Vera - 01.11.1990, Síða 22

Vera - 01.11.1990, Síða 22
gegna starfinu en áður. Ég hefði getað skilið uppsögnina ef í ljós hefði komið að ég hefði ekki getað sinnt starfinu vegna mikilla forfalla - en ekki á þessum forsendum. Meðan á meðgöngunni stóð fékk ég einu sinni frí í einn dag af því að ég þurfti að fara til læknis en annars var ég aldrei veik á meðgöngunni. Mér óx sjálfri ekkert í augum að gegna þessu starfi þó ég væri komin með barn og ég var búin að gera þær ráð- stafanir sem ég taldi nauð- synlegar vegna barnapöss- unar. " Anna Sigríður: „Okkur er engin vorkunn en fólk þarf að átta sig á því að málin eru ekki í eins góðu lagi og það heldur. Það vaknar líka hjá mér sú spurning hvort lengra fæð- ingarorlof hafi í raun komið konum til góða. Maður fer í 6 mánaða fæðingarorlof og hvað mætir manni svo þegar maður kemur til baka. Annar kominn í starfið. Hvað verður þá þegar fæðingarorlofið er komið í 9 mánuði? Ég er hrædd um að karlmenn yrðu ekkert ánægðir ef þeir misstu vinnuna vegna þess eins að þeir urðu feður. En það sem er kannski líka merkilegt í Hag- kaups tilviki er að þetta eru ungir menn á okkar aldri sem stjórna fyrirtækinu og þeir eiga lítil börn eins og við. Ékki þurfa þeir að gjalda þess enda sinna eiginkonur þeirra börn- unum. Kannski miða þeir allt við sjálfa sig en við erum bara ekki í sömu aðstöðu og þeir. " Ég spurði Önnu Sigríði og Herthu hvort þær hefðu ekki talað við verkalýðsfélagið, sem í þessu tilviki er VR, og þær sögðust báðar hafa gert það en það hefði ekkert komið út úr því. Það kæmi hvergi fram skriflega að þeim hefði verið sagt upp vegna barn- eigna og það hefði verið lög- lega að uppsögninni staðið. Sagði Anna Sigríður að henni hefði verið tilkynnt hjá VR að þetta væri fullkomlega lög- legt. „Auk þess sögðust þeir alltaf hafa haft mjög gott samstarf við Hagkaup. Þeim fannst þetta ekki mjög merki- legt mál og sögðu að það væri ekkert um það í neinum samningum að maður ætti að geta gengið að starfi sínu lausu að loknu barneignafríi." Það er ljóst að þær Anna Sigríður og Hertha gengdu báðar þess konar ábyrgðar- stöðum innan Hagkaupa að ummæli Jóns Asbergssonar hér í upphafi greinarinnar hefðu átt að eiga við um þær. Með öðrum orðum; fyrirtækið hefði átt að finna lausn sem þær gátu sætt sig við. En þá vaknar auðvitað spurningin: Voru þær ekki hæfileika- konur? Það er auðvitað við- búið að fyrirtækið búi sér núna til þá réttlætingu á upp- sögnunum en óneitanlega hljómar það sérkennilega að yfirmenn Herthu og Ónnu Sigríðar skuli hvor í sínu lagi uppgötva það meðan þær eru í harneignafríi, að þær séu vanhæfar til að gegna þeim störfum sem þær hafa haft með höndum í mörg ár innan fyrirtækisins. Verður ekki annað séð en að Hagkaup sé einfaldlega ekki eins kvenvin- samlegt fyrirtæki og yfirmenn þess vilja vera láta. Sigurður Gísli Pálmason sagði í síðustu VERU: „Óánæ- gjuraddir með að konur í ábyrgðarstöðum fari í barn- eignafrí heyrast meðal eldri karla en ég hef fullan hug á að koma svona hugsunarhætti út úr húsi hjá mér." Hann hefur sannarlega verk að vinna ef hann ætlar ekki að láta sitja við orðin tóm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. DRAUMFARIR BARNSHAFANDI KVENNA Er konur verða barnshafandi breytast oft draumar þeirra. Þeir tengjast þá oftar tákn- rænum minnum úr goðsög- um og þjóðsögum. A með- göngunni er erfiðara en ella að stjórna lífi sínu meðvitað. Það er til dæmis ekki hægt að fresta fæðingunni. Undir slíkum kringumstæðum birt- ast oft myndir sem koma djúpt úr undirmeðvitund- inni. Þetta segir Rigmor Robert, sálfræðingur og draumasérfræðingur við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Nýlega sendi hún frá sér rannsókn um drauma 45 barnshafandi kvenna og nú tekur hún þátt í alþjóðlegri draumakönnun sem nær til 800 verðandi mæðra. Hún hefur þetta að segja um niðurstöður rann- sókna sinna: - Dulræn minni í draum- um birtast oftar hjá fólki á einhverskonar breytinga- skeiði eða við óeðlilegt á- stand, svo sem á meðgöngu, kynþroskaaldri eða við al- varlegan sjúkdóm. Sem dæmi má nefna algengan draum meðal verðandi mæðra. Það er draumurinn um að þær eignist tvíbura en aðeins annað barnið lifi. Þeim finnst draumurinn nán- ast martröð, en þannig túlka ég hann ekki. Þessi hugmynd er til alls staðar í heiminum. Þetta sama minni er til dæmis í kenningum Platons um að bara hálfur persónu- leiki okkar fæðist á jörðinni. Náttúrufólk hugsar sér þetta þannig að hinn helmingur- inn lifi með manni sem verndarengill eða innri föru- nautur. Við sálfræðingar skýrum þetta með því að hinn ófæddi tvíburi sé mynd- in af hinu óþekkta innra með okkur sem við höfum, en getum ekki stjórnað. Tví- buraminnið birtist oft í sam- bandi við sköpun og þegar eitthvað í undirmeðvitund- inni þarf að brjótast fram og verða meðvitað. Tvíburinn er ekki endilega líffræðilegt barn - hann getur verið af- kvæmi sköpunar. Hin alþjóðlega rannsókn sýnir að margt er líkt í draumum barnshafandi kvenna. Margar dreymir þær um vatn og ölduhreyfingar, skírn og dýr sem koma upp úr vatni. Við eigum öll upp- runa okkar í vatni. Við höfum legið í legvatni. Það er eins og pínulítið úthaf sem verður til á ný í hvert skipti sem líf kviknar. Þannig heldur vatn- ið áfram að vera táknrænt fyrir hið djúpa innra með okkur. Á meðgöngunni þeg- ar frumeðlið ræður gerðum okkar fer fram mikil hreyfing í vatni inni í okkur. Önnur sameiginleg draumaminni barnshafandi kvenna eru slöngur og mæð- ur. Samkvæmt Jung eru slöngur ekki neikvæðar í draumum. Þær tákna líf og hreyfingu og að hin djúpa eðlisávísun okkar verður virk á meðgöngunni. Konur dreymir bæði já- kvæða og neikvæða drauma um mæður sínar. Draum- arnir geta bæði verið um hina líffræðilegu móður og Al- móðurina, Móður Jörð, Nátt- úruna. Ógnandi drauma- myndir af mömmu þurfa ekki að merkja að hún hafi gert manni eitthvað hræði- legt í bernsku. Það getur verið náttúran og fæðingin sem eru ógnvekjandi. Draumar sem konum finnst óskiljanlegir geta skilið eftir sig heita tilfinningu og verið traust og huggun þegar að fæðingu er komið. 22

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.