Vera - 01.12.1992, Qupperneq 7

Vera - 01.12.1992, Qupperneq 7
unum. Nietzsche sjálfur kvæntist aldrei, þó að sagan segi að hann hafi eitt sinn hugsað sér til hreyfings i þeim málum og borið fram mjög óskýrt og loðið bónorð til Lou Salome sem seinna varð ástkona skáldsins Rilke og mikil vinkona Freuds. I ofangreindri tilvitnun er Nietzsche ekki endilega að beina spjótum sínum að konum eða hjónabandinu sem slíku, heldur er hann að ræða um hlutverk meinlætalifnaðar í heimspeki- iðkunum og þá frelsisfjötra sem fjölskyldan er heimspekingnum. Hann telur að heimspekingar sögunnar haíi snemma vitað að meinlætalifnaður - sérstaklega það að neita sér um að svala kynferðislegum nautnum - væri sá lífsmáti sem best stuðlaði að því að maður yrði voldugur heim- spekingur. Og hann segir að sérhver heimspekingur geti tekið undir með Búddha er hann sagði, þá er honum voru flutt þau tíðindi að hann hefði eignast son: „Rahula er mér fæddur, hlekkj- um hefur verið kastað á mig“. Samkvæmt Nietzsche þýðir „Rahula“ lítill djöfull í þessu samhengi. Víst er að Nietzsche er ekki einn um þessa skoðun en mér vitan- lega hefur ekki farið fram nein „emperísk“ rannsókn á þvi hvort kynlíf og heimspeki verki haml- andi hvort á annað eða tvíeflist saman. Hitt er víst að flestir heimspekingar samtímans eru giftir og er ekki að sjá að „fjötrar" hjónabandsins hafl lamað mátt eða athafnagetu þeirra í heim- speki. En úr þvi að við erum farin að tala um hjónaband, kynlíf og heimspeki er skylt að minnast á tvö mikilvæg atriði. Það fýrsta er að margir af fremstu kvenheimspekingum nitjándu og tuttugustu aldar - en að mínum dómi eru nokkrir af fremstu heimspekingum tuttug- ustu aldar konur - voru ritarar og/eða eiginkonur merkra karl- kyns heimspekinga. í því sam- bandi má nefna að Harriet Taylor var lengi vinkona og síðar eigin- kona John Stuart Mills, Simone de Beauvoir var lífsförunautur Jean Paul Sartres, Edith Stein var ritari Husserls, Dina Stein- barg var ritari og síðar kona pólska rökfræðingsins Kotarb- inska. Annette C. Baier og Amelie Oxenberg Rorty, svo nefndir séu tveir af fremstu starfandi heimspekingum Banda- ríkjamanna í dag, hafa lengi staðið í skugg- anum af mönnum sínum, heimspekingunum Kurt Baier og Richard Rorty (Amelie er reyndar fráskilin núna). Báðar eru þó rétti- lega teknar mjög alvarlega í dag sem sjálfstæðir heimspekingar og nefna má að Annette er núverandi forseti Amerísku heim- spekisamtakanna (APA). Einhver frægasti heimspekingur Breta á þessari öld er Elisabeth Anscombe en hún er gift heim- spekingnum Peter Geach og eiga þau fjölda barna saman. Hanna Arendt var nemandi, samstarfsmaður og, eftir þvi sem næst verður komist, ástkona Heideggers. Og þann- ig mætti lengi telja. Annað mikilsvert umhugsunaratriði er hvort fjarvera kvenna hafl ekki haft neikvæð áhrif á þróun heimspekinnar. Við getum tekið siðfræðina sem dæmi, en hún er gjarnan flokkuð sem ein af undirgreinum heimspekinnar. Siðfræðin lætur alla þætti mannlífsins til sín taka, ekki síst þá sem snerta hjónaband, kynlíf innan og utan hjónabands, skyldur foreldra við börn sín, skyldur þegna við þjóð- félagið o.s.frv. Ljóst er að fræði- legri umræðu um þessi siðferði- legu mál hefur að langmestu leyti verið haldið uppi af karlmönnum og frægustu siðfræðikenningar sögunnar hafa verið mótaðar af körlum. Reynsluheimur karla, áherslur þeirra og áhugamál, er oft annar en kvenna og þvi má ætla að siðfræði sú sem karlar hafa mótað á Vesturlöndum sé að mörgu leyti einsýn og að í hana vanti mikilvægar áherslur. Martha Nussbaum tekur á þessu viðfangsefni í grein i júlíhefti Times Literary Supplement, sem fjallar um nýjar hræringar í siðfræði. Hún bendir á að ekki sé ólíklegt að konur leggi ríkari áherslu en karlar á sambönd og umhyggju, á tilfinningar og á það hvernig góðar siðferðilegar ákvarðanir eru ávallt háðar ákveðnum aðstæðum. Mérvirðist að þessi skoðun eigi við gild rök að styðjast, a.m.k. leggja Amelie Oxenberg Rorty, Carol Gilligan og Annette C. Baier ríka áherslu á þessi atriði. Ég sagði áðan að karlmenn virðist einir hafa séð um að halda heimspekiumræðunni gangandi og vísaði þar til fjarveru kvenna úr sögubókum heimspekinnar. En þessa skoðun má draga í efa á tveimur forsendum. í fýrsta lagi getur vel verið að konur hafi í raun skrifað meira um heimspeki en komið hefur fram á hinum sögulega radar. í öðru lagi hafa margar konur haft mikinn áhuga á heimspeki og tekið virkan þátt í henni sem lesendur heimspeki- rita. Sem dæmi má nefna Krist- ínu Svíadrottningu, sem uppi var á sautjándu öld, en hún var mjög vel að sér i heimspeki og skrifað- ist á við einn merkasta heim- speking þess tíma, Frakkann René Descartes, sem oft er talinn upphafsmaður nútímaheim- speki. Hún fékk hann til sín sem einkakennara í heimspeki og var hún ásamt Elizabeth prinsessu af Bohemíu helsti hvatamaður þess að Descartes skrifaði bókina Passions de l'ame (Ástríður sálar- innar), sem fjallar um þau öfl og ástríður sem leika um sálarlíf okkar. □

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.