Vera - 01.08.1985, Page 22

Vera - 01.08.1985, Page 22
Viðtal við Ástu GRASA- LÆKNI Ásta Erlingsdóttir lœrði af föður sinum Erlingi Fiiipussyni sem sést hér á ijósmynd til hliðar við Ástu. Ljósmynd isg V / I ísskápnum heima hjá mér á ég tvenns konar smyrsl, ann- að græðandi og hitt bólgueyðandi. Bæði eru þau fengin hjá Ástu grasalækni og hafa reynst vel þegar á hefur þurft að halda. Ég leitaði fyrst til Ástu vegna eyrnabólgu I syni mínum og þegar ég fór að segja fólki þetta kom í Ijós að ég var ekki ein um að leita á náðir jurtanna þegar önnur lækning lét á sér standa. Mér voru sagðar ótal sögur um lækningamátt þeirra lyfja sem fengin voru hjá Ástu, og bar þar hæst sögur af því hversu góð smyrsl hún ætti á brunasár og gyllinæð. Þó hin opinbera saga læknislistarinnar sé öðru fremur saga karla, þá hafa rannsóknir kvenna engu að síður leitt í Ijós að konur hafa alla tíð kunnað ýmislegt fyrir sér í þeim fræðum. ,,Vísar konur" eins og þær eru kallaðar á Norðurlöndunum, hafa alltaf verið til og þær hafa varðveitt mann fram að manni þekkinguna um lækningarmátt jurtanna og miðlað öðrum af þessari þekkingu sinni. Ásta Erlingsdóttir er ein þessara vísu kvenna. Reyndar er þessi þekking föðurarfur hennar því að hún lærði undirstöðuna af föður sínum Erlingi Filipussyni sem var vel þekktur grasalæknir á sinni tíð. 22

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.