Vera - 01.12.1988, Page 16

Vera - 01.12.1988, Page 16
í upphafi bókarinnar bendir Margrit Kennedy á, aö kaup- menn noti kílógrömm sem maelieiningu, arkitektar metra og hagfræðingar peninga. Kílógrömm og metrar hafa fasta stærð óbreytanlega, en gildi peninga breytist næstum dag- lega. Hlutverk peninga var i upphafi þaö aö auðvelda fólki skipti á vörum og þjónustu og losna viö þær takmarkanir sem fylgja beinum vöruskiptum. Þannig geröu peningar sérhæfingu fólks mögulega, en sérhæfingin er aftur grunn- ur borgarmenningar. En peningar geta líka hindraö skipti á vörum og þjónustu ef þeim er haldið í höndum þeirra sem hafa meira af þeim en þeir þurfa. í fyrsta kafla kversins er fjallaö um fjórar meginhugmyndir fólks um peninga sem allar eru rangar. Lítum á þær. I. kafli: Fjórar ranghugmyndir fólks um peninga. 1. Það er aöeins til ein gerö vaxtar. Hið rétta er aö til eru þrjár megingerðir vaxtar og eru þær sýndar sem línurit á 1. mynd. 1. mynd. Línurit fVrir vöxt Vöxtur ~l I l I I I T I a-náttúrulegur vöxtur 7 b-beinlínuvöxtur T c-veldisvöxtur r~ ! 7 h. «r T /- / 0 y / - C Tími 2. mynd. ,,Vaxta-vextir“ 25 Margföldun s / í\ -i I 4\- 185 : / % / / --I -*- - --7*- / /| i- , , ' ■ , r^- \% :±tt 0 15 30 45 60 T5 Ár Upphæö á 12% vöxtum tvöfaldast á 6 árum Upphæö á 6% vöxtum tvöfaldast á 12 árum Upphæö á 3% vöxtum tvöfaldast á 24 árum Upphæö á 1% vöxtum tvöfaldast á 70 árum fyrir allan sinn auð gæti hann ekki uppfyllt þessa ósk. Ný- lega hefur þaö veriö reiknað út, aö kornið sem reiknimeist- arinn fór fram á, var 440 sinnum kornuppskera heimsins ár- ið 1982. Annað dæmi til aö auka skilning á veldisvexti: Ef eitt penny heföi veriö sett á 4% vexti þegar Jesús Kristur fædd- ist heföi þaö verið orðið aö svo hárri upphæö árið 1750 að hægt heföi verið aö kaupa fyrir hana gullkúlu jafnþunga Jöröinni og ef upphæðin hefði veriö á vöxtum til ársins 1990 yröi hægt að kaupa 8190 slíkar gullkúlur. Ef pennýiö heföi veriö sett á 5% vexti heföi verið hægt að kaupa fyrstu jarö- þungu gullkúluna árið 1403 og árið 1990 yröi hægt aö kaupa 2200 miljarða slíkra kúlna. Þetta dæmi sýnir hve 1% hefur mikið aö segja á löngum tíma og sannar aö stöðug greiðsla vaxta og vaxtavaxta er óhugsandi bæði í raun og reikningslega. a) Náttúrulegur vöxtur, er hinn almenni vöxtur alls í náttúr- unni, okkar eigin líkamar hækka samkvæmt þessu línuriti, hratt fyrstu árin, síðan hægar og loks stöövast vöxtur alveg. (Viö þetta má bæta að allir stofnar lífvera vaxa líka sam- kvæmt þessu línuriti en öll grunnframleiðsla byggir á nýt- ingu lífvera á landi eöa í sjó. Sem dæmi má taka bónda sem yrkir jörö sína, hann getur aukiö framleiöslu lands síns þannig aö hún fylgi hinu náttúrulega vaxtarlínuriti upp aö ákveðnu marki, en þegar því er náö getur hann ekki fram- leitt meira nema þá meö því aö ganga á þann höfuöstól sem í landi hans býr, en þaö aftur á móti leiðir til minni fram- leiðslu þegar til lengri tíma er litið. Alveg á sama hátt og land bóndans hefur takmarkaöa stærð sem takmarkar þá framleiðslu sem hann getur uþþskorið, þá hefur Jöröin tak- markaða stærö sem takmarkar magn allrar framleiðslu á henni. Innsk. SH) b) Línulegur vöxtur, á sér t.d. stað þegar verið er aö fram- leiða eitthvaö í vélum, þeim mun fleiri vélar þeim mun hraö- ari framleiösla. c) Veldisvöxtur, er algjörlega andstæður náttúrulegum vexti. Veldisvöxturinn er hægurfyrst, síðan hraöari og hraö- ari. Hann er reyndar til í lífríkinu en þá aöeins sem sjúklegt ástand. Krabbamein vex t.d. samkvæmt veldisvexti. Pen- ingaupphæöir sem fá á sig vexti og vaxtavexti vaxa einnig samkvæmt línuriti veldisvaxtar og tvöfaldast á ákveönum tíma, sjá 2. mynd. Svo virðist sem fólk eigi mjög erfitt meö að skilja veldis- vöxtinn enda hefur það mesta reynslu af hinum náttúrulega vexti. Sem dæmi um þaö má minna á gömlu söguna um Persakeisarann sem var svo hrifinn af skák aö hann vildi uppfylla ósk höfundar leiksins, hver svo sem hún væri. Honum þótti þaö hin mesta hógværö þegar höfundurinn óskaði eftir að fá eitt kornfræ fyrir fyrsta reit skákborösins, tvö fyrir næsta reit, fjögur fyrir þann þriöja, sextán fyrir þann fjórða og þannig alltaf tvöfalt fleiri kornfræ fyrir hvern reit skákborösins. En keisarinn komst fljótt aö raun um að þrátt 2. Við borgum aðeins vexti ef við fáum peninga lánaða. í þeirri trú tekur fólk ekki lán og heldur þar meö aö það borgi enga vexti. En þetta er ekki rétt, því vextir eru innifaldir í öllu sem við borgum. Aö meöaltali er um helmingur af því sem viö borgum fyrir vöru og þjónustu greiðsla á hinum fræga fjármagnskostnaði. Þegar skoöað er hlutfall vaxta- greiðslna í verðlagi í borginni Aachen áriö 1983 kemur í Ijós aö eftir því sem stofnkostnaður þjónustustofnana er hærri þeim mun hærra er hlutfall vaxta í greiðslum fólks fyrir þá þjónustu sem þær veita. Þannig er hlutfall vaxta í því sem fólk borgar fyrir sorþhiröu frekar lítiö, þar er stofnkostnaöur lítill miðað við t.d. launakostnaö, en hins vegar er hlutfall vaxtakostnaðar mikill í húsaleigu félagslegra íbúða, vegna 3. mynd. Samanburður á vaxta-gjöldum + tekjum I 23456789 IO

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.