Vera


Vera - 01.12.1988, Qupperneq 37

Vera - 01.12.1988, Qupperneq 37
Þetta sorp þarf aö urða og kemur engum aö gagni, það er einungis til ama og eykur fjárútlát. Ef viö styðjum viö bakiö á endurvinnslu þessa efnis styrkjum viö þróun endurvinnslu sem er í gangi, viö spörum okkur kostnaö viö urðun og síöast en ekki síst við bætum umhverfi barna. Á barnaleikvöllum hafa lengi verið notaðar afar hefö- bundnar aöferöir viö frágang lóða. Möl og grús er og hefur veriö algengasti frágangsmátinn á leikvöllunum, en notkun malbiks hefur aukist í seinni tíö, sérstaklega á skólalóöum. Hvor tveggja frágangurinn er slysavald- andi og mikil þörf er á aö reyna aö finna leiðir til aö bæta þar úr. Til að draga úr slysahættu við leiktæki á þessum leikvöllum hafa veriö smíöaöir sérstakir trépallar, sem komið hefur veriö fyrir undir sumum tækjunum, en alls ekki öllum. Viö þessar aðstæður, sem viö öll eflaust þekkjum og þarflaust er aö lýsa nánar, er slysahætta augljós. Sjálfri er mér minnisstætt þegar ég 8 ára gömul datt af vegasalti á svokölluðum Héöinsvelli og braut minn litla handlegg. Þannig atvik sitja eftir í huganum. Tillagan samþykkt Bent var á að tillagan væri þannig sett fram af okkar hálfu aö viö vonuðumst til aö ekki yrði erfitt fyrir borgar- stjórn aö samþykkja hana. Gert væri ráö fyrir takmark- aðri tilraun meö aö helluleggja afmörkuö svæöi kring- um leiktæki og önnur varhugaverð svæöi á þeim skóla- og dagvistarlóöum sem eru á áætlun á þessu og næsta ári. Á áætlun ársins 1988 eru 8 skólalóðir og 11 leikvellir. Þarna væri því ekki gert ráö fyrir aö leggja þungan bagga á borgarsjóö. Og það óvænta geröist — tillagan var samþykkt sam- hljóöa. Meirihlutinn beitti skynseminni. Maöur skyldi aldrei segja aldrei. Elín G. Ólafsdóttir í annan staö vakir fyrir tillöguflytjendum aö keyptar veröi innlendar gúmmíhellur. Hér á landi eru nú þegar framleiddar hellur og fleiri gúmmí- vörur, sem endurunnar eru úr innlendu sorpi. Á hverju ári eru flutt inn til landsins rúmlega 3 þús- und tonn af hjólbörðum og tugir tonna falla hér ár- lega I sorp. Ef borgarstjórn samþykkir aö gera tilraun í þessa veru, og notar til þess innlenda fram- leiöslu, er íslenskur endurvinnsluiönaöur styrkt- ur, sorp sem ella þarf aö uröa væri fjarlægt og nýtt þannig aö börn í Reykjavík nytu góös af. í stuttri framsögu gat ég þess hversu hógvær og lítillát en jafnframt stefnumarkandi þessi tillaga væri. Hún væri tvíþætt, þar sem hún stuðlaöi að auknu öryggi og drægi úr slysahættu barna, en jafnframt yrði íslenskur endurvinnsluiönaöur efldur. íslenskar gúmmíhellur Viö eftirgrennslan kom í Ijós aö þrátt fyrir erfiðleika er fyrirtæki hér á landi að f ramleiöa varning sem hentar vel til þeirra nota sem hér er gert ráö fyrir. Vegna tollalækk- ana á gúmmívörum á síöast ári hefur nú hallað undan fæti. Á síðasta ári lækkuöu tollar af innfluttum gúmmí- vörum úr 100% niöur í 0%. Þetta hefur þegar gert þaö aö verkum aö sá vísir að endurvinnslu gúmmís, sem hér var kominn á laggir, á nú í vök aö verjast. Ef borgin kaup- ir til þessa verkefnis islenskar gúmmíhellur veröa slegn- ar tvær eöa jafnvel þrjár flugur í einu höggi. Hellurnar eru unnar úr ónýtum hjólbörðum, sem aö 90—95% eru uppistaðan í hráefninu sem notað er í þessa og aðrar gúmmívörur, sem framleiddar eru hér á landi. Undanfarin ár hafa verið flutt inn þúsundir tonna af hjólböröum árlega og tugir tonna falla í hverju ári í sorp. 37

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.