Vera - 01.12.1992, Qupperneq 31
NAUÐGUNARMÁL
L J
S TÍGAMÓT
ÓSIÐ í MYRKRINU
Guðrún Jónsdóttir er ábyggi-
lega sú manneskja sem hefur
viðtækustu yfirsýn yfir nauðg-
unar- og siQaspellsmál hér á
landi. Hún hefur starfað með
Stígamótum frá upphaíi og í vor
lauk hún doktorsritgerð sinni um
sifjaspell við háskólann í
Sheffield í Englandi. Hún hefur í
mörg ár verið ötull stuðnings-
maður þeirra sem hafa orðið íyrir
kynferðislegu ofbeldi og heldur
námskeið um land allt. Ef Stíga-
mót hefðu ekki fengið tveggja
milljóna króna styrk frá Reykja-
vikurborg í ágústmánuði hefði
þurft að loka skrifstofunni.
Styrkurinn kom sér vel því álagið
síðan í lok september hefur farið
stigvaxandi og þær konur sem
VERA talaði við sögðust ekki geta
ímyndað sér hvernig líf þeirra
væri ef þær nytu ekki stuðnings
Stigamóta. Fyrir þær voru Stíga-
mót eina ljósið í myrkrinu.
Guðrún tekur á móti blaðamanni
VERU í látlausri en hlýlegri
skrifstofu Stígamóta á Vestur-
götunni.
Hvað í kerjlnu er erfiðasl í nauðg-
unarmálum?
- Það eru einstaklingar sem
eru fullir af fordómum og eru
þess vegna illa í stakk búnir til
þess að mæta konum sem hafa
orðið fyrir nauðgun. Þeim fer
fækkandi en maður rekst ennþá
á slika. Svo finnst mér það af-
skaplega alvarlegt að til þess að
nauðgunarkæra geti farið áfram í
kerfinu þá þarf nauðgunin að
hafa verið með þeim hætti að líf
konunnar hafi verið í stórri hættu
og að hún beri þess miklar
menjar á líkama sínum.
En nú virðist réttarkerfð vera
þannig að sá sem kærir verður að
sanna sekt hins.
- Ég er svo sem enginn tals-
maður þess að rýra réttaröryggið
almennt. En mér iinnst að það
þurfi virkilega að fara að íhuga
það hvort ekki sé komið að því að
snúa við sönnunarbyrðinni í
þessum málum. í þessum málum er svo lítið af
sönnunargögnum og vitni sjaldan til staðar. Þá
þyrfti sá sem ákærður er að sanna sakleysi sitt.
Nú er ég ekkert sérstaklega lögfróð manneskja og
býst við að mótbáran við slíku sé að það
samrýmist ekki réttarhefð okkar og þeim refsi-
og túlkunar praksís sem hér hefur verið frá
upphafl. En þetta er samt aðferð sem hefur verið
nefnd sem möguleiki bæði í Bandarikjunum og
Bretlandi og ég nefni hana hér sem dæmi um
eina leið þvi að það verður að fara að breyta
þessu. Það gengur ekki lengur að gera að engu
svona hrikalega reynslu eins og nauðgun er og
ýta henni bara út af borðinu og meta hana
ómerka. Það getur ekki gengið að aðeins örlítið
brot af þeim kærum sem berast skuli fara til
dóms. Þetta flnnst mér stórmál og ég er í raun
alveg steinhissa á lögfræðinga- og dómarastétt-
inni að efna ekki til umræðna til að flnna
einhverja haldbæra lausn hér á.
„En mér finnst að það þurfi
virkilega að fara að íhuga það
hvort ekki sé komið að því að snúa við
sönnunarbyrðinni í þessum málum."
Kerfið virðist líka fara fram á að konur séu
andlega sterkar til að fara í gegnum allt ferlið?
- Já, það er ekki auðvelt að bera fram kær-
una, og ekki auðvelt að bíða milli vonar og ótta í
uppundir ár eftir að það liggi fyrir hvort það verði
ákært í málinu eða ekki. Svo þurfa konur að bíða
enn eftir því að verða kallaðar í réttarsal til að
bera vitni í máli sem hefur snert þær svona
ofboðslega djúpt og haft svo hrikalega miklar
afleiðingar fyrir þær. Það þarf sterkar konur til að
kæra og sterkar konur til að fara í gegnum
dómskerflð.
Er ekki kominn tími til að konum verði skipaður
réttargæslumaður?
- Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að
einhver aðili undirbúi konuna undir það sem að
bíður hennar í dómsalnum. Fylgi málinu eftir í
kerfinu svo hún þurfl ekki sjálf að hringja alltaf
öðru hvoru til að vita hvar málið er statt á
hverjum tíma. Mér flnnst það alveg lágmark. Nú
er það þannig að ef mál er fellt niður verður að til-
kynna konunni það ásamt rökunum sem eru
fyrir niðurfellingunni. Áður vissi
hún ekkert um það nema hún
hringdi og kæmist að því. Svo fær
hún ekkert að vita hvort dómur
er fallinn nema hún beri sig eftir
upplýsingunum og nái tali af
viðkomandi dómara. Eins og
málin eru í dag stendur konan
gjörsamlega fyrir utan þetta. Ein
og óstudd nema hún leiti hingað.
Hafa einhverjar af þeim breyt-
ingum sem Nauðgunarmála-
nefndin fór fram á orðið að
veruleika?
- Já, að hluta til, en mér
flnnst að þær breytingar sem
urðu séu kannski ekki þær sem
hefðu skipt mestu máli fyrir
konur. Eins og aðgangur að
löglærðum fulltrúa sem sæi um
málið fýrir þær og gengi frá
bótakröfum og fylgdi þeim eftir.
Það var líka bent á að ríkið ætti
að ganga í ábyrgð fyrir miska-
bótum sem konum væru dæmd-
ar. Þannig að ríkið greiddi þær út
og krefði svo brotamanninn um
endurgreiðslur. Þetta eru tvö stór
atriði sem snerta konurnar rnjög
mikið. Nefndin lagði líka til að
opna þyrfti neyðarmóttöku og
hún verður opnuð næsta janúar.
Fimm árum eftir að nefndin
skilaði áliti sínu, það flnnst mér
mikill silagangur. Allar aðrar
þjóðir eru búnar að koma upp
svona þjónustu fyrir löngu. Svo
voru hegningarlagagreinarnar
endurskoðaðar og þeim breytt.
Undanfarið hafa fallið umdeildir
dómar í nauðgunarmálum. Hvaða
skilaboð fnnst þér þessir dómar
senda út í þjóðfélagið?
- Þegar verið er að sýkna
menn eða þeir fá mjög milda
dóma þá flnnst mér skilaboðin til
karla vera þau að þetta séu ekki
svo alvarlegir glæpir. Og skila-
boðin til allra kvenna eru þau að
þó að þeim finnist þeim hafa verið
nauðgað að þá er það bara ekki
svo alvarlegt og að konur ættu
ekki að vera með þetta píp. □
ÞB