Vera - 01.09.1985, Síða 16

Vera - 01.09.1985, Síða 16
Úr listaskóla Haralds Foss I Kaupm.h. Listasaga Jansons, sem talin er grunnrit í allri listasögu- kennslu og nær allt frá steinöld til 1970, er eitt þeirra. í henni er ekki ein einasta kona. Þetta er ekkert annaö en sögufölsun. Til aö leiðrétta þetta hef ég að jafnaði tvo fyrirlestra um konur og myndlist fyrir nemendur mína. Það verður mikið verk að leiðrétta listasöguna, því það er ekki eins og það vanti alltaf heimildir. Þettaer bara val þessara manna og þeir leiðrétta hana ekki. Þetta þykja svo nauðsynleg grunnrit fyrir myndlistarnema og það er hægt að ímynda sér aö þetta er ekki beinlínis til að styrkja stelpurnar í trúnni á sjálf- ar sig. Erlendis er farið að kenna kvennalistasögu í háskólunum, meðal annars í Lundi og í Kaupmannahöfn og víða í Bandaríkj- unum. Það má vera að það séu bara konur sem sæki þá tíma, en fyrst verða þær að veröa meðvitaðar, áður en sagan verður leiðrétt.1' Mörgum er áreiðanlega minnisstæður breskur sjónvarps- þáttur sem fjallar einmitt um þá sögufölsun sem Hrafnhildur nefnir og hann er einmitt meðal þess kennsluefnis sem hún býður sínum nemendum uppá. Harður markaður Blýantsteikning eftir Kristínu Þor- valdsdóttur Jóns- son En hvernig ætli staða myndlistarkvenna sé núna, að mati Hrafnhildar? ,,Ég held að í námi að minnsta kosti sitji þær við sama borð og strákarnir. Hitt er aftur rétt að þær eru færri til dæmis í hópi starfandi nýlistafólks en strákarnir, þó þær séu fleiri í myndlistaskólunum. Ég held þó að engin kona þurfi aö gjalda þess að hún er kona ef hún fer út í myndlist. Þetta er erfið braut fyrir alla. Auð- vitað heyrir maður um konur sem hefur verið mismunað og listakonur verða oft varar við fordóma í umfjöllun um þær. Þegar fjallað er um verk Ragnheiðar Jónsdóttur fylgir oft sög- unni að hún eigi fimm syni og þær sem eru vel giftar mega sæta því að karlinn þeirra sé dreginn inn í skrif um verk þeirra. Rétt eins og þær eigi að þakka honum. Ég man líka eftir einni umsögn sem var skrifuð fyrir fimm árum. Gagnrýnandinn var mjög hrifinn af sýningunni og hrósaði listakonunni upp í há- stert. Og endaöi svo umsögnina með því að segja aö ef hann hefði ekki vitað betur, þá hefði hann haldið að hér hefði verið karlmaður að verki, því hér var svo vasklega til verks gegnið. Konur gera best í að láta svona sem vind um eyru þjóta og þá eiga þær sömu möguleika og karlar. Því þetta er harður markaður, ofboðslega haröur!" Anna Ólafsdóttir Björnsson 16

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.