Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 9
upplýsingar um tíðahvörfin og
kreíjist víðtækari rannsókna.
IConur munu vilja vita nákvæm-
lega um kosti og galla hor-
mónameðferðar. Þær vilja líka
vita af hverju konur, sem tilheyra
þjóðfélögum þar sem konur fá
aukna virðingu með auknum
aldri, finna ekki fyrir einkennum
tíðahvarfa. Ég held líka að þegar
þessi aldurshópur kemst á
tiðahvörf þá vilji hann að í opin-
berri umræðu um konur og
öldrun sé megináherslan á já-
kvæð atriði eins og að konur um
allan heim lifa lengur en karlar.
Þær njóta þess að sjá börn og
barnabörn vaxa úr grasi. Við
viljum fá að vita hvaða veila það
er í líkamsstarfssemi karla {tíða-
hvörf hafa verið sögð veila í
líkamsstarfsemi kvenna) sem
veldur skammlífi karla. Er þetta
ekki einhver skortssjúkdómur
hjá þeim? Við munum líka kreij-
ast þess að karlar taki ábyrgð á
sjálfum sér og ofbeldishneigðum
sinum. Er það ekki ágætis lausn
á oíbeldi gegn konum og börnum
að setja alla karla á meðferð án
tillits til þess hvort þeir fremji
oibeldið. Allir eru þeir jú, „útsettir
af' völdum hins hræðilega karl-
hormóns, testosteróns!! Ég held
að minn aldurshópur vilji beina
umræðunni frá neikvæðum upp-
lifunum kvenna af þvi að eldast
og að þvi að líflð er margbreytilegt
frá vöggu til grafar, háð svo
mörgum öðrum þáttum en
tiðahvörfum.
í framhaldi af þessu má kannski
geta þess að niðurstöður rann-
sóknar á upplifun Mayanskra
kvenna á tíðahvörfum hefur vakið
mikla athygli. Greint var frá
niðurstöðum þessarar rannsókn-
ar árið 1986 og voru þær helstar
að konurnar fundu ekki fyrir
þeim einkennum tiðahvarfa sem
konur í vestrænum þjóðfélögum
kvarta undan. Hitakóf eru alls
ekki þekkt hjá þessum konum og
þær vissu ekki hvað rannsak-
andinn átti við þegar hún reyndi
að lýsa þeim. Konur fögnuðu
komu tíðahvarfa, þau þýddu
endalok barneigna og betri tíma
til að njóta sjálfrar sín. Rannsak-
andinn velti því fyrir sér hvort
þessar konur væru betur úr garði
gerðar líffræðilega, eða hvort þær
afneituðu eða horfðu framhjá
óþægindunum vegna hinna
jákvæðu viðhorfa sem ríktu til
tíðahvarfa. Á hinn bóginn má
auðvitað spyrja hvort við, vest-
rænar konur, gerum ekki of mikið
Konan
er vön breytileika
í I íka mssta rf sem i sinni
sem tengist tíðahring,
meðgöngu
og barnsburði.
úr einkennum tíðahvarfa vegna
frekar neikvæðra viðhorfa sem
ríkja til tíðahvarfa og sérstaklega
öldrunar í okkar þjóðfélagi.
Hvernig má það vera að í
rannsókn á algengi hitakófa með-
al kvenna í Manitoba (Kanada)
sögðust 40% þeirra flnna fyrir
hitakófum, en einungis 13%
japanskra kvenna í sambærilegri
rannsókn? Og að rannsakendur
hafa ekki almennilega komið sér
saman um hversu algeng hitakóf
séu? í vestrænum rannsóknum
reynist tíðni hitakófa vera 20% í
einni rannsókn og í þeirri næstu
98%. Eru konur eitthvað ruglað-
ar? Eða er það háð hugmynda-
fræði rannsakandans hver niður-
staðan er? Hvað segir það okkur
að rannsakendur hafa tengt
einkenni tíðahvarfa við starf,
menntun, hjúskaparstöðu og
menningu? Þetta er greinilega
flókið mál og íleira en líffræði sem
taka ber tillit til.
