Vera - 01.03.1985, Síða 29

Vera - 01.03.1985, Síða 29
Konumar l San Psdno aö þvo þvott. (Ljósmynd Sigríður Dúnaj þær. Kvennasamtökin hafa enga peninga og oft virðist skilningur á kjörum kvenna eins og þeirra sem byggja San Pedro vera takmarkaður. Þær líta ekki á vandamál kvenna sem málefni sem þarf að taka sérstaklega á, heldur horfa á vandann í heild á meðan staða margra kvenna á eyjunum ein- faldlega versnar. — Hvað um menntun kvenna? Ólæsi er mikið, einkum meöal eldri kvenna, en nú er búið að koma á 4 ára skóla- skyldu þannig að ólæsið ætti að verða úr sögunni eftir nokkra áratugi. Þaö er gott dæmi um bilið milli þeirra sem halda um stjórntaumana og kvennanna, að kvennasam- tökin gefa út blað á portú- gölsku til að ná til kvenna á meðan margar konur geta ekki lesiö og fæstar kunna portú- gölsku. — Hvernig er daglegt líf kvennanna t.d. þeirra sem búa í San Pedro? Dagurinn hefst við sólarupp- rás, þegar karlarnir fara að tygja sig á sjóinn. Fram eftir morgni eru konurnar í tiltektum og þvotti. Þær byrja á þvi að sækja vatn í brunninn og bera heim. Þvottinn þvo þær á þvottabrettum og breiða hann til þerris á grýtta jöröina, festa hann með steinum svo hann fjúki ekki burt. Sólarbrælan sér um afganginn. Húsin sem þær búa í eru flest eitt herbergi þannig að tiltektin tekur ekki langan tíma. Stundum búa tvær fjölskyldur I einu slíku húsi og þá er herberginu skipt með laki sem er hengt þvert yfir herbergið. Innanstokks er fátt muna, rúmbálkar og tré- kollar helstu húsgögnin, stundum kommóða. í einu horninu er venjulega eldunar- vél, nokkurs konar prímus, og þar er hin daglega ,,ketsjupa“ elduð. ,,Ketsjupa“ er eins kon- ar maissúpa sem í er látið allt sem tiltækt er (sjá uppskrift). Undir hádegið fara konurnar að huga að súpugerðinni, byrja á því að þreskja maís í tréstömpum sem er hiö mesta púl veit ég af fenginni reynslu. Síðan setja þær súpuna yfir og þá er aö bíða eftir að karlarnir komi af sjó. Þær standa á ströndinni og skima út á hafið eöa sþjalla hver við aöra, reyna að drepa tímann. Börnin eru allan daginn í kringum þær, sum illa haldin af næringar- leysi, önnur betur á sig komin. Þær hafa þau á brjósti eins lengi og þær geta, þangað til öll mjólk er uppurin eða þang- aö til annaö barn er á leiðinni. Þegar bátarnir koma í land hjálpa þær til viö að bera fisk- inn úr bátunum I bíl ríkisfyrir- tækisins sem kaupir allan fisk- inn. Síðan er „ketsjupan" borðuö og þegar því er lokið er fátt annað eftir en að bíða næsta dags og vona að þá gefi á sjó og aö eitthvaö verði til í alla svöngu munnana. — Fyllist maður ekki von- leysi andspœnis slíkri eymd og fátœkt sem þú lýsir? Nei. Ekki vonleysi, kynni mín af þessum konum voru þau að með aðstoð af réttu tagi væru þeim flestir vegir færir. Þær vantar margt, en fyrst og fremst vantar þær vinnu og þar getum við komiö til hjálpar. Ég er sannfærð um aö eitthvað það áhrifaríkasta sem hægt væri að gera til að draga úr barnadauðanum og fátækt- inni, er að skapa konunum vinnu. Kenna þeim að vinna úr fiskinum t.d. þannig aö þær geti treyst á sjálfar sig til að afla sérog börnunum sínum matar. Ef þær væru matvinnungar myndi staöa þeirra aö öðru leyti einnig batna og þar meö möguleikar þeirra til betra lífs. Ef konur leggðu af alvöru sam- an þvert á allar breiddargráöur væri margt hægt að gera og ég tala nú ekki um ef að kvenna- sjónarmið réðu þar ferðinni — þá gæti heimurinn litið öðruvísi út en hann gerir I dag. K. Ástg./S.D.K. Uppskrift af KETSJUPA Ketsjupa er þjóöarréttur Grænhöfðaeyjamanna og dag- leg fæöa margra þar í landi. I ketsjupa þarf maísbaunir, fejao- baunir (brúnar belgbaunir) og sfðan þaö grænmeti sem tiltækt er t.d. kál, gulrófur eöa kartöflur. Kjöt eöa fiskur út í gera súpuna matarmeiri. Fyrst er aö útvega sér tré- stamp (pila) og trésleggju (pao) til aö þreskja mafsbaunirnar. í stampinn er sett ofurlitiö vatn auk baunanna og strokkað vel og kröftuglega í u.þ.b. hálftíma. Þá eru baunirnar hristar til í tága- körfu til að losa af þeim hýðið. Síðan eru þær settar í sjóöandi saltvatn og soönar i 50 mínútur. Þá er fejao-baununum bætt út i og áfram soöiö i tvo klukkutíma. Því næst er grænmetiö sett út í og aö lokum fiskurinn eöa kjötiö. Mesta dýrindis súpa ef vel tekst til, ekki síst ef piri piri (rauð pipar- aldin) eru höfö út á til bragöbæt- is. 29

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.