Vera - 01.05.1994, Page 9
FEGURÐ
MEÐ TILGANG?
Annadís Gréta Rúdólfsdóttir
Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir
Allt frá tímum Öskubusku hafa konur úthellt
blóði, svita og tárum til að ná kóngssonum og
hlutdeild í ríkidæmi þeirra. Stjúpsysturnar
vondu hjuggu af sér tær og hæla, vestrænar nú-
tímakonur leggjast undir skurðarhnífa og svelta
sig. Tilgangurinn helgar meðalið, að launum er
uppfylling drauma og væntinga, lausn frá basli
og armæðu.
Öskubuskuævintýrin eru sviðsett árlega á
Islandi í fegurðar- og fyrirsætusamkeppni.
Leiksoppamir i því sjónarspili em konur, lík-
amar þeirra og sjálfsmynd. Ungir sem aldnir
hafa skoðun á þessu menningarfyrirbæri og
blöðin flytja fréttir um sigra hinna íslensku dísa
á erlendri gmnd. Ungfrú Island, ungfrú Blaut-
bolur, ungfrú Háskóli, ungfrú Hawaian Tropic,
aliar bera þær út hróður landsins, eða hvað?
Arið 1990 gerði ég ungfrúrnar að viðfangsefni
mínu í mastersnámi í félagssálfræði og gerði
þessa spurningu og margar aðrar að mínum.
ANDLITSLYFTING
Ein vinsælasta og virtasta fegurðarsamkeppnin
hérlendis er Ungfrú Islandskeppnin. Eg ætla
ekki að rekja sögu keppninnar hér en ijalla
stuttlega um þau þáttaskil sem urðu á kynningu
og framkvæmd hennar eftir að nýr fram-
kvæmdastjóri, Baldvin Jónsson, tók við henni
1982. Því fer ijarri að ég vilji koma með sam-
særiskenningu sem gerir Baldvin að „ljótum
kalli“ með vafasaman ásetning. Markviss
markaðssetning felst í að fínna leiðir til að selja
vömr eða hugmyndir. Það er hins vegar spurn-
ing hvort að íslenskar stúlkur séu „vörur“ og
staðlaðar fegurðardrottningar heppilegir full-
trúar fyrir íslensku þjóðina.
Þegar Baldvin tók við keppninni vom vin-
sældir Ungfrú íslands litlar og erfítt að fá þátt-
takendur. Konur höfðu bent á að keppnin nærð-
ist á afdönkuðum og niðurlægjandi hugmynd-
um um konur og svo hafði keppendum ekki
gengið neitt ýkja vel að ná í titla erlendis. Það
var nokkuð ljóst að það þurfti að setja ásjónu
Ungfni Islands í uppskurð og það róttækan.
Baldvin lýsti þeim aðgerðum sem gripið
var til (DV 1989) á þann hátt að þær hefðu
verið tilraun til að gera keppnina „menningar-
legri“. Ahersla var lögð á þjóðemisvitund og
að Islendingar sem smáþjóð þyrftu að beita öll-
um brögðum til að vekja athygli á sér erlendis.
Þessi kokteill hefur alltaf gengið vel ofan í
Islendinga.
Fegurð Ungfrúar íslands hafði nú fengið til-
gang og hann göfugan. Hlutverk Ungfrúar
Islands fólst í að stunda landkynningu og var
gefíð í skyn að þær væru ómetanlegar við að fá
erlenda kaupsýslumenn til að skrifa undir við-
skiptasamninga. Linda Pétursdóttir hefúr í
þessu sambandi lýst því í ýmsum blaðaviðtöl-
um hvernig hún þurfti að standa í ströngu við
að kynna fisk og islenskar vörutegundir á
kynningum erlendis.
Hvað fegurð dísanna snerti var helst að
finna líkingu í hinni hreinu og ómenguðu
íslensku náttúru. Því til áréttingar voru veislu-
gestir á kiýningarkvöldi óspart minntir á
íslensk náttúruundur, sbr. eftirfarandi lýsingu
sem birtist í Mbl. (17. maí 1989): „Upp úr gólfí
salarins kom líkan af Vatnajökli á stórum kassa
í fánalitunum. Vatnajökull opnaðist og reyndist
innihalda ís, sem matreiðslumenn skömmtuðu
á diska.“
Forsvarsmenn keppninnar hafa lagt mikla
áherslu á að einungis stúlkur með mikinn vilja-
styrk væm verðugir fúlltrúar íslands. Þessu til
undirstrikunar hefur þrautaganga stúlknanna
verið tíunduð fyrir hverja þá sem hafa áhuga.
Bolurinn er festur með teppalími við bossann
og þannig tipla þær marga kílómetra á háum
hælum. Einnig þurfa þær að eyða mörgum
klukkustundum í að móta og stæla líkama sinn
svo að hann verði spengilegri og meira hríf-
andi. Þess eru jafnvel dæmi að þær hafi lagt í
meiriháttar innri hreinsun með stólpípum og
föstum. Auðvitað fýrir Island og hverfandi
þorskgengd. Ungfrú Island er ekki óvirk feg-
urðardís. Hún hefúr hlutverk og axlar mikla
ábyrgð á sínum ungu grönnu öxlum.
MEYJAN SKÍRLÍFA
Forsendur þess að stúlkurnar nái að útvarpa
íslenska landkynningarboðskapnum eru auð-
vitað að þær hreppi helst efsta sætið í Miss
World. Verður að segja að ímynd sigurvegar-
ans þar stingi illilega i stúf við ímynd hinnar
íslensku valkyrju.
I Miss World keppninni hefur ímynd hinnar
„skírlífu meyju“ notið mestra vinsælda og
verið ráðandi í kynningu á keppendum og
keppninni. Að gefnu tilefni skal hér tekið fram
að ég er hér að fjalla um ímynd, en ekki upplag
keppendanna sjálfra. Linda Pétursdóttir er t.d.
fyrir löngu búin að jarða írnynd meyjunnar og
farin að sitja fyrir brókarlaus.
Skírlífa meyjan er óþroskuð og verður að
vera undir handleiðslu þeirra sem vita betur.
Hún leitar prinsins sem getur tekið hana undir
vemdarvæng sinn og um áður óþekkta sælu-
heima. Hún er til fyrir hann, óvirk, nema sem sýn
sem má meta eins og málverk eða fallegt lands-
lag.