Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 2

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 2
MALGAGN K VENFRELSISRA RÁTJU Þessi Vera er tileinkuð Listahátíð kvenna, sem nú stendur yfir í Reykjavík í tilefni lokaárs Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Markmið hátíðarinnar er að kynna það sem ís- lenskar konur — og nokkrar erlendar — eru að gera og hafa gert á sviði listanna. Auðvitað er enginn möguleiki að gefa meira en litlar svipmyndir á svona hátíð. Þegar undirbúnings- hópur hátíðarinnar tók til starfa, sannaðist það, sem margar okkar grunar, að lítið fer fyrir hlut kvenna í ritum og rannsókn- um á íslenskri listsköpun. Hlutur kvenna er miklu stærri og veigameiri en hin skráða listasaga gefur til kynna. Og eitt markmið hátíðarinnar er einmitt að vekja athygli á þessu og þyngja lóð kvenna á vogarskálum. Það er því fjarri sanni að þessi hátíð sé skref í átt til einhvers aðskilnaðar — þvert á móti. Með því að vekja rækilega athygli á hlut kvenna á listasvið- inu er vonast til að fram náist breyting á þeirri mynd, sem til að mynda börnum og unglingum er gefin af íslenskum listum og bókmenntum fyrr og nú. I uppvextinum öðlumst við fyrir- myndir og viðhorf, sem móta líf okkar og jafnvel val á ævi- starfi, og ef myndin af listamanninum er nánast eingöngu karlkyns, við hverju er að búast? Er það ekki erfiðara fyrir stúlkur að finna til samsvörunar með listaverkunum, og erfið- ara fyrir þær að taka þá ákvörðun að gerast skapandi lista- maður. En hverju erum við hinar bættari með því að fleiri kon- ur helgi sig listum? Jú, listin endurspeglar þjóðfélagið og konur í listsköpun sinni túlka veröldina frá eigin sjónarhóli sem oft er ólíkur sjónarhóli karlanna. Með því að halda list- sköpun kvenna hátíð líkt og nú er verið að gera, ætti því bæði listalífið að veröa ríkara með auknu framlagi skapandi kvenna og, secn ekki er minna virði, við, sem njótum listaverkanna verðum líka ríkari í skilningi okkar á meðvitund okkar um hlut okkar í samfélaginu. Þess vegna er haldin listahátíð kvenna. Þegar konur halda hátíð lætur Vera ekki sitt eftir liggja heldur hrífst hún með. Þess vegna er Vera að þessu sinni barmafull af listrænni sköpun kvenna. Sú sköpun er hennar framlag til hátíðarinnar. Gerla 6/1985 — 4. árg. Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar 22188, 21500, 13725 í VERU núna: 4—5 Kvennarannsóknir 8—10 Listahátíö Viötal viö Gerlu 11—13 ,,Góö list er alltaf meö jarösamband" Viötal við Fríðu Á. Sigurðard. 14—16 Um myndlist fyrr og nú Viðtal viö Hrafnhildi Schram 17—19 Kvikmyndir Feminisk greining 20—22 Smásaga eftir Þórunni Magneu. 24—27 Ljósmyndir 28—29 ,,Við höfum ekki rekist á neina veggi“ Um byggingarlist kvenna 30—31 Um kvennabókmenntir Rætt viö Dagnýju Kristjánsdóttur 32—33 Aö vera eöa ekki vera Stuttur leikþáttur eftir Helgu Thorberg 34—35 Konur í tónlist Rætt við Karólínu Eiriksdóttur Mynd á forsíðu: Jóhanna Kristin Yngvadóttir. Jóhanna Kristín utskrifaðist úr grafíkdeild Mynd- lista- og Handiðaskólans árið 1976. Samhliða grafíkinni sóffi hún tíma i málaradeildinni og sú deild varð ofan á þegar hún fór til framhaldsnáms í Hollandi. Jóhanna málar nú eingöngu með oliu á striga. Hún hefur haldiö þrjár einkasýningar og tekiö þátt í nokkrum samsýningum bæöi heima og erlendis. Ritnefnd: Gyða Gunnarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guðrún Ólafsdóttir Magdalena Schram Guörún Kristmundsdóttir Útllt: Klcki og Margrét Birgis Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Hólmfríður Árnadóttir Ábyrgð: Ingibjörg Sólrún Glsladóttir Setning og fllmuvlnna: Prentþjónustan hf. Prentun: Sólnaprent Ath: Greinar I VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.