Vera - 01.12.1988, Side 11

Vera - 01.12.1988, Side 11
en það segir til um því hann veitsem er að ef hann gerir það kemur það honum sjálfum i koll. Hann veikir stðöu sína og gengisfellir vinnuafl sitt. Og þó samlíkingin sé kannski groddaleg þá hafa íslenskar konur gert nákvæmlega þetta. Eftir sitja þær með sárt enni bundnar í báða skó og í stöðu á vinnumarkaði og í stjórnkerfi sem versnar fremur en hitt. Launamunur kynjanna eykst, vinnustundum kvenna fjölg- ar og hlutfall þeirra í stjórnunarstörfum eða forystu samfé- lagsins stendur í stað. Af þessu má Ijóst vera að íslenskar konur hafa ekki áttaö sig á þeirri lykilstöðu sem þær gegna í samfélaginu né heldur notfært sér hana sjálfum sér til heilla. Þetta er þó hægara um að tala en i að komast því þó það krefjist fórna að eignast börn þá gerir það það líka að eignast þau ekki. Sú kona, sem sjálfviljug takmarkar barn- eignir sínar við eitt barn eða ekkert, á sér formælendur fáa í íslensku samfélagi og hún er gjarnan sökuð um sjálfs- elsku. Enginn ásakar aftur á móti þann bónda um sjálfs- elsku sem ekki vill framleiða meira en íslensk landbúnaðar- pólitík gerir honum kleift meö góðu móti. En lítum þá á fullyrðinguna, sem sett var fram hér að framan, um að konur leggi fram meiri vinnu en karlar í þágu samfélagsins. Á árinu 1982 kom út Jafnréttiskönnun í Reykjavík sem gerð var að tilhlutan jafnréttisnefndar borg- arinnar. Þessi könnun leiddi m.a. í Ijós að heildarvinnutími kvenna var lengri en karla og að hann jókst verulega með aukinni atvinnuþátttöku. Þannig var heildarvinnutími þeirra kvenna sem unnu eingöngu við heimilisstörf að meðaltali 51.4 klst. á viku en hinna sem voru í fullu starfi ut- an heimilis 63.5 klst. á viku. Þegar hins vegar er litið á þann vinnutíma sem karlar notuðu i heimilisstörf kemur í Ijós að hann lengdist afskaplega lítið í heildina tekið þó sambýlis- eða eiginkonur væru í fullu starfi utan heimilis. Þeir karlar sem voru kvæntir konum sem eingöngu sinntu heimilis- störfum notuðu að meðaltali 5 klst. á viku í heimilisstörf. Við hlutastarf eiginkonu fóru vinnustundirnar upp í 5.8 klst. og við fullt starf eiginkonu utan heimilis fóru þær upp í 7.3 klst. á viku. Sagt með öðrum oröum; karlarnir virðast ekki taka á sig meiri ábyrgð á heimilisstörfunum þótt konurnar bæti ásig launavinnu. Þarf frekari vitnavið um tvöfalda byrði úti- vinnandi kvenna? Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna hefur aukist verulega á undanförnu'm árum eða úr 20% árið 1960 í 85% árið 1985. Ef að- eins er litið á árið 1985 þá kemur í Ijós að það ár fjölgaði ársverkum kvenna í launa- vinnu um 6.2%, en þá bættust 5900 konur í hóp þeirra sem starfa utan heimilis meira en fjórðung úr ári. Sambærilegt hlutfall fyrir karla það ár var 1.9%. í Ijósi þessa sést að konur hafa ekki aðeins tvöfalda byrði að bera, heldur eykst hún stöð- ugt. Við þetta er svo því að bæta að kannanir frá öðrum löndum sýna, að aukin atvinnuþátttaka giftra kvenna dreg- ur úr vinnustundafjölda eiginmanna þeirra. Sem sagt: Á sama tíma og heildarvinnustundafjöldi kvenna eykst, minnkar hann hjá körlum. Árið 1986 kom út skýrsla hjá Byggðastofnun sem bar heitið ,,Byggð og atvinnulíf 1985“. í henni kemur fram að á árinu 1985 höfðu karlar 59% hærri meðallaun á ársverk en konur. Hafði þá jafnt og þétt dregið í sundur með kynjunum frá árinu 1980, því það árið var launamunurinn 52%. í skýrslunni kemur líka fram sú athyglisverða staðreynd að innbyrðis launamunur milli karla er mun meiri en á milli kvenna. Ef borin eru saman meðallaun ófaglærðra annars vegar og sérfræðinga og stjórnenda hins vegar kemur i Ijós að í karlahópnum er launamunur milli þessara hópa 50% en i kvennahópnum aöeins 19%. Þá hafa kvæntir karlar talsvert hærri meðallaun fyrir ársverk en ókvæntir. Þannig hafa þeir ókvæntu aðeins um 76% af meðallaunum Konur vinna meira fyrir minna 11

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.