Vera - 01.03.1985, Síða 26

Vera - 01.03.1985, Síða 26
Mindelo L. i i n i 30. júlí 1984 Heilar og sælar allar saman'. ' í dag barsl mér langt og gott bréf frá Kristínu Ástgeirs, með belstu fréttum og var það mikill bvalreki bér í suðurböfum. Pað er gott að begra að vorkonur íslands eru hressar og hálar að vanda og láta bvergi undan stga. Margt befur bér á daga mína drifið, vinnan befur gengið vel, landlægar sóttir bafa lítið plagað mig og ég er orðin vön því að vera í svitabaði allan sólarhringinn. Fyrst og fremst befur þetta þó verið ótrúleg lífsreynsla, sumpart eins og breinsunareldur, líkt og að kafa í áður óhunna brunna mannlegrar tilvistar, þar sem allt er öðruvísi umborfs en vanalega, hunnuglegt samt. Hér á landi er leyfður einn stjórnmálaflokkur, sem býður fram lista til þing- kosninga á fimm ára fresti. 63 efstu menn á lista eru kjörnir til þings og bittist þing- ið tvisvar á ári 3 daga í senn til að lögfesta aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Af þessum 63 eru 12 konur og sagt er að það sé nokkrum vandkvæðum bundið að fá konur til að gefa kost á sér til þessara löggjafarstarfa. Er skynsemi kvenna þar ekki við brugðið frekar en fyrri daginn. í tengslum við Flokkinn starfar bér kvennabreyfing og eru það einu samtök kvenna sem til er að dreifa á eyjunum. Hugmyndafræði kvenna- breyfingarinnar er sú sama og bugmyndafræði flokksins og balda þær kvenna- breyfingarkonur því staðfastlega fram að kjör og stöðu kvenna á eyjunum sé ekki bægt að bæta sérstaklega, slík betrumbót komi aðeins í kjölfarið á almennri efnabags- og samfélagsþróun í landinu. Erum við búnar að ræða þetta fram og aftur og niður- staðan er einfaldlega staðfesting á því að aðeins óbáðar kvennabreyfingar geta vænst þess að fá nokkru áorkað í málefnum kvenna, flokksbundnar kvennabreyfingar bljóta ávallt að vera kæfðar af bugmyndafræði og heildarsjónarmiði ..flokksins". Og bér er vandinn gífurlegur. Mikill meiri bluti fullorðinna kvenna er ólæs og býr við sárustu örbirgð. Konur bafa sama og engan kost á launaðri vinnu og þau störf sem bjóðast eru miklu ver launuð en störf karla, atvinnuöryggi er ekkert. Önnur hver kona er einstæð móðir með allt að 14 börn á framfæri sínu. Vændi er gífurlegt og ofbeldi gegn konum sömuleiðis, en telst ekki saknæmt samkvæmt upplýsingum lög- reglustjórans í bænum. Menntunarmöguleikar stúlkna eru litlir, fullorðinna kvenna engir. Konur án vonar, án framtíðar eins og við skiljum það að eiga framtíð. Ég er þess fullviss að koma má mörgu til betri vegar án mikils tilkostnaðar, það er fyrst og fremst spurning um vilja eins og fyrri daginn t.d. pólitískan vilja til að tryggja atvinnuöryggi kvenna með vinnulöggjöf, svolitla útsjónarsemi við að skapa konum vinnu t.d. við fiskþurrkun en það myndi undir eins skila sér í stórbætlum bag kvenna og barna. Annars hef ég einkum einbeitt mér að litlu fiskiþorpi hér suður með sjó. Karlarnir róa og draga fisk úr sjó, konurnar, atvinnulausar, sýsla heima, þreskja korn í stömp- um, breiða þvottinn til þerris á grýtta jörðina og elda grautinn á prímus í kofaborn- inu. Hér er lífið fiskur, tilveran háð duttlungum sjávarins. Hlutskipti þessara kvenna er ekki öfundsvert, samt eru þær hnarrreistar þar sem þær standa á sólglitrandi ströndinni, vafamál bvort þær eiga í soðið banda börnunum að kvöldi. AIvíra er 18 ára, ein með barn, lifir á bónbjörgum þar sem enginn á neitt til að gefa. Alvíra segir: ,,Ég græt af bungri og þegar ég varð ólétt ætlaði ég að drepa barnið þegar það fæddist vegna þess að ég bef ekkert að gefa því. Faðir þess hefur aldrei séð það, bann vill ekkert með mig hafa. Ég ætla aldrei að eiga fleiri börn, börn eru bölvun kvenna". Hún spyr mig bvort ég vilji kaupa banda sér farmiða til landsins míns svo hún geti ,,átt sér líf eins og ég". fuanita er 23 ára, á 3 börn og býr með barnsföður sínum. Hún segir: ,,Læknir- inn í bænum segir að ég deyi ef ég eignist fleiri börn en Carlos (barnsfaðir hennar) vill eignast fleiri börn, bann vill að ég sé alltaf ólétt. Ef ég eignasl ekki fleiri börn þá ætlar bann að fá sér aðra konu og þá verð ég að fara og skilja börnin eftir. Ég reyni að fá mér vinnu í bænum og þá get ég kannski gleymt. " Karlarnir sitja í skugganum undir tré og puðra saman um ..landsins gagn og nauðsynjar". Þeir segja: ,,Konurnar vilja alltaf vera að eiga þessi börn, ef við reynum að fá þær ofan af því segja þær: ..börnin eru ríkidæmi okkar" og við fáum ekki við neitt ráðið." Og þannig áfram, sömu lögmál, sömu víxlverkanir, mismunandi bugmyndir og skilningur kvenna og karla hér sem annars staðar — þótt annar beimur sé. Ég er orðin rennsveitt af að hripa ykkur þessar línur og haninn í næsta búsi befur ærst við glamrið í ritvélargarminum og galar eins og genginn sé af vitinu. Læt nú staðar numið. , S\aumsl beilar senn. Bestu kveðjur, Ljósmynd: Sigríður Dúna Konur eru festan Síðast liðiö sumar fór Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur og þingkona í leiðangur til Grænhöfðaeyja ásamt Gísla Pálssyni mann- fræðingi til að kanna líf og störf Grænhöfðaeyjamanna. Þaðan sendi hún konum í Kvennahúsinu bréf það sem hér er birt. Veru tókst síðan að næla í Sigríði Dúnu úr þingönnun- um í viðtal um konurnar á Grænhöfðaeyjunum og fer það hér á eftir.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.