Vera - 01.12.1992, Qupperneq 23
• •
LLT ONNUR
Feðgarnir hvíla sig í göngutúrnum.
Það hefur eflaust flökrað að
mörgum mitt í jólatilstandinu að
best væri að stinga af frá öllu
saman. Fara með fjölskylduna til
sólarlanda eða í sumarbústað. En
fáir gera meira en að gæla við
þessa góðu hugmynd. Sumir vilja
ekki rjúfa jólahefðina, aðrir óttast
að snjóa inni í bústaðnum eða að
systkinin verði eins og hundur og
köttur og vistin verði óbærileg.
Flestir sem láta slag standa og
brjóta hefðina eiga sérstök og góð
jól. Það hlýtur að vera þægilegt að
flatmaga á ströndinni til Qögur á
aðfangadag, fara upp í ibúð sem
einhver annar þrífur og henda
hangikjötinu í pottinn. Að ekki sé
talað um að ganga alla leið og fara
á spænskan matsölustað um
kvöldið og hvíla íslenska jóla-
matinn eitt árið. Eða fara út í
sveit og vera einn með norður-
ljósunum... möguleikarnir eru
óþijótandi og þurfa alls ekki að
kosta mikið því yfir vetrarmán-
uðina er auðvelt að fá leigða
bústaði hjá starfsmannafélögum
og stofnunum.
í ár halda Jóhanna Bogadóttir
og Arni Snorrason sín sjöundu jól
í sumarbústað. Arni var ekki
heima þegar Vera mætti til að
forvitnast um jólahaldið í bú-
staðnum og Jóhanna sat því ein
fyrir svörum. Fyrsta spurningin
var að sjálfsögðu hvers vegna þau
fari í bústað yfir jólin.
- Mig hafði alltaf langað til að
gera þetta. Við vorum í Ameríku í
íimm og hálft ár og héldum tvenn
„hefðbundin" jól eftir að við kom-
um heim. Við fengum nóg af þvi
og vildum reyna eitthvað annað.
Synir Jóhönnu og Árna eru
íimm, níu og þrettán ára. Þeim
iinnst mjög spennandi að fara í
bústaðinn. Þeir þekkja ekkert
annað og fyrir þeim eru þetta
hefðbundin jól. Það er lítið til-
stand, ijölskyldan er aldrei með
jólatré en í fyrra fannst strákun-
um allt í einu svo spennandi að
skreyta bústaðinn og gerðu það.
Drengirnir taka jólagjaflrnar frá
ættingjunum með og fá að kaupa
sér gjaiir frá foreldrunum áður en
lagt er af stað. Yfirleitt verður
eitthvað fyrir valinu sem hægt er
að fást við í bústaðnum.
- Sumum fannst þetta óttaleg
dilla í okkur. Fólki fannst þetta
svo mikið mál. En þetta er ekkert
mál. Margir spurðu hvernig við
gætum gert börnunum það að
fara svona í burtu. En ég held að
við gætum ekki gert þeim neitt
betra. Þetta er frí fyrir okkur. Við
viljum fá að vera útaf fyrir okkur
og slappa af, það veitir ekki af í
lok ársins. Yflrleitt erum við frá
viku upp í 12 daga en nú ætlum
við að reyna að vera í tvær vikur.
Það er svo rólegt að vera þarna,
liggja og lesa, fara út að ganga og
vera saman íjölskyldan. Það
gengur allt út á að vera með
strákunum, njóta þess að vera
saman. Ein jólin gleymdum við