Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 27
>
4
A
Guðrún Agnarsdóttir fjallaði ítarlega um hugsanleg-
an vígbúnaö I geimnum, sem lítiö er minnst á í skýrsl-
unni og afleiðingar þess og áhrif á vígbúnaöarkapp-
hlaupiö. Hún sagðist telja nauösynlegt aö þingmenn og
aðrir fengju gleggri vitneskju um þessi mál og aö um
þau yrði fjállaö af meiri gagnrýni. Fyrirsjáanleg væri nú
ógnvænleg stigmögnun og þáttaskil f vígbúnaöarkapp-
hlaupinu milli stórveldanna ef áætlanir Reagans
Bandarikjaforseta um varnafrumkvæði I geimnum nær
fram að ganga og ekkert er aö gert. Þessi áætlun er
gríöarlegafjárfrekog hefuráhrif áefnahagskerfi heims-
ins alls og þvl mikilvægt aö þjóöir hans, og þá einkum
þær sem eru í hernaðarbandalagi meö Bandaríkja-
mönnum kynni sér þessi mál og taki siðan afstööu til
þeirra.
Geimurinn gerður að orustuvelli
Framtiöarsýn Bandaríkjaforseta varöandi eldflauga-
varnarkerfi I geimnum er sú aö þær myndu gera Banda-
ríkjamönnum kleift aö stööva og eyöileggja kjarnorku-
eldflaugar áður en þær næöu til Bandaríkjanna eöa til
landa bandamanna þeirra. Varnarkerfi byggjast m.a. á
því að eyðileggja eldflaug óvinarins meö leysigeislum
skömmu eftir að þeim er skotiö á loft, áöur en þær yfir-
gefa gufuhvolf jaröar. En leysigeislanum, sem erörmjó
Ijósrák, hlaðin feikilegri orku, er ætlaö aö bora sig í
gegnum málmhylki eldflaugarinnar og eyðileggja hana.
Guörún nefndi dæmi til þess aö gefa nokkrar upplýsing-
ar um kostnaö þessara áætlana, sem er glfurlegur, ef
af framkvæmdinni verður og geimurinn geröur aö hern-
aöarsvæði.
Friðsamari heimur — eða stórkostleg
blekking?
Getur nokkurt eldflaugavarnarkerfi útilokaö ógnina
um gereyöingu af völdum kjarnorkuvopna? Mundi leit
að slíku varnarkerfi binda enda á vígbúnaöarkapp-
hlaupiö, eins og forseti Bandarlkjanna og stuönings-
menn hans hafa gefið í skyn, eöa er þaö liklegra til aö
auka þaö? Geyma áætlanir forsetans loforö um örugg-
ari og friðsamari heim eöa eru þær í raun stórkostlegt
dæmi þeirrar blekkingar aö vísindin geti endurskapaö
þann heim sem rikti eöa var til áður en fyrsta kjarnorku-
sprengjan var sprengd 1945. Þessum spurningum og
fleirum varpaöi Guörún fram i þingsölum en sagöi jafn-
framt aö þær væru flóknar, spunnar tæknilegum og
pólitískum þráðum og aö þær yröi aö kanna áöur en
Bandarfkin leituðu slikra varna, þvi aö ef draumur for-
setans rættist þá veröur geimurinn geröur aö orustu-
velli. Þvi eru geimvopnaáætlanir hans oft nefndar
, .stjörn ustríðsáætlanir".
Guörún rakti þá þróun sem orðiö hefur siöan leitin aö
vörnum gegn kjarnorkueldflaugum hófst fyrir 30 árum
siöan, hina griðarlegu fjölgun á kjarnaoddum f vopna-
búrum beggja stórveldanna og afleiöingu hennar, sem
að mati langflestra er mun viökvæmara hernaöarjafn-
vægi. Hún sagöi að ef áætlun forsetans yröi framfylgt
myndu verða straumhvörf í vígbúnaöarkapphlaupinu,
e.t.v. jafn mikilvæg og þegar eldflaugar komu til sög-
unnar. En sú kenning að Bandaríkin gætu komist í yfir-
burðastööu í geimnum og haldiö henni, lokar augunum
fyrir meginreynslu áranna sem liöið hafa síöan
Hiroshimasprengjan var sprengd, en hún er sú aö bylt-
ingarkenndar tækniframfarir, hversu áhrifamiklar eða
óvæntar sem þær kunna að vera, geta einungis gefið
tímabundinn ávinning.
Guðrún geröi grein fyrir þeim rökum sem talsmenn
Reaganstjórnarinnar hafa beitt til aö réttlæta geim-
vopnaáætlun sína en þau hafa verið breytileg og oft
mótsagnakennd. Þaö er ýmist að geimvopnin eru talin
eina varnarkerfiö sem hægt er aö réttlæta siöferöislega
eöa að hér sé einungis um aö ræða rannsóknir og aö
engin ákvöröun veröi tekin um notkun slíkra vopna fyrr
en eftir mörg ár. Þess ber þó aö geta, sagöi Guðrún, að
það eru engin fordæmi fyrir því að hernaðarrannsókn-
aráætlun af þvílíkri stærðargráðu (26 billjón dollara) séu
ekki ætlaðar til notkunar, a.m.k. eru líkindi til þess aö
Sovétríkin taki hana alvarlega og álíti hana mikilvæga
hernaöarstefnu, hvernig svo sem hún er skilgreind fyrir
almenningi. Guörún beindi þeirri spurningu til utanríkis-
ráöherra hvaða afstööu hann hyggðist taka gagnvart
þessum ævintýralegu og feikilega dýru geimvopna-
áætlunum Bandaríkjaforseta. Viö þeirri spurningu
fengust engin svör að þessu sinni, en vonandi veröur
afstaöa tekin til málsins frá sjónarhóli þess sjálfstæöa
smáríkis sem ísland er, og frekari hervæöingu mót-
mælt.