Vera - 01.12.1992, Page 15

Vera - 01.12.1992, Page 15
Virk fæðing felur í sér að konan tekur virkari þátt í barnsburðinum oa fæðir barnið eins og henni finnst eðlilegast og best. Konur eiga að upplifa fæðinguna, ekki bara að fara í gegnum nana. Hún er sálræn reynsla og hluti af kynlífi konunnar, eðlilegt framhald af getnaði og meðgöngu. VIRK FÆDING Hin síðustu ár hefur töluvert borið á hreyfingu í Bretlandi sem kennir sig við „virka fæðingu" (Active Birth Movement). Virk fæðing felur í sér að konan tekur virkari þátt í barnsburðinum og fæðir barnið eins og henni flnnst eðlilegast og best. Konan á að stíga niður af fæðingarbekknum, ganga um og ala barn sitt krjúpandi, sitjandi á hækjum sér eða jafnvel standandi. Barns- burðurinn á að ganga sinn gang og konur eiga að endurheimta munúð fæðingarinnar. Inngrip eru því í lágmarki þar sem þau skapa oft fleiri vandamál en þau leysa. Ljósmæður forðast þvi að klippa eða nota tangir og verkjalyf eru helst ekki gefin enda fram- leiðir likaminn sjálfur hormón (endorphine) sem deyfir sárs- auka. Áhersla er lögð á að reynsla barnsins í móðurkviði, i sjálfri fæðingunni og fyrst á eftir hafi afgerandi áhrif á allt líf þess. Þess vegna sé svo mikilvægt að finna aftur jafnvægið milli meðfæddra hæfileika kvenna til að ala börn, þekkingu þeirra sem aðstoða við fæðinguna og öryggisnets nú- tímatækni. ÓLÉTTAR KONUR Á FLJÚGANDI TEPPUM Hreyfingin var stofnuð árið 1982 af Janet Balaskas. Fjórum árum síðar var opnuð alþjóðleg miðstöð fyrir virka fæðingu þar sem haldin eru námskeið, fyrirlestrar og ráðstefnur fyrir verðandi foreldra, kennara og ljósmæður. Gengið er út frá því að konur undirbúi sig best undir barns- burð með þvi að vera í góðri andlegri og líkamlegri þjálfun. Við þjálfunina er notað jóga og lögð áhersla á að konur tengist sínu innra sjálfi því það sé leið að eðlishvötinni. Tvær íslenskar ljósmæður stunda nú íjarnám við miðstöð- ina, þær Hrefna Einarsdóttir og Guðrún Ólöf Jónsdóttir. Hrefna kynntist hugmyndum Balaskas af tilviljun þegar hún rakst á bækur eftir hana í bókabúð fyrir nokkrum árum. í einni bókanna var getið um námskeið fyrir fag- fólk og þær stöllur höfðu sam- band og hófu námið fyrir tæpum tveimur árum. Þær hafa sótt um alla mögulega og ómögulega styrki en án árangurs og hafa þvi staðið straum af öllum kostnaði sjálfar. „Þegar við minnumst á að við séum að læra jóga er eins og þeir loki eyrunum. Fólk er for- dómafullt gagnvart jóga og getur ekki ímyndað sér að það hafi eitthvað með fæðingar að gera. Líklega sjá menn í anda barns- hafandi konur fijúgandi á tepp- um‘‘ segir Hrefna og brosir. FÆÐING ER HLUTI AF KYNLÍFI Hrefna og Guðrún luku ljós- mæðranámi árið 1981. Síðan hafa þær unnið á Fæðingar- heinfilinu, fæðingardeildinni og skipulagt og haldið námskeið fyrir verðandi foreldra. Afstaða þeirra til fæðinga og fæðinga- hjálpar hefur gjörbreyst á þess- um áratug. „Þegar við útskrifuð- umst var tæknisveiflan í há- marki,“ segir Guðrún, „áherslan var öll á hið óeðlilega og okkur kennt að vera sífellt í viðbragðs- stöðu ef eitthvað kæmi uppá. Eftir því sem sjálfstraustið jókst og við náðum algjörum tökum á gjörgæsluþjónustunni þroskuð- umst við frá þessu. 90 prósent allra fæðinga eru eðlilegar og með þeirri tækni sem við höfum er hægt að sjá fyrir hvort kona er í áhættuhóp eða ekki.“ Hrefna bætir því við að í Ljósmæðra- skólanum hafi lítið verið gert til að kynna þeim aðrar hugmyndir um fæðingar. „Það var rétt minnst á frönsku fæðinguna en við- kvæðið var alltaf „en svona vinn- um við hér á Landspítalanum.“ Þetta var þagað í hel bæði hér og annars staðar. Þeir sem boðuðu náttúrulegar fæðingar fengu eng- an hljómgrunn, t.d. Grantly Dick- Read sem ég segi að sé faðir foreldrafræðslunnar. Hann gaf út bókina Childbirth Without Fear (fæðing án ótta) árið 1933. Hann er sá fyrsti sem lærir af konu, hann fylgdist með konum og sá hvernig þeim er eðlilegt að fara í gegnum fæðinguna og hvað gat dregið úr sársauka. Hann var sá fyrsti til að undirbúa og kenna fólki. Hann var útskúfaður af kollegunum og þurfti að ílýja land. En margir hafa tileinkað sér kenningar hans og þær eru oft eignaðar öðrum.“ Þeir sem aðhyllast náttúrulegar fæðingar leggja áherslu á að það megi ekki sjúkdómsgera fæðinguna. Konur eiga að upplifa fæðinguna, ekki bara að fara í gegnum hana Hún er sálræn reynsla og hluti af kynlífi konunnar, eðlilegt fram- hald af getnaði og meðgöngu. Konur í fæðingu anda eins og þegar þær eru að fá kynferðislega fullnægingu. Öndunin sem kon- 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.