Vera - 01.12.1992, Síða 25

Vera - 01.12.1992, Síða 25
SEFUR BARNIÐ ÞITT Á „TURTLES"-LAKI? Níu ára hálf-íslenskur dreng- ur sem búsettur er í Þýska- landi kom nýlega í heimsókn til íslands. Hann talaði bjag- aða íslensku, en viti menn allt í einu leit hann upp frá eftir- lætissjónvarpsefninu sínu - auglýsingum og sagði skýrt og greinilega með fullkomnum framburði: „íslendingar borða SS pylsur". Það fyrsta sem börn hafa gaman af í sjónvarpi eru aug- lýsingar. Hraðar klippingar, litadýrð og sifelldar endur- tekningar höfða til þeirra. Auð- vitað eru auglýsingar ekki framleiddar sem skemmtiefni fyrir börn, heldur til þess að hafa áhrif á fólk, fá það til þess að kaupa eitthvað sem það hefur e.t.v. engin not íyrir. Fræðikenningar gera ráð fyrir að fólk taki skynsamlegar ákvarðanir um hvað það vant- ar og í framhaldi af þvi hvað það kaupir. Auglýsendur gera allt til þess að hafa áhrif á þetta og höfða þá lítið til vits- munalífsins en þeim mun meira til tilflnningalífsins. Auglýsingar um kaffi sýna afslappað andrúmsloft. fólki líður vel, það hefur það gott. Nú segir þú kannski, þetta hef- ur engin áhrif á mig. Skyn- semin segir þér að þetta sé bara auglýsing og þú eigir ekki að láta hana hafa áhrif á þig, en samt hefur auglýsingin áhrif. Þig fer að langa í kafli. Þú gerir þér hugsanlega grein íyrir þessu og reynir að hamla á móti, beita gagnrýnni hugsun. Barnið þitt er hins vegar ekki enn fært um að greina á milli ímyndunar og raunveruleika, auglýsinga og alvöru. Það lifir sig inn í heim auglýsinganna. Algengt er að auglýsingum sé beint sérstaklega að börnum. Auglýsingar eru þó ekki allar í sérstökum auglýsingatímum. sumar birtast óbeint og tengj- ast oft barnaefni í sjónvarpi. í Bandaríkjunum hefst mark- aðssetning á barnavörum íyrir jólin í ágúst. Þá byija sjón- varpsstöðvarnar og kvik- myndahúsin að sýna teikni- myndir. Síðan er byrjað að framleiða alls konar dót sem tengist teiknimyndunum. Eitt árið er það Superman, það næsta Batman, svo kemur Turtlesdótið, Simpsonsdótið hefur verið vinsælt lengi, svo ekki sé minnst á stórveldi Walt Disneys sem mig grunar að hafi átt upp- tökin að þessum iðnaði. Þegar vörur tengdar ákveðnum per- sónum eða þátt- um hafa náð vinsældum, þá eru þær eigin- lega farnar að auglýsa sig sjálf- ar. Fólk er farið að borga fyrir að láta börnin sin ganga um sem auglýsing fyrir Disney-samsteypuna eða þá sem framleiða Turtles. Ég gerði lauslega könnun á leikskóla dóttur minnar, þar sem eru börn á aldrinum frá þriggja til sex ára og það kom i ljós að a.m.k. 25% þeirra eiga Turtlestösku. Þau sem ekki eigaTurtlestösku, gjarnan þau yngri, eru líkleg til þess að eiga Mikka mús eða Mínu mús tösku. Disney fýrirtækið hefur náð það sterkri stöðu að fólk er eiginlega hætt að líta á þessar vörur frá þeim sem auglýs- ingu. Ástandið er orðið þannig að það er erfitt að fá vörur sem þessar, sem ekki eru á áber- andi hátt merktar einhverri þessarra persóna. Ég hef meira að segja séð bleyjur skreyttar litskrúðugum mynd- um af Mikka mús og félögum. Þessar vörur eru þó oft ekkert ódýrari en þær sem ekki gegna jafnframt hlutverki auglýsing- ar ásamt þvi að vera taska, peysa, leikfang eða eitthvað enn annað. Þetta stafar senni- lega af þvi að þær eru tískuvara, hluti þess sem fóstrurnar kalla bar namenningu. Ég hef heyrt mæður halda þvi fram að áhugi barna þeirra á þessum vörum sé ekki frá auglýs- ingum heldur frá hinum börnun- um, t.d. á barna- heimllinu. Það er auðvitað rétt, en upphaflega hafa börn þetta úr kvikmyndum, sjónvarpi, aug- lýsingum eða teiknimyndum. Svo hjálpar þessi áhugi barn- anna stundum hinum önnum köfnu foreldrum þeirra við uppeldisstarfið. Ég þekki það t.d. af eigin raun að það er auðveldara að fá barn til þess að fara að hátta ef það fær að fara í Simpsonsnáttfötin sín eða Hafmeyjarnáttkjóllinn. Hvað gerir maður ekki til þess að fá þessi kríli í rúmið. Ég hef heyrt að það spilli heldur ekki ef barnið sefur á Turtleslaki og hefur sæng í Turtlessængur- veri til að breiða ofan á sig. Aðrir segja að það sé ekki svo gott að eiga við þetta. Ekki megi gera börnin að viðundri meðal félaganna. Auðvitað getur það verið erfitt að neita sex ára barni um að eignast það sama og félagarnir eiga. Heldur eru þó hlutverkin orðin öfugsnúin þegar foreldrar og ættingjar rjúka sjálfir til og kaupa óbeðnir nýjustu tísku- leikföngin eða boli og föt með þeim figúrum sem mest eru í tísku þá stundina. Þannig senda þeir börnunum þau skilaboð að mikilvægt sé að hlaupa á eftir öllum tísku- íyrirbærum og sá sem ekki geri það hljóti að vera eitthvað skritinn. IMIikilvægast er þó að við gerum okkur grein fyrir þvi, hvort við erum tilbúin að láta ameríska fjöldamenningu gegna stóru hlutverki í lífi og uppeldi barna okkar. Foreldr- ar hafa oft ekkert kynnt sér innihald þeirra teiknimynda og þátta sem þau láta börnin sin auglýsa, með þvi að gefa þeim vörur tengdar þeim. Það er heldur nöturlegur vitnis- burður um menningu okkar að börn allt frá tveggja ári aldri lifi og hrærist, í þess orðs fyllstu merkingu, í amerískri ijöldamenningu. □ Ingibjörg Stefánsdóttir 25

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.