Vera - 01.09.1985, Side 9

Vera - 01.09.1985, Side 9
é andi skrifaöi aö listamaöur gerði eitthvað sem var kvenlegt. Það er ekki lengur notað almennt í niðrandi merkingu. Hafa konur sömu tækifæri? „Nei, við erum ekki búnar að ná markmiðinu, sem er að standa jafnfætis körlum og að verk okkar verði dæmd á sömu forsendum og þeirra. Á meðan svo er ekki, er nauðsynlegt að halda sérhátíð listakvenna eins og við gerum núna, en ég vona að sá tími komi að þess þurfi ekki. Skoðun mín er að það hafi þokast í áttina og táknrænt er kannski að árið 1975 í byrj- un kvennaáratugarins var haldin ein myndlistarsýning þar sem eingöngu konur sýndu verk sín, en nú í lok áratugarins er haldin heil hátíð.“ Gerla hefur frá því að hún lagði fram hugmyndina um Lista- hátíð kvenna haft óbilandi trú á krafti meðsystra sinna. Við undirbúningsvinnuna hefur hún fengið það staðfest sem hún taldi sig vita, þ.e.a.s. að íslenskar listakonur búa yfir meiri sköpunarmætti en hingað til hefur verið opinberað. ,,Þegar við ákváðum aö halda hátið var auglýst og konur beðnar að senda inn sýnishorn og við fengum miklu meira en hægt verður að sýna.“ Hvernig fóruð þið að því að velja? ,,Það er dálítið mismunandi, en í sambandi við myndlistar- sýninguna á Kjarvalsstöðum og Ijósmyndasýninguna störfuðu sýninganefndir. Um hundrað sendu sýnishorn í tengslum við myndlistarsýninguna eina, og það var að sjálfsögðu ekki hægt að sýna allt. Það heföi veriö myndlistarbasar. Okkur þótti rétt- ara aö búa til heilsteypta sýningu þar sem hægt er að gefa raunverulega mynd af því sem konur gera. Það verða 3—5 myndir eftir hverja konu og alls sýna 28 konur. Ég held að nafn sýningarinnar — Hér og nú — segi allt um eðli sýningarinnar." Myndlistarsýningin er bara einn þáttur hátíðarinnar sem spannar yfir svo til alla geira listsköpunar. „Þegar frá upphafi byrjaði bakhópur að starfa, þessi hópur er skipaður fulltrúum frá öllum listgreinum og hefur starfað all- an tímann en snemma skiptum við okkur í smærri einingar og kvikmyndahópur, myndlistarhópur, Ijósmyndahópur, tónlist- arhópur o.s.frv. tóku til starfa. Þessir hópar hafa svo séð um skipulag, efnisval og annað.“ Úr þessari vinnu hefur svo orðið hátíð, sem mun breyta menningarlifi borgarinnar og margt af því sem boðiö er uppá er nýtt af nálinni. „Við verðum með fyrstu samsýninguna á Ijósmyndum eftir konur sem haldin hefur verið hér. Hún verður í Nýlistarsafninu á báðum hæðum og er þverskurður af því sem er að gerast hjá konum í þessari grein. Þar veröa verk eftir tuttugu konur allt frá portrett myndum til mynda eftir konur sem nota Ijósmynda- vélina sem myndlistamiöil. Þar veröa líka verk eftir íslenskar konur sem eru búsettar erlendis og það er ánægjulegt að geta sýnt verk eftir konur sem eru lítt og ekkert þekktar hér heirna." íslenskar konur sem búsettar eru erlendis verða líka með verk á sýningu um byggingarlist kvenna, sem verður í húsi Arkitektarfélagsins i Ásmundarsal. Þrettán konur sýna þar verk sín og er það í fyrsta skipti sem það er gert. Öðru vísi sýn- ing verður líka í Gerðubergi þar sem Borgarbókasafnið ásamt Menningarmiðstöðinni er með sýningu á bókum og bóka- skreytingum eftir íslenskar konur. V 9 { Ljósmynú: Hrefna Róbertsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.