Til þessa hefur opinber umræða
um tíðahvörf tekið mið af hug-
myndafræði visinda-, skynsemis-
og tæknihyggju sem hefur verið
allsráðandi í hinum vestræna
heimi undanfarnar aldir og
myndað grunninn að vélgervingu
manneskjunnar. í einföldu máli
grundvallast sú hugmyndafræði
á þvi að líflð hafl tilgang, mann-
eskjan hafl tilgang (konan að
framleiða börn), allir hlutir eigi
sér skýringu og að það sé hlut-
verk vísindamannanna að flnna
hana. Mannslíkamanum er likt
við tölvu, meginstöð og aðalhug-
búnað er að flnna í heila. Komi
upp einhver merki um vanvirkni
Margar konur
segjast njóta líkamans
og sjólfrar sín betur
eftir tíðahvörf.
er hægt að kippa hlutunum í lag.
Hjá manneskjunni er karlmaður-
inn dæmi um fullkomna vél,
vegna þess að hann (hún vélin) er
líffræðilega stöðug. Komi fram
einkenni vanvirkni, t.d. bak-
verkur, sviði við þvaglát, blóð í
klósettskál að loknum þvag-
látum, þá er augljóslega eitthvað
að og viðgerða þörf. Karlmað-
urinn leitar ekki til heilbrigðis-
geirans, lækna og annarra nema
eitthvað sé að. Læknar hafa
almennt verið karlar og eðlilegt að
viðhorf þeirra mótist af kyn-
ferðinu. Hugmyndafræði læknis-
fræðinnar byggir þvi á að mann-
eskjan leiti til heilbrigðiskerfisins
þegar hún er sjúk. í takt við þá
hugmyndafræði hafa læknavís-
indin komið fram með allskyns
meðferðir við eðlilegri líkams-
starfsemi konunnar.
Konan er hins vegar vön því að
leita til heilbrigðiskerflsins vegna
eðlilegrar líkamsstarfsemi. þ.e.
meðgöngu og barnsburðar. Hún
er ekki dæmi um fullkomna vél.
Það er enginn stöðugleiki ríkjandi
hjá konunni. Konan er vön
breytileika í likamsstarfsemi
sinni sem tengist tíðahring, með-
göngu og barnsburði. Hún fær
túrverki, flnnur fýrir verkjum í
mjóbaki og öðrum óþægindum
íýrir blæðingar. Fæstar konur
telja ástæðu til að leita viðgerða
vegna þessa. Meginþorri kvenna
hefur (væmnislaust) upplifað þær
djúpu tilflnningar sem fæðing og
umönnun ungabarns hefur í för
með sér. Um fimmtugt hefur
meðalkonan upplifað meiri til-
finningaviddir í formi sársauka,
vanlíðunar og ánægju heldur en
meðalkarlinn, eingöngu vegna
þeirrar eðlilegu líkamsstarfsemi
sem fylgir því að vera kona. Það er
þvi ekki skrýtið að konur gleypi
ekki hráa þá hugmyndafræði sem
læknavísindi boða nú, að flestar
konur hagnist af því að taka inn
hormón til að fyrirbyggja ýmsa
kvilla á breytingaskeiðinu. en sú
stefna var m.a. boðuð í Morgun-
blaðinu nýlega. í þeirri grein er
haft eftir Önnu Inger Eydal kven-
sjúkdómafræðingi, búsettri í
Sviþjóð, að helmingur banda-
riskrar kvenna taki inn horrnón á
breytingaskeiði og 15% sænskra
kvenna. Þetta er nú ekki i sam-
ræmi við það sem kemur fram i
maí-hefti tímaritsins Newsweek,
en þar er haft eftir bandarískum
hormónasérfræðingi, Dr. Lila
Nachtigall, að einungis 15%
bandariskra kvenna taki hormón.
Aðallega hvitar, vel menntaðar
millistéttakonur.
9