Vera - 01.12.1992, Qupperneq 10
Sagt hefur verið um konur um
og yfir fimmtugt að í þessum
hrörnandi likama sé unga stúlk-
an fangin. Þetta er bara della. (Öll
held ég þó að við flnnum fyrir
seiðmagni þess að standa á
háum kletti, við stóran foss eða
við hyldýpi. Við viljum vera laus
undan oki likamans og takast á
flug. En þessi tilfinning er al-
gerlega óháð aldri.) Líkaminn er
lifandi og hann er ekki fjarlægur
manneskjunni. Við erum eitt með
líkama okkar, líkaminn er ekki
aðskilinn frá okkur nokkurn
tíma frá fæðingu til dauða. Það er
einn þáttur í þroska okkar að ná
tökum á líkamanum og þar með
okkur sjálfum. Þroskist mann-
eskjan í sátt við sjálfa sig, er hún
sátt við líkama sinn, stóran eða
smáan, ungan eða gamlan. Marg-
ar konur segjast njóta líkamans
og sjálfrar sin betur eftir tíða-
hvörf. Þá segjast þær vera lausar
undan þessum eilífu fullkomn-
unarkröfum þjóðfélagsins, geti
gefið þeim langt nef enda séu þær
ekki gjaldgengar lengur. Reynsl-
an mótar einnig afstöðu okkar til
okkar sjálfra. Rannsóknir á
viðhorfum til tíðahvarfa hafa sýnt
að þeir sem hafa reynslu af
tíðahvörfum, konur um og eftir
tíðahvörf, hafa jákvæðustu við-
horfin til þeirra. Karlar og yngri
konur hafa að jafnaði hlutlaus
eða frekar neikvæð viðhorf til
tíðahvarfa. Því miður eru viðhorf
karla og yngri kvenna ráðandi í
opinberu umræðunni um tíða-
hvörf. Það er gaman að geta þess
að reynslan litar einnig viðhorf
unglingsstúlkna til blæðinga. Þvi
yngri sem stúlkan var við upphaf
blæðinga því jákvæðari eru við-
horf hennar, sem unglings, til
blæðinga. Unglingsstúlkur, sem
ekki eru byrjaðar að hafa blæð-
ingar, og unglingspiltar hafa
svipuð, fremur neikvæð viðhorf
til blæðinga. Rannsakendur hafa
túlkað þessar niðurstöður þann-
ig að félagsmótun og ýmsar hug-
myndir sem væru á sveimi um
blæðingar hefðu áhrif á viðhorf
þeirra sem enga reynslu hafa af
blæðingum. En er það nú svo, að
þegar á fullorðinsár er komið,
þegar allar stúlkur hafa haflð
blæðingar en öngvir piltar, þá liti
hugmyndafræði og viðhorf
drengjanna alla umræðu um og
rannsóknir á þessum sértæku
upplifunum kvenna?
Vera bað mig um að fjalla um
nýjungar í rannsóknum á tíða-
hvörfum og hvernig konur geti
sem best komist í gegnum þetta
tímabil. Það sem gerist við tíða-
hvörf er að framleiðsla kven-
hormónsins estrogens í eggja-
stokkum hættir. Framleiðslan
getur verið mismikil um tíma og
valdið óreglulegum blæðingum,
sem konur kannast við. Likam-
inn hefur um árabil verið vanur
ákveðnu hringferli í framleiðslu
hormónsins og samspili þess við
líkamsstarfsemina i heild og þvi
getur það tekið líkamann smá-
tíma að aðlaga sig breyttu innra
umhverfl. Akveðin einkenni geta
gert vart við sig hjá sumum kon-
um og þau einkenni sem rakin
eru til minnkunar á estrogeni eru
hitakóf, nætursviti og breytingar
á slímhúð í leggöngum, sem
valda óþægindum eins og kláða.
Helstu rannsóknir á undan-
förnum árum hafa beinst að þvi
að flnna hversu algeng þessi
einkenni séu og önnur einkenni
sem gera vart við sig, hvort hægt
sé að tengja einkenni beint við
minnkaða framleiðslu á kven-
hormóninu estrogeni og síðast en
ekki síst áhrif hormónalyíja-
meðferðar. Beinar upplifanir
kvenna hafa lítið verið rann-
sakaðar, hvaða merkingu þær
leggja í einkennin og hvernig þær
takast á við óþægindi sem koma
upp; hvernig sjötugar konur líta
á tíðahvörfin sem gengu yfir hjá
þeim fyrir 10-20 árum. Það er
hinsvegar ljóst að færri konur
velja að taka inn hormón en
læknar telja að þurfi á þeim að
halda. Rannsóknir hafa sýnt að
ef estrogen er tekið eitt og sér þá
veldur það aukinni tíðni krabba-
meins í legi. í Bandaríkjunum
einum eru 15000 tilfelli af
krabbameini í legi rakin til þess
að konum var gefið estrogen eitt
og sér á árunum 1971-1975. í
dag fá konur blöndu af estrogeni
og progesteroni og reynt að líkja
eftir því hormónaástandi sem
ríkir í tiðahringnum. Rannsóknir
á notkun þessara lyfja benda
ekki til aukinnar tíðni á krabba-
meini í legi, þvert á móti vilja
læknar meina að það dragi örlítið
úr líkum á krabbameininu. Hins-
vegar er örlítið aukin hætta á
krabbameini í bijóstum, en bent
er á að konur á hormónalyfjum
séu undir betra eftirliti, krabba-
meinið greinist fyrr hjá þeim og
að þær sem fá meinið lifi lengur
en hinar sem ekki eru á hor-
mónalyfjum. Ég hef ekki nefnt
áhrif lyfjanna á beinþynningu.
Vitað er að beinþynning eykst
mjög hjá konum eftir tíðahvörf.
Beinþynning er af hinu illa því
auknar líkur eru á slæmum
Hvað geta konur
gert sjólfar?
Svarið er einfalt:
Lifað heilbrigðu lífi.
Við eigum að
nýta okkur þær
framfarir sem orðið hafa
í læknavísindum....
ó okkar forsendum.