Vera - 01.08.1985, Page 21

Vera - 01.08.1985, Page 21
Ég las í blaði að lífvana systur langi að biðja um hefnd en það er enginn sem hefnir — enginn sem grætur enginn veit hvað hún var nefnd. En hún var ekki ein — þær voru margar hvað er að gerast í heim þar sem enginn syrgir — enginn grætur og enginn leitar að þeim. Þær voru aðeins reköld í harmanna heim þeim héldu víst engin bönd og skipti víst engu hvar velktust þær um hvar volæðið bar þær að strönd. Það var ekki hér á voru landi en varðar mig samt ekki um það hvað veröldin gerir við vonir þeirra sem víst héldu glaðar af stað. Þær voru eitt sinn börn með vor I hjarta og vermandi hverja sál meö fagnandi augu — framtíð bjarta en framandi tungumál hvað er það sem gerist — hvað er þaö sem ræður að allt fer á aðra leið en óskir er fram báru feöur og mæöur og framtlðin spilltist er beið. 11 rauðhærðar konur myrtar á vegum úti KmxtíUc, TtuMN, U. aprfl. AP. Á LAUGARDAG fanMt elkfU fórn- ardýrið ( furóulefn of óupplýstu morömáli, þ*r aem rauöhæröar konur hafa Teriö mjrtar r(ö þjóðregi í sex rfkjum Bandaríkjanna. „Það sem gerir mólið aérlega erf- itt viðureignar er að ílestar kvenn- anna eru fl*kingar eða vœndiskon- ursagöi David Davenport lög- regluforingi i Tennesaee, ,og því leitar þeirra enginn og enginn spyrst fyrir um þ»r.“ Frá 26. september í haust hafa 11 rauðhærðar konur fundist myrtar við þjóðvegi í Pennsylvaníu, Ark- ansas, Texas, Mississippi og Tenn- essee. Davenport kvað lögreglumenn úr þessum fylkjum *tla að hittast ó Ég held við veröum að huga að því að hér gerist ekki slíkt gleyma ekki manneskju, gleyma ei að hérna gæti skeð eitthvað líkt. Kannski ekki vopn og kannski ekki hatur en kannski gleymum við því að til þess að lifa — til þess að elska þá komum við heiminn í. Viö fæðumst jú öll á aðeins einn veg og er ekki oftast sagt að tækifærin séu þau sömu og svo út I lífið er lagt en það er ekki rétt þvl ekki allir eru með sömu kjör það er eitthvaö sem aflagast — eitthvað sem brestur eitthvað sem tefur för. Og ekki má gleyma að gá að því að ganga við þeirra hlið sem fengu ekki alveg fang sitt fullt af frelsinu líkt og við. Gakktu ekki framhjá föllnu blómi farðu og reistu það við — reyndu aö hugga, reyndu að skilja reyndu að veita því grið. 17/4 1985 Ásgerður Ingimarsdóttir 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.