stæðisbaráttu kvenna, yrði
starfsemin að vera eingöngu í
höndum kvenna, allt frá hrá-
efnisöflun, til markaðsöflunar.
Rabia Ali fjármagnaði fyrirtæk-
ið og léði húsagarð sinn til
starfseminnar. Einnig lagöi
hún fram fé til að leigja hús-
næði undir sölubúð á dýru
hóteli i Lahore, nærliggjandi
borg. Konurnar hófust handa
um hönnun, litaval, skipulagn-
ingu og saumaskap. Starfsem-
in óx og náði að lokum til um
220 kvenna.
Rabia Ali ákvað að nú væri
tímabært að hún drægi sig út
úr fyrirtækinu og legöi stjórn-
ina í hendur kvennanna sjálfra.
Þaö féll í hlut Jeevni, einnar
hinna fjögurra kvenna sem
voru meö frá upphafi, að sjá
um hönnun og aö kenna nýjum
þátttakendum. Aðrar konur
tóku að sér hráefniskaup,
reikninga og skipulagningu.
Rabia Ali haföi enn með hönd-
um markaðsöflun. Hún sá líka
um fundi sem haldnir voru til
að stuðla að vitundarvakningu
kvenna, en þeir voru orðnir
Það á eflaust ríkan þátt í
hversu vel hefur tekist til, að
starfsemin sem valin var
byggir á hefðbundinni vinnu
kvenna og var því engin ögrun
við félagsleg norm eða gildi.
Starfsemin hefur aukið þeim
konum sem fást við stjórnun-
ina sjálfstraust og gefiö öðrum
konum fyrirmynd. Hún hefur
líka haft áhrif á sjálfsvitund
kvenna og stöðu þeirra á
heimilunum og í þjóðfélaginu.
Konurnar ráða sjálfar yfir tekj-
um sínum og ráðstafa að eigin
vild. Vissulega verja þær
mestu til heimilishaldsins, en
karlarnir komast ekki hjá að
merkja framlag kvennanna til
búsins. Þetta telja konurnar að
hafi bætt stöðu þeirra, aukiö
virðingu karlanna fyrir þeim og
rofiö hið fjárhagslega ósjálf-
stæði þeirra gagnvart körlun-
25