Vera - 01.08.1985, Qupperneq 12

Vera - 01.08.1985, Qupperneq 12
til. Þaö skiptir öllu máli aö geta rætt hlutina, velt þeim fyrir sér saman. Á meðan viö vorum I rannsóknum og ég t.d. aö mæla mig var þetta mikiö álag á kynlífiö, meöferöin krefst þess aö þaö sé stundað, kannski án þess aö maöur sé alltaf tilbúinn. Um slíkt þarf að vera hægt aö ræöa af hrein- skilni og standa saman aö. aÓ vilja en geta ekki eignast barn Oft hefur þetta veriö mjög sársaukafullt og þaö er spurn- ing um hvernig maöur siglir í gegn um þetta. Viö höfum reynt aö kryfja málið og skoöa okkur sjálf og okkar aöstæöur, sem eru aö öllu ööru leyti ágætar. En þaö er líkaáríöandi aö vera sáttur viö vinnunasína, lifa góöu fjölskyldulffi og eiga góöa vini. Einhvern veginn verður þaö svo aö vinnan og vinirnir veröa á vissum tfmabil- um aö bæta upp missinn, fylla þetta tómarúm, sem óneitan- lega er til staöar oft á tföum. — Hafiö þiö velt fyrir ykkur aö taka barn I fóstur? Já og nei. Viö erum aö vísu ekki opinberlega á skrá neins staöar, en við höfum vel getaö hugsaöokkuraötaka barn. Viö erum mjög klofin í þvf aö taka erlent barn, en þaö viröist vera helsti möguleikinn, að taka barn er í rauninni aðeins lausn fyrir sárafáa aöila. — Stundum er talaö um aö konur, sem fá eytt fóstri ættu aö gefa börn sln. ..? Þaö finnst mér ekki koma til greina. Mér finnst þetta vera tvennt ólfkt og óskylt. Konur láta eyöa fóstri, þær eru ekki aö losa sig viö barn, á þann hátt, sem fólk viröist halda að þær geri. Þessu tvennu má alls ekki blanda saman og ég get ekki ímyndað mór að kona gangi meö barn vitandi aö hún á eftir aö láta það frá sér. En af- staöa manns til fóstureyðinga verður einkennilega blandin f minni aöstöðu, þaö er svo sem rótt. En aö ætlast til þess aö konur gefi barniö í staö þess aö eyöa fóstri fyrstu vikur með- göngutfmans, þaö gengur ekki. Þaö er ekki þeirra að leysa vanda barnlausra hjóna. — Jákvæöar hliöar? Áreiöanlega. Stundum núna hin seinni ár þá velti óg þvf fyrir mór hvaö myndi eiginlega ger- ast ef viö eignuðumst barn! Allt okkar Iff miöast viö okkur tvö, viö höfum verið í fullri og ánægjulegri vinnu, ekki haft fjárhagsáhyggjur, veriö frjáls. Þaö er líka kostur að þurfa aldrei aö hafa áhyggjur af getn- aðarvörnum. Kostirnir viö þaö að vera barnlaus veröa auðvit- aö fleiri eftir því sem árin líöa — óg held aö okkur þætti þaö skrýtiö núna aö þurfa aö taka tillit til þarfa barna. Og svo er þetta með að vera barnlaus — auðvitað erum viö alls ekki barnlaus! Þaö eru krakkar inn á gafli hjá okkur alla tfö. Aö sumu leyti erum viö i þeirri aö- stööu aö geta notið þess besta við aö eiga barn án þess aö sitja uppi meö ókostina! Ég get vel ímyndað mór að veröa uppáhaldsfrænka þannig aö óg og krakkarnir eigum hvort annað aö án þess neikvæöa, sem oft er óneitanlega í sam- böndum barna og foreldra. — Hvaö finnst þér þú geta sagt fólki, sem er sjálft að upp- götva þá aöstööu sem þiö hafiö veriö I? Ég held þaö só mjög mikil- vægt aö veigra sér ekki viö aö fara til læknis sem fyrst og aö fólk fari saman. Allt of oft er þaö konan, sem er ein aö vafstra í þessu. Aö sumu leyti er eins og þetta veröi meira áfall fyrir karlana, ótrúlega margir rugla þessu saman viö getuleysi, sem er auðvitaö mesta firra. En það er eins og 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.