Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.1992, Blaðsíða 17
ö Hrefna Einarsdóttir og Guörún Ólöf Jónsdóttir. E 45 Það þykir sjálfsagt að fólk búi sia vel undir öll verkefni sem það tekur að sér, nema bá helst barnsburð og roreldrahlutverk. göngunni. Konur þurfa náttúru- lega að byggja sig upp, þetta er mikið álag á líkamann." KYNÞOKKAFULUR FLÓÐHESTAR Hrefna segir að sér hafl aldrei liðið betur en á siðustu með- göngu. Hún var svo jákvæð allan tímann, kraftmikil og sjálfs- myndin sjaldan verið betri. „Mér hefur aldrei fundist ég eins sexý! Kannski af þvi að ég var að hugsa um það sem Sheila Kitzinger segir (t.d. í bók sinni Konan „... karlmenn telja konur sjaldan kynþokkafyllri en meðan á meðgöngu stendur..." kynreynsla kvenna útg. Iðunn 1986) að likami konunnar sé aldrei eins kynþokkafullur og næmur eins og þegar hún er barnshafandi. Margar upplifa miklu sterkari fullnægingu en áður. Sheila bendir einnig á að hugmyndir konu um líkama sinn hafl áhrif á kynhvöt hennar. Líkaminn gjörbreytist á með- göngunni og sumar konur fá vægast sagt mjög brenglaðar hugmyndir um hann. Þeim flnnst þær vera mun fyrirferðarmeiri en þær eru og líkja sér jafnvel við flóðhest." Guðrún tekur undir með Hrefnu og segir það mikil- vægt að ýtt sé undir jákvæða sjálfsmynd barnshafandi kvenna og hve stórkostlegt er að iýlgjast með síbreytilegum líkama sínum. Það er reynsla þeirra af nám- skeiðunum fyrir verðandi foreldra að karlmenn telja konur sjaldan kynþokkafyllri en meðan á með- göngu stendur. Margir óttast hinsvegar að særa konuna eða fóstrið í samförum, en sá ótti er yflrleitt ástæðulaus. ÚR EINUM ÖFGUM í AÐRAR? Margar konur hryllir við tilhugs- uninni að fæða heima. Þær óttast að umræðan um náttúrulegar fæðingar leiði okkur í hinar öfgarnar og ráðamenn taki af þeim hátæknivæddar fæðingar- stofnanir næst þegar niður- skurðaræðið rennur á þá. Það er mun ódýrara fyrir ríkið að konur fæði heima þvi hver dagur á sjúkrahúsi kostar eins og vika þar. Meðganga og fæðing er ekki eins rómantísk í augum allra kvenna og sumar vilja sem minnst af fæðingunni vita. Að- spurð segir Hrefna að þær óski sér ekki endilega þess að konur flykkist í að fæða heima. „Fæðing er ekki sjúkleg og ef konur vilja eiga heima verður að gera þeim það kleift. Það þarf að auka þjónustu við heimafæðingar og ljósmæður verða að hafa sjúkra- hús á bak við sig. Ég vil sjá vel búna fæðingardeild, litla og heim- ilislega einingu, þar sem samfella er í ferlinu. Fæðingardeild sem býður upp á mæðraeftirlit, fræðslu, fæðingaraðstöðu, sæng- urlegu og ungbarnaeftirlit og sama ljósmóðirin er með hverri konu allan tímann. Þar verður að sjálfsögðu að bjóða upp á alla þá þjónustu sem þarf ef grípa verður inn í fæðingu. Ég vil að konur hafl val. Landspitalinn er mjög góður fyrir áhættukonur. fyrsta flokks starfsfólk og aðhlynning er til íyrirmyndar. En við þurfum ekki slíka stofnun við eðlilega fæð- ingu.“ □ RV Ljósmóöir ó leiö í vitjun. LJÓSMÆÐUR Ljósmæður voru fyrsta stétt íslenskra kvenna sem fékk menntun og laun á vegum hins opinbera. Ljósmæðrafélag ís- lands var stofnað í maí 1919 og var iýrsta stéttarfélag faglærðra kvenna hér á landi. Ljósmæður, einkum í sveitum, máttu einatt leggja á sig mikil og erfið ferðalög til fæðandi kvenna og sængur- kvenna. Árið 1914 var sett reglugerð sem bannaði ljós- mæðrum að yfirgefa umdæmi sitt lengur en sólarhring i senn nema með leyfl héraðslæknis og urðu ])ær að fá aðra ljósmóður fyrir sig á meðan. Þrátt fyrir lág laun og bág kjör var töluverð ásókn í starfið enda fylgdi ljósmóður- starflnu töluverð virðing og viss álirif. Þegar Yfirsetukvennaskóli íslands var stofnaður i Reykjavik árið 1912 voru inntökuskilyrði þau að námsmeyjar urðu að vera á aldrinum 18 til 36 ára, vera læsar og skrifandi, hafa óspillt siðferði og vera heilsuhraustar. Við stofnun skólans var námið lengt úr þremur í sex mánuði. Á árunum 1926-30 voru miklar umræður um launakjör ljós- mæðra á Alþingi. Þar kom berlega í ljós það vanmat og skilnings- leysi sem ríkti á störfum ljós- mæðra. Þingmönnum fannst flestum óþarfi að hækka laun ljósmæðra og nefndu til þess ýmsar ástæður. Einn sagði t.d. að ánægjan sem þær hefðu af starfinu væri og yrði mikill hluti launanna. Annar þingmaður sagðist óttast að kauphækkun drægi úr eðlilegri ríðkomu lands- manna. í dag er ljósmóðurnám tveggja ára sérnám að loknu hjúkrunarprófi og tekur því sex ár að verða ljósmóðir. Náms- kröfur hafa því stóraukist en launin eru enn lág. □ íslandsdœtur. 1991, 152-4. 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.