Vera - 01.12.1992, Qupperneq 6

Vera - 01.12.1992, Qupperneq 6
U R SIÐU ADAMS RÓBERT H. HARALDSSON ONUR I HEIMSPEKI Það væru miklar ýkjur að segja að konur séu áberandi í sögu heimspekinnar. Raunar er mál- um svo háttað að maður þarf að blaða vel og lengi í sögubókum heimspekinnar til að rekast þar á nöfn kvenna. í Filosojl historie eftir Gunnar Skirbekk og Nils Gilje eru t.d. einungis fimm konur nefndar til sögunnar. í History of Western Philosophy eftir Bertrand Russell er að vísu minnst á íleiri konur en flestar þeirra tengjast heimspekinni mjög lítið. Ef marka má sögu- bækur fara konur ekki að setja svip sinn á heimspekina fyrr en á síðustu hundrað og tuttugu árum. Nýplatónski heimspekingurinn Hypatia virðist vera ein fárra undantekninga hér. Hún var uppi á árunum 370 til 415 e. Kr. og var bókavörður hins fræga bókasafns í Alexandríu. Hypatia naut ekki eingöngu frægðar sem heimspekingur heldur gat hún sér gott orðspor í stærðfræði og stjörnufræði. Ekkert hefur varðveist af þvi sem hún skrifaði og hún er í dag einna helst nefnd til sögunnar fyrir að hafa orðið fyrir þvi óláni að vera myrt á leið til vinnu sinnar af æstum múgi kristinna manna. Ef marka má lýsingar Gibbons, var Hypatia myrt með einkar ógeðfelldum hætti, en hann segir að hún hafi verið særð til ólífis með beittum skeljum og síðan brennd. > < > < > < > < > < Ekki er nóg með að karlmenn virðist einir hafa séð um að halda heimspekiumræðunni gangandi heldur hefur þeirri skoðun oft verið hreyft að þeir ættu að gera það einir, þ.e.a.s. vera kven- mannslausir. Þannig heldur þýski heimspekingurinn Frie- drich Nietzsche því fram að heimspekingar fyrirlíti hjóna- bandið ásamt og með öllu þvi sem hvetur menn til að stofna til hjúskapar enda sé hjónabandið hindrun og raunar stórslys á þroskabraut heimspekingsins. Og Nietzsche spyr hveijir af hin- um miklu heimspekingum sög- unnar hafi verið kvæntir. Hann svarar spurningunni sjálfur og sendir Sókratesi - sem hann ýmist ber lof á eða úthúðar í verkum sínum - tóninn í leiðinni: Heraklítos, Platón, Descartes, Spinoza, Leibniz, Kant og Schop- enhauer - enginn þeirra var kvæntur; það sem meira er um vert, við getum ekki einu sinni ímyndað okkur þá sem kvænta menn. Ég staðhæfl að kvæntir heimspekingar eigi heima í skripaleikritum og að Sókrates - sem er hin fræga undantekning hérna - hinn illkvittni Sókrates, virðist hafa kvænst af hreinni kaldhæðni til þess að sanna þessa staðhæfingu. (Zur Genea- logie derMoral, þriðja bók). Hér vísar Nietzsche til þess að gríska skáldið Aristófanes samdi gamanleikrit, Skýin, þar sem Sókrates er ein af aðalpersón- 6

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.