Vera - 01.12.1988, Side 34
Grandaleysi
á Granda
Eins og lesendum Veru er kunnugt voru
hlutabréf borgarinnar í Granda hf. seld í
september sl. fyrir 500 miljónir króna.
Þessi makalausa sala kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti yfir minnihlutann í borg-
arstjórn. Við fulltrúar minnihlutans mót-
mæltum öll sem eitt í borgarráði í ágúst, en
svolítið sitt með hverjum hætti. Ég lagöi
fyrir hönd Kvennalistans töluverða áherslu
á mannlega þáttinn í gjörðinni, en gagn-
rýndi einnig gerræðið við framkvæmdina
og söluverðið. Orðrétt segir í bókun minni
í borgarráði 30. ágúst:
Ég mótmæli áformum borgaryfirvalda um að
selja eignarhluta sinn í útgerðinni Granda hf. á
þeim óvissutímum sem nú ríkja í efnahagsmálum
þjóðarinnar.
Þetta atvinnufyrirtæki borgarinnar, sem gaf á
sl. ári um 400 manns atvinnu, skilaði aflaverð-
mæti sem nam hálfum öðrum miljarði króna í
þjóðarbúið og 30 miljóna hagnaði, er ekki hægt
að selja svona eins og hendi sé veifað, með
manni og mús.
Starfsfólkið, sem að meirihluta er konur, stend-
ur nú enn eina ferðina frammi fyrir algerri óvissu
um sitt atvinnuöryggi. Verður selt „mansali" fyr-
irtækjum sem þessa sömu daga verða að fá að-
stoð ríkisins við að lækka laun fólksins til að halda
sér á floti að eigin sögn.
Varla eru þessi sömu fyrirtæki vel í stakk búin
nú til að stækka mikið við sig við þær aðstæður,
enda sýnist að kauptilboðið sé ekki í neinu sam-
ræmi við heildarverðmæti fyrirtækisins. Ég er því
mótfallin því að gengið verði að tilboðinu.
Þessa afstööu ítrekaði ég svo bæði skriflega og
munnlega við afgreiðslu málsins í borgarstjórn 15. sept-
ember.
Á fundi borgarstjórnar reifaði ég m.a. þá hugmynd
mína að ef salan yrði að veruleika teldi ég sjálfsagt að
eyrnamerkja söluverðmætið með tryggum hætti til fé-
lagslegra verkefna þannig að það kæmi atvinnulífinu til
hagsbóta aftur á beinan hátt.
í framhaldi benti ég á að til dæmis kæmi til greina að
setja á laggir atvinnueflingarsjóð fyrir hluta af fénu. Sjóð
sem sérstaklega kæmi konum til góða, gæfi þeim aukna
atvinnumöguleika. Rakti í því sambandi árvisst öryggis-
leysi fiskverkunarkvenna og minnti á framkomu gagn-
vart þeim þegar BÚR og ísbjörninn voru sameinuð og
hundruð kvenna misstu atvinnu. Þessi ummæli mín
vöktu bæði urg og aðhlátur meirihlutans. Alveg væri
það eftir öðru hjá minnihlutanum að láta sér detta önnur
eins firra i hug og að hér í Reykjavík þyrfti atvinnuefling-
arsjóð — í bullandi atvinnu!
Eftirleikurinn varð nú samt sá að 6. október sl. lagði
stjórnarandstaðan í borgarstjórn fram eftirfarandi til-
lögu:
„Borgarstjórn samþykkir að stofna „Atvinnu-
eflingarsjóð“, sem fjármagnaður verði í upphafi
með 50% söluverðs Granda hf.
Sjóðurinn hafi það aö markmiði aö efla, auka
fjölbreytni og þróa atvinnulíf Reykvíkinga. Það
verði m.a. gert með veitingu stofnframlags, lána-
fyrirgreiðslu eða styrks til smáfyrirtækja í iðnaði
og framleiðslu í Reykjavík. Sérstök áhersla verði
lögð á aö hvetja konur til aukins sjálfstæðis í at-
vinnurekstri og auka þannig atvinnumöguleika
þeirra.
Konur sem sækja í sjóðinn og reka slík fyrirtæki
eða ætla að stofna til reksturs ganga að jafnaði
fyrir um veitingu úr sjóðnum.
Sett verði á laggirnar 3 manna nefnd til að gera
nánari tillögur um starfsemi og úthlutunarreglur
sjóösins. Nefndin verði skipuð einum fulltrúa
meirihluta og einum frá minnihluta í Atvinnu-
málanefnd ásamt framkvæmdastjóra nefndar-
innar."
í meðfylgjandi greinargerð og ræðu segir meðal ann-
ars málinu til frekara stuðnings:
„Atvinnufyrirtækið Grandi, sem að stærstum
hluta var í eigu Reykvíkinga, hefur nú verið selt
einkaaðilum. Við teljum því sjálfsagt að borgar-
stjórn geri ráðstafanir sem fela í sér að hluti af
söluverðmætinu renni með tryggum hætti á ný til
atvinnuuppbyggingar í þágu borgarbúa.
Þenslan sem undanfarin ár hefur ríkt á vinnu-
markaði í Reykjavík verður ekki viðvarandi. Þeg-
ar harðnar á dalnum í atvinnulífinu hafa konur
jafnan fyrstar orðið fyrir skakkaföllum varðandi
sitt atvinnuöryggi. Því er eðlilegt að tekið verði
sérstakt tillit til atvinnumöguleika og atvinnu-
sköpunar í þágu kvenna og gerðar sérstakar ráð-
stafanir í því efni.
Tillagan er sett fram í Ijósi þessa en jafnframt
til að tryggja að hluti af því fé sem bundið var í at-
vinnugefandi framleiðslufyrirtæki í eigu Reykvík-
34