Vera - 01.03.1985, Page 34

Vera - 01.03.1985, Page 34
Alþýðuleikhúsið sýnir Klassapíur eftir Charyl Churchill í þýðingu Hákons Leifssonar. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: Gerla. Lýsing: Árni Baldvinsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Þann 18. febrúar s.l. frumsýndu Vorkon- ur Alþýðuleikhússins leikritið Klassapíur eftir ensku skáldkonuna Charyl Churchill. í því er fjallað um stéttaskiptingu, kúgun og vald og möguleika konunnar til að gera upp við hlutskipti sitt. Þeir eru ansi fáir því þeir takmarkast við tíöarandann og karl- veldið. Margrét nútímakona og nýráðinn fram- kvæmdastjóri hjá ráðningarskrifstofunni Klassapíur, býður til veislu. Gestir eru fimm sögulegar kvenpersónur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa farið óhefð- bundnar leiðir í lífi sínu. Leiðir sem þó eru allar skilyrtar af tíðarandanum. Fórnir þær sem þessar konur færa á stall karlveldis eru börnin, kynferðið, ástin og hamingjan. Og hvað er þá eftir? Jú, frami og völd. Á ráðningarskrifstofunni Klassapíur eru bara klassapíur við vinnu. Þær eru kúl, sexý og pottþéttar. Og þær drekka til að sefa óttann við að standa ekki undir kröf- unum. Óttann við að falla inn í hitt mynstur Klassapíurnar. Efri röð frú vinstri: Margrét, framkvœmdastjóri á ráðningaskrifstofu: Margrét Ákadóttir. Isabelia, viktoriönsk ferðakona: Anna Einarsdóttir. Jóhanna páfi: Sigrún Edda Björnsdóttir. Gréta, úr málverki eftir Breugel: Ása Svavarsdóttir. Þjónustu- stúlka, miðaldra skrifstofustúlka: Guðný Helgadóttir. Neðri röð: Gríshildur hin góða, skáldsagnapersóna úr verkum eftir Bocaccio og Chaucer: Sigurjóna Sverrisdóttir. Elísabet, verkakona: Kristín Bjarnadóttir. Níjó, japönsk búdda- nunna: Sólveig Halldórsdóttir. (Ljósmynd: Valdís Óskarsdóttir). konunnar, þ.e. að lokast inná heimili og kafna. í lokaþættinum er pían Margrét í heim- sókn hjá systur sinni. Hún hefur alið upp dóttur Margrétar, Ásu, sem nú er 15 ára táningur. Systirin Elísabet er eina persón- an í verkinu sem ekki flýr hlutskipti sitt. Hlutskipti verkakonu í enskri iðnaðarborg. Hún er trú sósíalismanum og óvinur henn- ar er kapítalisminn og konan Thatcher. Og þrátt fyrir þreytu, biturleika og sjálfsfyrir- litningu (sem endurspeglast í fósturdóttur- inni Ásu) er hún sterkasta kona verksins. Hún hefur rætur og hún þekkir sitt hlut- verk. Ása, dóttir þeirra beggja, hefur feng- ið skelfinguna í arf. Hún á eftir að leggja á flótta en hann mun mistakast. í heild eru Klassapíur falleg sýning og leikkonurnar geisluðu allar af leikgleði. Sýningin var mögnuð og allsstaðar náðist rétt andrúmsloft. í veislunni glasaglaumur í stórum sal með tilheyrandi gráti bakvið hláturinn. Stressaö og kaótískt á skrifstof- unni. Þunglamalegt, dimmt og vonlaust á heimili systurinnar. Tónlist, lýsing, leik- mynd og leikur tilheyrðu hvert öðru og undirstrikuðu hvert annað. Fyrsti þátturinn er þó veikasti hlekkur sýningarinnar. Þar er eins og meiri rækt hafi verið lögð við form en innihald með þeim afleiðingum að stundum bar á ofleik. í handriti höfundar er gert ráð fyrir því að konurnar sex sitji við dúkað borð, en Inga Bjarnason kýs að dreifa þeim um sviðið í kokkteilboði. Þetta boð kemur vel út mynd- rænt, en frásagnir kvennanna eru ekki alltaf sannfærandi. Það er munur á því að segja sögu sína í spjalli við matarborð og að upplifa þjáningu úr fortíðinni úti á miðju gólfi. Um frammistöðu leikkvenna í fyrsta þætti vil ég sérstaklega nefna Sólveigu Halldórsdóttur í hlutverki Níjó, búdda- nunnu sem framan af ævi sinni var hjá- kona prests og keisara en gekk stefnu- laust í 20 ár eftir að því var lokið. Allt fas hennar, hreyfingar og talsmáti var agaður og sannfærandi. Þriðji og síðasti þátturinn, uppgjörið milli systranna, hreif mig þó mest. Samleikur þeirra þriggja, Margrétar Ákadóttur, Krist- Inar Bjarnadótturog Sigrúnar Eddu Björns- dóttur var magnaður og sterkur, svo sterkur að leikmynd Gerlu, sem saman- stóð af þrem kössum, plasti á veggjum og stig^ upp á loft, varð að gömlum sófa, standlampa og myndum á veggjum. Lýs- ing Árna Baldvinssonar átti sinn þátt í að ná fram réttri stemmningu. Annars miðast leikmynd Gerlu fyrst og fremst við að búa til leikhús úr litlum hana- bjálka í Nýlistasafninu viö Vatnsstíg og er enn eitt dæmið um þá sjálfsbjargarhvöt sem einkennir reykvíska leikhópa í hús- næðishraki. Þarna á hanabjálkanum hafa Vorkonurnar búið til sýningu sem við eig- um að sjá, stelpur. Við gætum nýtt okkur þetta verk í viðleitni okkar við að finna nýjar leiðir í frelsisleitinni. Ása Jóhannesdóttir 34

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.