Vera - 01.12.1992, Qupperneq 3

Vera - 01.12.1992, Qupperneq 3
GUÐ VAR LÍKA MANNESKJA Það gekk mikið á í lífi Sigríðar fyrir að- ventuna í íyrra, alveg frá vetrarbyrjun. Hún snéri sér strax til Guðs með hjálparbeiðni en varð sáróánægð með undirtektirnar. Fyrst fannst henni Guð úti á þekju en svo fór hana að gruna að hún væri hreinlega á móti sér. Hún leitaði eftir einhveijum orsökum en fann engar sérstakar. Hún reiddist við Guð og sagði henni sína meiningu. Þú getur hreiðrað um þig þarna uppi og látið þér standa alveg á sama þótt mér líði svona svakalega dag eftir dag, sagði hún. Heldurðu ekki að það væri skárra fyrir mig ef þú ansaðir mér, létir aðeins í þér heyra? Sigríði var illa við að viður- kenna að hún saknaði Guðs, vildi ekki segja henni það. Maður fer ekki að segja svoleiðis við vinkonur sínar þegar þær eru með merkilegheit, sagði hún og reyndi að gleyma Guði. En fyrsta sunnudaginn í aðventu þegar Sigriður kom fram í eldhús til að hita morgunkaffið sat Guð við eldhúsborðið. Sigríður sá hana ekki, fæstir sjá Guð. En hún fann að hún var allt í einu hjá henni. Hún settist á móti henni og kveikti á einu kerti á aðventukransinum. Þú ert komin, sagði hún hikandi. Ég hef verið hérna hjá jjér, sagði Guð. Ég hef alltaf verið hjá þér. En mér fannst jjú ekki svara mér, sagði Sigríður. Var það kannski af þvi þú þurftir að vera ein og átta þig, spurði Guð. Þú varst svo hrædd við það sem gerðist og vildir losna við það. En sérðu ekki núna að þú komst í gegnum það? Þú ert miklu sterkari en |n'i hafðir hug- mynd um. Næst þegar þú verður svona hrædd getum við gert þetta betur saman. Þá finnurðu að ég fer alls ekki frá þér þótt þú verðir svona bálreið við mig. g hélt að þú værir bara farin, sagði Sigríður. Farin til að vera með einhverjum öðrum eða bara farin inn í himininn til að gleyma þessu basli sem við þurfum að vesenast með hérna niðri. Ég gat svo sem skilið að þú gætir ekki skilið þetta basl, þú ert Guð, við erum bara manneskjur. Hélstu það, spurði Guð. Veistu ekki að ég var lika manneskja? Ég var Jesús. Elsku Sigríður mín, vinkona mín, hvernig geturðu sagt þetta núna þegar jólin eru að koma og þú ert búin að sækja aðventukransinn þinn upp á háaloft og ætlar að fara að kaupa jólagjafir á morgun? Hvor okkar er það sem gleymir hinni? Mig gæti farið að gruna að þér fyndist ég hafa gert þér eitthvað og að þú værir bara á móti mér? Sigríði brá. Hana hafði ekki grunað að Guð þyrfti líka uppörvun. Samt hélt hún áfram í sama dúr. Já, en þótt þú værir Jesús þá var það nú ekki eins erfltt og að vera við hin. Þú varst nú alltaf Guð um leið. Jú, sagði Guð. Ég var alveg eins og þið. Ég tók þátt í öliu þessu sem þú kallar vesen, alveg eins og þið. Ég var glöð og sorgmædd, reið og þakklát, einmana og glöð yfir að eiga allar vinkonurnar og vinina. Það er þess vegna sem ég skildi alveg hvernig þér leið. Þær héldu áfram að spjalla. Og Sigríður fann hlýjuna í hjarta sér vegna þess að vinátta Guðs og hennar var afLur orðin eins og áður, betri en áður. Hvað mikið skyldi ég standast, hugsaði hún stundum eins og hún var vön að hugsa ýmislegt með sjálfri sér á aðventunni. Ég á kannski eftir að reiðast aftur við þig, Guð, sagði hún. Ég á kannski eftir að verða aftur einmana af því að mér íinnst þú farin. Það á kannski eitthvað miklu erfiðara eftir að gerast en þetta vesen núna. Kannski, sagði Guð. En ég verð þá hjá þér. Eg verð alltaf hjá þér. Hvort sem þú liflr eða deyrð verðurðu hjá mér, ef þú vilt. Af því að þú ert vinkona mín. Auður Eir Vilhjálmsdóttir V E R A DESEMBER Hvernig ætli ársins 1992 verði minnst á spjöldum kvennasögunnar? Fyrir það að kona fékk friðar- verðlaun Nóbels og önnur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs? Vegið var að velferðarkerfinu? Að íjöldi kvenna missti vinnuna vegna niðurskurðar ríkisins? Vera hélt upp á 10 ára afmæli sitt? Fæð- ingarheimili Reykjavikur var lokað og allt í óvissu um framtíð þess? Hver sem eftirskrift ársins verður veit enginn, en það er góður siður að staldra við um áramót og hugsa sinn gang. Hvað viljum við fá út úr lífinu og hvernig förum við að þvi? Hvaða lóð lögðum við á vogarskál jafnréttis? Hvernig fór með áramóta- heit síðasta árs? Höfum við efnt þau eða er ekkert að marka loforðin sem við gefum, ekki einu sinni þau sem við gefum sjálfum okkur? Flestum íinnst sjálfsagt að gera jólahreingerningu og þrífa allt hátt og lágt, bæði raunverulegan og ímyndaðan skít. En hvernig er með skúmaskot sálarinnar, hvenær var tekið til þar siðast? Burðumst við ekki með margar úreltar hugmyndir, fordóma jafnt sem sleggjudóma sem löngu er tímabært að losa sig við? Ríghöldum í gömul gildi sem við erum ósátt við innst inni? Höldum sambandi við fólk sem pirrar okkur meira en það gleður, gerum hluti af gömlum vana sem við vildum frekar vera laus við? Fýrir bragðið missum við kannski af því að kynnast nýju fólki og öðrum hugmyndum sem falla jafnvel betur að þvi lífi sem við viljum lifa. Hvernig væri að stíga á stokk um þessi áramót og strengja þess heit að gefa þvi sjéns að hugsa um lífið og tilveruna á annan hátt? Hættum að vera þolendur og verðum gerendur í eigin lífi. Vera óskar lesendum sínum - svo og öðrum landsmönnum - árs og friðar. Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið á árinu og hlökkum til samstarfsins á komandi ári. □ RV í ÞESSARI VERU: FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS 1992 Rigoberta Menchú frá Guatemala 4 KONUROG HEIMSPEKI Róbert H. Haraldsson fjallar um konur i heimspekí 6 í TÍÐAHVÖRFIN Herdís Svelnsdóttir, hjúkrunarfrceðingur 8 „MEÐ ÞRAUT SKALT ÞÚ BÖRN FÆÐA“ Rcett vlð Ijósmœðurnar Hrefnu Einarsdóttur og Guðrúnu Ólöfu Jónsdóttur um náttúrulegar fœðingar, foreldrafrœðslu og fleira 12 AF GRÍSATÁM OG JÓLAHALDI 20-24 KONUR OG ALNÆMI 26 NAUÐGUNARMÁL 28-31 UMFJÖLLUN UM NÝJAR BÆKUR 32-35 3

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.