Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 26
kvennastörf upp ó nýtt. Hún kann að vera tilbúin núna til að líta til
hjúkrunarstarfsins og sjá mikilvægi þess."
Hvaða þátt á Florence Nightingale í því að koma þessum þjón-
ustu—fórnfýsis Ijóma á stéttina?
„Florence Nightingale var uppi á Viktoríutímanum þegar konan
var skilgreind mjög takmarkað. Konan var fjárhagslega ósjálfstæð
og hafði það eitt hlutverk að veita ást og umhyggju. Konur voru álitn-
ar fyrst og fremst tilfinningaverur og mikill greinarmunur gerður á því
rökrétta og því tilfinningalega, það tvennt var ekki talið fara saman.
Þjóðfélagið, þarsem Florence Nightingale starfaði og mótaði hjúkr-
unarstarfið, setti henni mjög þröngar skorður. Þá var lögð áhersla á
það kvenlega og sterka siðgæðisvitund. Margir hafa haldið því
fram að Florence Nightingale hafi fyrst og fremst skilgreint hlutverk
hjúkrunarfræðinga, ábyrgð og skyldur en aldrei lagt áherslu á rétt
hjúkrunarfræðinga til að skilgreina eigin vinnuaðstæður. Samt var
hún sjálf langt því frá að vera hefðbundin í sínum skrifum. Hún lagði
mikla áherslu á menntun, að það þyrfti menntun til hjúkrunarstarfa,
en vegna þjóðfélagslegra aðstæðna og stöðu kvenna var ekki
möguleiki á því að hjúkrun þróaðist á aðra vegu. Goðsögnin hefði
getaðfarið tvær leiðir. Annars vegar ,,konan með lampann" og hins
vegar menntuð kona sem tæki sjálfstæðar ákvarðanir. Florence
bauð upp á báðar þessar myndir en þjóðfélagið var ekki tilbúið fyrir
þá seinni. A þeim tíma gat fólk ekki séð konur sem sjálfstæðar og
menntaðarog því varð myndin af „konunni með lampann, sem linar
þjáningar" ofan á en menntaða, sjálfstæða konan ekki."
,,Þetta er spurning um tengsl þess líkam-
lega og andlega. Hefur það líkamlega
áhrif á það andlega og hefur það andlega
áhrif á það líkamlega?"
Hvað áttu við þegar þú talar um hugmyndafræði og kenningar í
hjúkrun?
,,Eftir að vísindahyggjan varð ráðandi í hinum siðmenntaða heimi
varð aðgreining á milli líkama og sálar. Þá var leitað orsaka sjúk-
dóma útfrá lífeðlisfræðilegum breytingum. Upplifun og ,,líðan" ein-
staklingsins sem í hlut átti var ekki talin hafa áhrif á sjúkdómsmynd-
ina. Frá þessum sjónarhóli skiptir umönnun og umhyggja ekki máli.
Aftur á móti ef við hugsum um einstaklinginn sem eina heild, sál og
líkama, fer merking sú, sem hann leggur í líf sitt og ástand, að skipta
máli. Líðan sjúklings skiptir máli í skilgreiningum á heilbrigði og sjúk-
leika. Ut frá þessum breyttu áherslum hafa hjúkrunarfræðingar
áhuga á að vita hvað sjúklingnum finnst og hvernig hann upplifir
ástand sitt með það fyrir augum að hjálpa honum til þess að finna
stefnu í lífinu.
Þetta er spurning um tengsl þess líkamlega og andlega. Hefur
það líkamlega áhrif á það andlega og hefur það andlega áhrif á
það líkamlega? Þegar það andlega er tengt við það líkamlega fer
fræðsla, og það að fá tækifæri til að tala við einhvern, að skipta
meira máli. Hjúkrunarfræðingar hafa verið að velta þessum hug-
myndum fyrir sér og hafa byggt á þeim rannsóknir í hjúkrunarfræði,
sem beinast að upplifun fólks, bata og mikilvægi sjálfslækninga.
Margir fræðimenn leggja áherslu á sögulega hefð í þróun hjúkr-
unar í dag. Ekki á „Nightingale" ímyndina heldur á það kvenlega.
Ekki á það óvirka (passiva) því það er það neikvæða, það er að
láta kúga sig. Innan hjúkrunarfræðinnar í dag er mikið rætt um að
við þurfum að þróast sem starfsstétt og þá er oft litið til annarra
starfsstétta svo sem læknisfræði og lögfræði um fyrirmynd. Þetta
hefur verið gagnrýnt af öðrum innan hjúkrunarfræðinnar. Virginia
Woolf í bók sinni „Three Guineas" spyr konur hvort þær hafi raun-
verulegan áhuga á að taka þátt í karlastörfum og segir að þessi
heimur sem karlar hafa skapað sé ekki endilega sá farsælasti. Við
þurfum að þróa hjúkrun útfrá okkar eigin gildismati frekaren að apa
eftir.
,,Þessi aðgreining í tvær leiðir hefur verið
kúgandi, en innri togstreita er einmitt ein-
kenni kúgaðra stétta!'
Hvernig er ástand í menntun hjúkrunarfræðinga á íslandi í dag?
„Það er ríkjandi togstreita á milli hjúkrunarfræðinga úr Háskólan-
um og hjúkrunarfræðinga úr Hjúkrunarskóla Islands. Þessi aðgrein-
ing í tvær leiðir hefur verið kúgandi, en innri togstreita er einmitt ein-
kenni kúgaðra stétta. Þegar námsbraut í hjúkrun í Háskóla íslands
var stofnuð varð til annarskonar grunnnám með aðrar áherslur. Þetta
olli því að innan stéttarinnar varð óendanlega mikil togstreita sem
hefur hreinlega lamað stéttina og þar með haft áhrif á baróttu henn-
ar. Nú er búið að leggja niður Hjúkrunarskóla íslands og markmiðið
er að veita sem flestum greiðan aðgang að BSc námi og að allir
hjúkrunarfræðingar geta sótt framhaldsnámskeið í Háskólanum. Ég
held að það hafi verið nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðina að kom-
ast á háskólastig til þess að þróast, þar er sá vettvangur sem hjúkrun
sem fræðigrein getur þróast. Það er sárt fyrir hjúkrunarfræðinga úr
Hjúkrunarskóla Islands ef það skilst þannig að menntun þeirra sé að
engu gerð."
bb
26