Vera - 01.12.1992, Page 19

Vera - 01.12.1992, Page 19
LÍFLEGT OG FRÆÐANDI Ahersla á símenntun og endurmenntun hefur aukist mjög undanfarin ár, enda lærum við svo lengi sem við lifum. Nú eru í boði fjöldi nám- skeiða fyrir almenning, t.d. hjá Endurmenntunarnefnd Há- skólans (hin svokölluðu menn- ingarnámskeið) og Tómstunda- skólanum. Námskeiðin njóta síaukinna vinsælda og verka- lýðsfélögin greiða þátttökugjald niður fyrir félaga sína. Konur láta sig ekki vanta, þvi síðast- liðinn vetur voru þær í meiri- hluta nemenda. Nokkrar komu einar á námskeiðin en algengt er að vinkonur taki sig saman. Konur kynntu sér m.a. tungu- mál, Þingvelli, Ítalíu, fornsögur, heimspeki, bókmenntir, lista- sögu og kvennasögu. Veturinn 1991-2 bauð Endur- menntunarnefnd HÍ í fyrsta sinn upp á námskeið í kvenna- bókmenntum og kvennasögu. Það voru aðeins konur sem skráðu sig á kvennanámskeiðin tvö. Flestar þeirra höfðu verið á öðrum námskeiðum á vegum Endurmenntunarnefndar, t.d. nokkrar konur úr Netinu (sam- tök kvenna í atvinnulífinu). „Við vorum á námskeiði í kvenna- bókmenntum fyrir jól hjá Helgu Kress. Sögurnar voru allar svo sorglegar að við vorum fimm sem skelltum okkur, ásamt ileiri konum úr Netinu, til Prag til að hressa okkur við,“ segir Marta Richter bókavörður í Mosfellsbæ. Þegar VERA leit inn í síðasta tímann í kvennasögu var kenn- arinn, Sigríður Th. Erlends- dóttir sagnfræðingur, að leggja áherslu á hve auðvelt er að vera með „elendighed“ rannsóknir í kvennasögu. „Það má ekki ein- blína á erflðleikana. Við verðum að vera bjartsýnar." VERA spurði hvers vegna engar yngri konur væru á námskeiðinu og uppskar skellihlátur. Konurnar töldu sig allar vera á besta aldri. Eftir töluverðar umræður um hvað væru „yngri konur" var niðurstaðan sú að þær (þessar yngri) væru ekki vaknaðar til vitundar um stöðu sína og væru þar af leiðandi áhugalausar um sögu kvenna. Einnig væri mikill áróður í samfélaginu gegn öllu sem byrjaði á kvenna- og marg- ar yngri konur vildu líta fram hjá sérstöðu kvenna. Saga kvenna hefur verið þöguð í hel. Lítið er minnst á konur í kennslubókum og mætti ætla að þær hefðu fátt merkilegt gert eða lifað. „Það sem kom mér kannski einna mest á óvart er hve barátta kvenna hefur verið mikil og hve konur unnu mikið utan heimilis," sagði einn nem- andinn. Þær lögðu áherslu á að fyrirlesarinn væri bæði líflegur og fræðandi og hvetti þær til að taka þátt í umræðum. „Það er hálft námskeiðið að fá að tjá sig. Við þyrftum bara að lesa svo miklu meira, þetta er svo vekj- andi. Við viljum framhalds- námskeið strax í haust." □ RV 19

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.