Vera - 01.12.1988, Side 2

Vera - 01.12.1988, Side 2
Stjórnmál, tækni og hagfræöi eru þau þrjú svið mannlegra athafna sem mestu valda um daglegt líf og líðan kvenna, karla og barna. En hvort sem litið er á fræðigreinarnar eða útfærslu þeirra í framkvæmd, þá blasir við að konur eiga þar lítinn hlut að málum. Stjórnmálamenn, hagfræðingar og tæknimenn allra samfélaga eru karlar — með örfáum undantekning- um þó. Þaö eru karlarnir sem skoða, skilgreina og framkvæma út frá alda- gömlum hefðum og hagsmunum karlveldisins. Hagfræðin er til umfjöllunar í VERU að þessu sinni, séð undir sjónar- horni kvenna. Reynt er að gefa hagfræöihugtakinu víðara innihald þann- ig að konur geti notað það til að varpa Ijósi á eigin líf og aðstæður. Hagfræðinga samtímans skortir hvorki viðurkenndar reikningsaðferðir né vísindalega nákvæmni við útreikninga á meðaltölum og hagstærðum. En hversu nákvæmar sem hinar hagfræðilegu mælingar eru, þá taka þær ekki til þeirrar staðreyndar að hið sýnilega hagkerfi stendur og fellur með öðru ósýnilegu. Ekkert hagkerfi eða samfélag fengi þrifist í dag ef ekki kæmi til umtalsverö ólaunuð vinna kvenna við umönnun barna og heim- ilisstörf. Vinna kvenna á heimilunum kemur hvergi fram í opinberum töl- um um unnin ársverk og öll sú framleiðsla sem þar fer fram vegur ná- kvæmlega ekki neitt inn í mælingar á þjóðarframleiðslu. Sultan sem keypt er út í búð er hluti af þjóðarframleiðslunni en ekki sultan sem fram- leidd er í eldhúsum landsins. Viðfangsefni þeirra sem mest fjalla um efnahagsmál á íslandi í dag eru tölur á blaði og niðurstöður úr reiknivél. Það hefur gleymst í umræðunni að bak við allar þessar tölur standa einstaklingar af holdi og blóði. Þessir einstaklingar eiga heill sína og hamingju undir því að hagkerfi heimilanna sé starfhæft ekki síður en hitt sem birtist í meðaltölunum. Það er þetta hagkerfi sem konur leggja áherslu á í umræðum um efnahagsmál og körl- um gengur oft svo erfiðlega að koma auga á. Með umfjöllun sinni í blað- inu vill VERA opna sýn inn í hulduheima efnahagsmálanna og kynna nýj- ar hugmyndir um annars konar efnahagskerfi. — isg VERA 5/1988 — 7. árg. Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboðiö í Reykjavík. Sími: 22188 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4 Skrafskjóða — Elisabet Guöbjörnsdóttir skrafar 5—7 Er öryggið orðin tóm? — álag á fæðingardeildinni óviöunandi ... 8—9 Tíminn er útrunninn Efnahagsmálin skoöuö i kast- Ijósi kvenna 10—12 Hið ósýnilega hagkerfi 12—14 Hugtök í hagfræöi 15—19 Hagfræöi er ekki bara krónur og aurar Kenningar Margrit Kennedy kynntar 20—21 Hugleikur Rætt við Ingibjörgu Hjartar- dóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur 22—23 Hugleiöingar um leikritið ,,Ef ég væri þú" 24—26 ,,Þeim fannst ég vera alltof róttæk" Rætt við Kristinu Björnsdóttur um hjúkrun og kvenfrelsi 27—29 ,,Bæði konur og karlar eru aö verða að fólki" Samtal viö Herbjörgu Vassmo 30—31 ,,Bæði Ijúft og sárt — eins og lífið sjálft" Rætt viö Helgu Thorberg 32—33 ,,Hef gott af því að safna þessu saman" Rætt viö Helgu Sigurjónsdóttur 34—37 Borgarmál 38—41 Þingmál 42 í leit að sjálfsmynd blökkumannsins Um rithöfundinn Toni Morrison 44—45 ,,Strá í hreiðrið" Rætt viö Bríeti Héðinsdóttur 46—47 Um bækur Mynd á forsíðu: Hulda Hákon Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðrún Ögmundsdóttlr Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garðarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Sigrún Hjartardóttir Starfskonur Veru: Kicki Borhammar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Stella Hauksdóttir Ábyrgð: Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.