Vera - 01.09.1985, Qupperneq 14

Vera - 01.09.1985, Qupperneq 14
„Það sem var afdrifaríkast fyrir konur var að hin listræna sköpun var lögð að jöfnu við getnaðinn. Allt frá dögum grísku heimspeking- anna og þar til að komst á hreint á 19. öld hvernig frjóvgun átti sér stað, var karlmaðurinn álitinn sá sem gaf líf, eða kveikti lífsneistann, meðan hlutverk konunnar var aðeins að bera og næra fóstrið. Og rétt eins og karlmaðurinn var skapandi á því sviði, var hann það einnig á sviði vísinda, lista og á flestum sviðum þjóðfélagsins. Konan var svo þolandi, þjónandi én ekki skap- andi. Þá þótti á móti eðli hennar að skapa eitt- hvað sjálfstætt á sviðum lista, vísinda og bók- mennta. Og hið raunverulega ástand studdi þetta.“ Hrafnhildur Schram (3,_ o£ 2 S teikna nakinn karlmann.“ Óþarft er aö taka fram aö engar slík- ar hömlur voru á nekt kvenna í karladeildum. Að mála bakd Þetta var eitt af því sem kom fram í fyrirlestri Hrafnhildar Schram listfræöings á ráöstefnu um íslenskar kvennarann- sóknir sem haldin var í Háskólanum um mánaöarmótin ágúst- september. Þar sem listahátíð kvenna var skammt undan þótti viö hæfi aö VERA tæki Hrafnhildi tali um aöstööu kvennatil aö helga sig myndlist fyrr og nú. Ætla mætti aö nú væri öldin önnur en þegar menn velktust í vafa um staöreyndir lífsins og Hrafnhildur telur reyndar aö- stööu myndlistarkvenna hafa batnaö svo ótrúlega að þær séu nærri því að sitja viö sama borö og karlar sem listamenn. ,,Að- staöa kvenna hefur gjörbreyst á síðustu hundraö árum að því leyti að þær hafa nú fullan aðgang aö myndlistarmenntun. Á Norðurlöndum voru listaakademíur opnaðar konum fyrir alda- mót, 1888 í Kaupmannahöfn og fyrr í Noregi, og þar voru þær þegar í upphafi 28% nemenda. Konurnar voru í sérstökum kvennadeildum og fengu aö- gang aö öllu því sama og karlmennirnir nema þær máttu ekki „Fram til þess tíma er konur fengu aðgang að akademíun- um voru þær nemendur í einkaskólum og á vinnustofum myndlistarmanna og höföu ýmis önnur ráð til aö nema mynd- list, en voru fjarri því aö hafa sömu aöstööu til myndlistarnáms og karlar. Til eru heimildir allt frá 16. öld um kvenmálara. „Þær voru nær undantekningalaust dætur listamanna, og þá var þaö oft þannig aö ekki var sonur í fjölskyldunni. Þá fengu þær að læra og vinna á vinnustofu fööur síns, jafnvel aö mála bak- grunn í málverk eða eitthvað því um líkt. Georgio Vasari, sem skráöi æviágrip ýmissa listamanna á endurreisnartímanum, er með tíu konur í sinni bók, og það er augljóst aö þær voru taldar meö og sjálfsagt aö þær væru það. Dætur aðalsmanna máttu einnig mála, þaö þótti sjálfsagt aö þær væru vel aö sér í öllum listum og þær eyðilögöu ekki möguleika sína til gifting- ar þó þær máluðu." Eitt af því athyglisverðasta sem fram kom í fyrirlestri Hrafn- hildar var er hún sagði frá tveim verkum kvenna sem höfðu

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.