Vera - 01.12.1992, Page 37
þegar hugmyndir eða skoðanir öðlast svo
traustan sess, að þær eru almennt hafðar
fyrir satt gagnrýnislaust. Það felur í sér þá
hættu, að jafnvel þegar fólk ætlar sér að
vinna vísindalega, gefi það sér þessa stærð
fyrirfram og miði útkomuna við hana.
Nýjasta dæmið um þetta eru niðurstöður
sem voru kynntar í Morg-
unblaðinu, 20. septem-
ber, úr könnun sem var
gerð á því, hvernig for-
eldrar 6 og 8 ára barna í
Reykjavík vildu helst að
dagvistunarmálum barna
þeirra væri háttað. 66%
þeirra sem svöruðu vildu
hafa börnin heima utan
skólatíma og 24% vildu
lengdan skóladag. 10% báðu um skóladag-
heimili. Túlkun könnuða er á þann veg, að
„draumurinn" um að vera heima sé ekki
raunhæfur og þess vegna eru svör 66-
prósentanna einfaldlega ekki höfð með í
lokaútreikningunum. Þá verður útkoman
þessi: 71% eru fylgjandi lengdum skóladegi
og 29% vilja skóladagheimili. Það mætti vera
til marks um talsverða fjölkynngi að geta
breytt 66 í 0, en ég hef hvorki orðið vör við að
nokkur hafi dáðst að þessari óvenjulegu
kunnáttu könnuðanna né gert athugasemdir
við hana.
Heimilisstörf hafa verið
og eru bví miður enn kvennastörf,
en þao bætir ekki stöðu kvenna
að skammast sín fyrir þau
og láta eins og þau
séu óþörf eða eklci til.
HAér sýnist sú skoðun að
heimilistörf séu óbærilega leiðin-
leg líka vera orðin að einhvers
konar stofnun. En ég held að það
sé verið að gera konum óbærilegt
að vera heimavinnandi, miklu
fremur en að slíkt sé eðli hlut-
anna. Það er
engum hollt að
vera endalaust
vanmetinn, hvað
sem hann gerir
vel eða leggur
hart að sér.
Hvers vegna
mega þær konur
sem vilja ekki
bara vera inni á
heimilunum á meðan þær eiga
lítil börn? Og er nokkuð athuga-
vert við það, að sumar konur
leggi metnað í að vera góðar hús-
mæður alla ævi? Það hljóta að
vera til pólitískar lausnir, sem
samræma vilja og þarfir margra
hópa þjóðfélagsins. Allsheijar-
lausnir, sem ganga yfir alla, en
miðast við afmarkaða hópa,
hljóta að kalla yfir sig nýjan
vanda. Það er til dæmis ekki
lausn fyrir alla að allar konur fari
út á vinnumarkaðinn, öll börn fái
dagvistunarpláss og skylduvið-
vera í skólum verði lengd í sam-
ræmi við vinnudag (sumra) for-
eldra.
IVlarkmið kvennabaráttu hlýtur
að vera að skapa konum tækifæri
til að hafa áhrif á sitt eigið líf og
velja sér lífsstíl. Heimilisstörf
hafa verið og eru þvi miður enn
kvennastörf, en það bætir ekki
stöðu kvenna að skammast sín
fýrir þau og láta eins og þau séu
óþörf eða ekki til. Að sama skapi
gerir það illt verra að gangast
undir skömmina opinberlega og
taka þátt í þeim leik samfélagsins
að láta eins og þau séu ekki
vinna. Því þegar grannt er skoðað
er stór hluti af þeim störfum sem
konur hafa utan heimilisins líka
heimilisstörf. Getum við búist við
því að mark á okkur sé tekið
þegar við krefjumst almennilegra
launa fyrir ræstingar, kennslu,
barnagæslu, hjúkrun og mat-
reiðslustörf, meðan við tökum
undir það að ekkert af þessu sé í
raun nokkurs virði? □
Lára Magnúsardóttir
1.
2.
3.
4.
5.
TOP-SEC er nýtt efni sem heldur húöinni þurri.
Ysta lag bindisins hleypir vœtunni strax í gegnum sig.
í innra byröi bindisins er sérstakt efni sem bindur
Vœngir til að festa bindiö enn betur.
Kantar á hliöum bindisins varna leka til hliöanna.
Fitness
u 11 r a p I u s
Vania Fitness er nýtt dömubindi meö mikilli \X
rakadrœgni og Top-sec efniö í ytra byröi þess
heldur húöinni þurri. Bindin eru fyrirferöarlítil en
örugg. Hvert bindi er sérpakkaö.
37