Vera - 01.12.1992, Page 38
YRAST AÐ SITJA HEIMA
Utimarkaðurinn á Egilsstöð-
um setur óneitanlega skemmti-
legan svip á bæjarlífið. Það
hefur líka sýnt sig að heima-
menn jafnt sem ferðamenn
kunna vel að meta markað-
inn. Þar er gott úrval af ávöxt-
um, grænmeti og minjagrip-
um. Á miðvikudögum eru sér-
stakir sveitadagar og þá mæta
bændakonur og selja fram-
leiðslu sína, brodd, reyktan
silung, hannyrðir, heima-
bakkelsi, lífrænt ræktað
grænmeti og ótal margt fleira.
Guðrún Sigurðardóttir
hefur rekið útimarkaðinn frá
upphafi. Hún er handmennta-
kennari að mennt en stundar
nú víðtækan verslunarrekstur
á Egilsstöðum, heldur hand-
menntanámskeið yfir vetur-
inn og er með stórt heimili.
VERA náði að króa hana
stundarkorn af úti í horni til
að spjalla um útimarkaðinn
og vinnu kvenna í dreifbýli.
- Ég kenndi handavinnu í
rúm tíu ár og var alltaf með
námskeið samhliða kennsl-
unni. Námskeiðin veittu mér
orðið meiri gleði en grunn-
skólakennslan. Niðurskurð-
urinn í grunnskólunum var
svo mikill og tíminn fyrir
handavinnukennslu var því
alltaf að styttast. Einnig var
farið að kenna strákum og
stelpum saman, sem gengur
alls ekki upp vegna aga-
vandamála. Kennslan höfðaði
því alls ekki til mín lengur og
ég varð að finna mér eitthvað
annað að gera. Ég ákvað að
opna blómabúð og selja
föndur- og hannyrðavörur í
von um að stuðla að aukinni
handmennt á svæðinu. Á
námskeiðunum hef ég kennt
bútasaum, fatasaum, smelti,
leðurvinnu, postulinsmálun,
leirvinnslu, jólaföndur og
ileira. Hér er frekar fátt fólk og
lítill markaður og því nauð-
synlegt að koma oft með nýj-
ungar. Þar hef ég notið aðstoðar yngri kvenna
sem eru nýkomnar úr námi. Þetta er mjög
skemmtilegt en viðbrögðin eru þó ekki þau sem
ég vildi. Konur sofa á verðinum hvað varðar að
endurmennta sig í verklegum greinum. Sumar
segja að námskeiðin séu of dýr, en það er dýrast
að sitja heima.
Það eru líklega ein tíu ár síðan að ég var að
predika i öllum kvenfélögum um að nýta hrein-
dýraskinnin, ullina og annað. Ég gaf konunum
ýmsar hugmyndir en þær hlógu upphátt, þetta
þótti fáránlegt. Síðar fóru bændur, aðallega karl-
menn, að hirða hreindýraskinnin og huga að
nýtingu þeirra. Nú er farið að nýta öll skinn bæði
í fatnað og ýmsa gripi og varan er að verða
efLirsótt. En þetta gengur allt of hægt. Það tekur
ein tíu ár að þróa hugmyndir og koma einhveiju
af stað.
Teikning: Helga Guðrún Helgadóttir
Það er eins með útimarkaðinn. Það hefur
verið visst vandamál að fá konur til að selja
framleiðslu sína. Þær vilja ekki troða sér fram
fyrir aðrar, óttast að hinar haldi að þær græði
einhver ósköp og ég veit ekki hvað. Fyrstu árin
fengust konur varla til að koma á sveitadagana
og selja vörur sínar sjálfar. Það tók þær langan
tíma að yfirvinna óttann og halda það út að vera
hér í heilan dag. Nú hef ég samvinnu við Búnað-
arsambandið og starfskona þeirra skipuleggur
sveitadagana. Það verður að halda utan um hóp-
inn og sjá um að þær selji ekki allar það sama.
IConur vinna því miður alls ekki nógu markvisst
að framleiðslu sinni. Þær ættu að nota veturinn
betur og vera tilbúnar með íleiri og betri vörur
þegar markaðurinn opnar. Nú er mikið rætt um
atvinnuleysi meðal sveitakvenna og furðulegt að
þær skuli ekki nýta sér útimarkaðinn betur.
Þetta stafar að vissu leyti af
hræðslu og vanþekkingu. Þær
trúa því ekki að þær geti gert
þetta. Karlarnir hvetja kon-
urnar heldur ekki nóg. Það er
reynsla mín að karlar taki
hraðar við sér, en þeir vilja
einblína á vélarnar og þá
gleymist handverkið. Að vissu
leyti vil ég afturhvarf til for-
tíðar. Ég vil sjá fólk sitja hér á
útimarkaðinum og kemba og
spinna í stað þess að vera
alltaf að brjóta heilann um
einhverjar vélar og fyrirtækja-
bákn. Það smáa gefur oft
meira í þessari iðn.
Þó mikið sé rætt um að efla
minjagripagerð þá er hún
skammt á veg komin. Það
sárvantar gæðaeftirlit. Þó svo
að konur hafi sótt eitt til tvö
námskeið er það ekki nóg.
Þekking þeirra á hönnun og
verklegum greinum er ekki
nóg til að þær geti farið að
framleiða eftirsótta gripi. Við
ætluðum okkur að hafa
strangt gæðaeftirlit á markað-
inum en það hefur ekki reynst
unnt. Það er allt of mikið af
lélegu drasli innan um og það
vantar íslenska yiirbragðið.
Það háir konum að þær eru
fastar í hefðbundnum kvenna-
störfum, prjóna, sauma og
föndra. Þær verða að líta á
þetta sem vinnu, vinna mark-
visst og úr náttúrulegum efn-
um. Ef konur sinntu þessu
betur gætu þær haft dágott
upp úr sér.
Ég á mér þann draum að
útimarkaðurinn sprengi utan
af sér svæðið sem við nú
höfum og að ég verði að neita
fólki um sölusvæði. Ég vildi
líka að augu fólks opnuðust
fyrir öllum möguleikunum
sem markaðurinn býður upp
á. Hér ætti að selja vandaða
heimaunna vöru og í leiðinni
að lífga upp á bæjarlífið. □
RV
38