Vera - 01.12.1988, Page 7

Vera - 01.12.1988, Page 7
ans höföu farið fram úr fjárhagsáætlun fengum við að vita að við hefðum bara ákveðna fjármuni til ráðstöfunar og við yrðum að bjarga okkur með þá. Þessi þrýstingur, sem kom ofan úr ráðuneyt- um, var slíkur að ég man ekki eftir öðru eins í þau tuttugu ár sem ég hef verið starfandi hér.“ Sparnaður i ríkisrekstri er eitt vinsælasta umræðuefni stjórn- máiamanna þessa dagana og nefna þeir gjarnan heilbrigðiskerfið sem dæmi um bólginn málaflokk sem eitthvað mætti tálga utan af. Það kann vel að vera rétt en eins og ein Ijósmóðirorðaöi það, þá ,,skilja þeir sem ráða peningunum afskaplega illa þá starfsemi sem fram fer á sjúkrahúsunum.“ Þeir virðast t.d. ekki hafa áttað sig á því að rúmlega 30% fjölgun fæðinga kallar á aukningu í starfsmannahaldi ef ekki er beinlínis að því stefnt að skera niður öryggiskröfur og þjónustu við fæðandi konur. En kannski loka þeir augum og eyrum fyrir vandanum því þegar allt kemur til alls er ekkert svo mjög erfitt eða óþægilegt fyrir stjórnkerfið og pólitíkus- ana að spara á fæðandi konum. Aö fæðingu lokinni eru þær án efa allra sjúklinga nægjusamastar og ánægðastar og láta sér yfir- leitt ekki til hugar koma að kvarta undan þeirri þjónustu sem þeim er veitt. Flestum þeirra þætti það nálgast dónaskap við það fólk sem hefur hjálpað þeim viö að fæða nýjan einstakling í þennan heim. Hafi barnið komist heilt á húfi i gegnum þessa þrekraun bliknar allt annaö og verður að aukaatriði. Nýbakaðar mæður taka því þó þröngt sé um þær og aðstoð og umönnun af skornum skammti. Flestar láta sig lika hafa það að vera sendar heim degi fyrr en áöur tíðkaðist, jafnvel þó þeim veitti ekkert af hvíldinni, mjólkin sé ekki komin í lag og heima bíði ábyrgðin á heimilisstörfunum. Þær myndu án efa þiggja betri þjónustu ef hún stæði til boða en við núverandi aðstæður reyna þær bara að bjarga sér sem best þær geta. Þetta kemur heim og saman við þau orð Kristínar Tómasdóttur yfirljósmóður að þær konur sem fætt hafa í sumar hafi verið, eins og hún orðar það, „alveg stórkostlegar og ótrúlega sjálfbjarga. Þær eiga þakkir skilið fyrir það hversu vel þær tóku því ástandi sem hér ríkti.“ En einmitt vegna þess hve konur eru skilningsrikar og sjálfbjarga er svo mikilvægt að Ijósmæðurnar, og annað starfs- fólk kvennadeildar, standi með konum en ekki fjárveitingavaldinu. Starfsfólkið á mun ríkari skyldum að gegna við konurnar, ekki síst -§ v</> c5 -5 'O ÚT cu c: c: ti i Það sem vegur þó þyngst er að spamaðurinn getur mjög auðveldlega komið niður á þvi öryggi sem fæðandi konum á að vera búið þegar þess er gætt að óeðlilegur sparnaður getur komið niður á andlegri og líkamlegri líðan, sérstaklega ef um ótímabæra heim- ferð er aö ræða. Reynslan frá Danmörku sýnir t.d. að þegar farið varað senda konur mun fyrr heim en áður jókst tíðni brjóstameina og eftirblæðinga. Það sem vegur þó þyngst er að sparnaðurinn getur mjög auð- veldlega komið niður á þvi öryggi sem fæðandi konum á að vera búið á stofnun eins og Landspítalanum. Þá verður öryggið falskt hvað sem skurðstofum og barnagjörgæslu líður. En er það falskt í dag? Kemur álagið á kvennadeildinni niður á örygginu? Kristín telur að svo sé ekki. „Við höfum sama eftirlit með konum og áður og reynum að passa alltaf upp á öryggissjón- armiðin. En ef þetta verður svona áfram þá veit maður ekki hvern- ig það fer. Við erum ekki nema mannleg. Álag á fæðingargangi getur komið svo snöggt að erfitt getur reynst að ná í aukafólk þó það taki reyndar aldrei langan tima aö ná í aðstoð. Það eru alltaf sérfræðingur og aðstoðarlæknir á vakt í húsinu sem eru auðvitað tilbúnir til að hjálpa ef á þarf að halda en þeir eiga náttúrulega að sinna allri kvennadeildinni og komast ekki alltaf frá.“ Jón Þorgeir tók í sama streng og Kristín varðandi öryggið og sagði: „Auðvitað getur það komið niður á öryggi ef ástandið fer að verða eins og það var hér á árum áður þegar konur lágu hvar sem því var við komið. Það hafa hins vegar ekki orðið nein slys sem rekja má til þess álags sem hér hefur rikt, eftir því sem ég best veit. En það verður þó að hafa í huga að það er aldrei alveg hægt að koma í veg fyrir slys við fæðingu." Þetta er sjálfsagt bæði satt og rétt en það er bæði hægt að búa fæðingum aðstæður sem draga úr líkum á slysum og aðrar sem auka líkurnar. Þær raddir heyrast að aðstæður á fæðingargangi séu þannig í dag að það sé i raun ábyrgðarhlutur að sætta sig lengur við þær. Á þetta hafa Ijósmæður þar m.a. bent í þeirri trú að það sé til góðs fyrir alla aðila að gerð sé athugasemd við álagið og þjónustuna. VERA tekur undir þetta sjónarmið. Konur eiga heimtingu á því að fá réttar upplýsingar og stjórnendur ríkisspítal- anna mega ekki komast undan þeirri ábyrgö sem þeir bera. Það sem málið snýst fyrst og síðast um er að mæta þeirri fjölgun fæð- inga sem orðið hefur á undanförnum misserum með raunhæfum aðgerðum en ekki fagurgala. Það má ekki láta stjórnvöld komast upp með að bera á borð fyrir konur hástemmd lýsingarorð um stórfengleik aukinnar frjósemi á sama tíma og þau draga úr þjón- ustu og öryggi á stærstu fæðingarstofnun landsins. — isg 7

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.