Vera - 01.12.1988, Side 29

Vera - 01.12.1988, Side 29
leikur sem gengur einum of langt. Þegar hún var búin að skrifa endinn fannst henni sjálfri að hún hefði mátt fara mildari hönd- um um veslings Þóru og reyndi að breyta honum. En það reyndist henni ómögulegt, það hafi í raun verið sama sagan og þeg- ar Þóra birtist henni fyrst, örlög hennar voru ráðin og engin leið að umbreyta þeim. Herbjörg segist vera þakklát fyrir það nú að það skyldi ekki hafa tekist að breyta endinum og minnir á að Henrik Ib- sen hafi látið til leiðast og breytt ,,Brúðu- heimilinu" fyrir þýskt leikhús sem ekki gat unað við örlög Nóru, og hafi séð eftir því allt sitt líf, enda óskapnaður einn komið út úr því. Því miður var tími okkar uppurinn þegar hér var komið sögu. Það hefði verið spennandi að kafa svolítið dýpra í hásk- ann, svikin, táknmál kynjanna og tungu- mál, en óþolinmóður blaðamaður beið Herbjargar og okkur var ekki til setunnar boðið. Vonandi heldur þó umræðan áfram um þessi efni. Undirritaðar eru sannfærð- ar um að hér er um grundvallaratriði að ræða. Við mælum eindregið með bók Herbjargar Vassmo og fullyrðum að hún sé ein besta bók sem við höfum lesið lengi. Hún er ekki bara þarft innlegg í um- ræðuna um kynferðislegt ofbeldi á börn- um, heldur er hún svo hrikalega fögur í öllum sínum Ijótleik að hún skilur við les- andann ekki einungis djúpt snortinn, held- ur kannski líka betri manneskju. Ekki er ætlunin að taka þýðingu Hann- esar Sigfússonar til umfjöllunar hér en til gamans viljum við, svona í beinu fram- haldi af umræðunni um tungumál kynj- anna og vanmátt karla til þess að skynja tjáningu kvenna, halda því fram að þrátt fyrir ríkt og Ijóðrænt mál þýðanda hefði líklega verið betri lausn að fá kvenþýð- anda til þess að tryggja að öll skilaboð Herbjargar Vassmo kæmust örugglega til skila. Að lokum viljum við óska Máli og menn- ingu til hamingju með þann þroska og smekk að gefa þessa bók út. Ingibjörg Hafstað og Herdís Sæmundardóttir Vinningar í happdrætti Kvennalistans eru eftitaldir: 1. 195 9. 275 2. 741 10. 470 3. 705 11. 833 4. 1014 12. 1241 5. 1078 13. 1747 6. 1173 14. 1027 7. 515 15. 622 8. 1771 | Einkareikningur Landsbankans | I er tékkareikningur meö háum WLJ vöxtum sem gefur kost á heimild 1 til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiósluþjónustu. Einkareikningur er framtíöarreikningur. Landsbanki Islands Banki alira landsmanna 29

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.