Vera - 01.05.1994, Síða 17

Vera - 01.05.1994, Síða 17
FITUFOBIAN Það er tæpast látið óátalið þegar fólk opinberar fordóma sína í garð samkynhneigðra, hörunds- dökkra eða kvenna, en ennþá er lítið sagt við grófmn athugasemdum um sköpulag annarra ef því þykir umfangið vera meira en „góðu hófi“ gegnir. Þegar best lætur fínnst okkur feitt fólk vera fyndið, í versta falli býður okkur við því. Nýjar breskar rannsóknir á „fitufóbíunni“ sýna að meirihluti fólks álímr feitt fólk vera óagað, latt, óaðlaðandi og eigi jafnvel við einhver sál- ræn vandamál að stríða. Mörg böm sem em í þykkara lagi mæta sama viðmóti og hefur það vafalítið neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra í uppvextinum. Við verðum rnörg gersamlega heltekin af baráttunni gegn fitunni og emm til- búin til að tæma buddumar fyrir nýjar og endur- skoðaðar töfralausnir. Megmnarbækur, kex, duft, drykkir og fleiri kaloríusneyddar vömr flæða inn á markaðinn og púkamir á fjósbita megrunariðnaðarins græða á tá og fingri - velta milljörðum króna árlega og verða stöðugt feitari. Allar em afúrðimar auglýstar í nafni hollustu: „Haltu líkama þínum heilbrigðum - og (umfram allt) grönnum". Svo langt er gengið í heilsu- vemdinni að níu af hverjum tíu bandarískunr verslunareigendum, sem telja sig selja heilsuvörur, mæla með vökvalos- andi lyfjum sem megmnaraðferð. Fyrmefndir rannsakendur telja sextíu prósent breskra kvenna að jafnaði vera í megmn, hinar eru rnargar nýbúnar eða rétt að byrja. Og þær skella skollaeymm við niðurstöðunr sem sýna að 98% þeirra, sem lifa í voninni um að nýjasta töframeðalið virki, bæta aftur á sig töpuðum kílóurn um leið og „meðferðinni“ sleppir. Ahuga okkar vesturlandabúa á útliti og lögun líkamans segja þeir hafa þróast á þann veg að halda mætti að þorri okkar væri haldinn alvar- legri skynvillu og við hefðum misst allan hæfileika til rökhugsunar. Ámm saman leggjum við hart að okkur til að líkjast þeirri líkams- ímynd sem hampað er í sjónvarpinu, á hvíta tjaldinu, í tískublöðum. Grönnum virðast flestir vegir færir, eru heilbrigðari og færari urn að höndla hamingjuna og lifa lífinu - eins og kona ein á fimmtugsaldri sagði: „...hvað ég gæti grátið síðustu 30 ár í lífí mínu sem ég hef misst af, bíðandi efir því að verða grennri svo ég gæti byrjað að lifa“. NH Byggt á The Guardian 5. og 23. mars 1994. Rembrandt bíI til Evrópu fyrir kr. d ttldflfl. Bókaðu tímanlega, sumar ferðir eru að fyllast. Haföu samband og viö setjum saman hagstætt verö á bíltúr fyrir þig og fjölskylduna um Evrópu í sumar. Sumarbæklinginn færöu hjá flestum feröaskrifstofum. AUSTFAR HF. Seyðisfirði, sími 97-21111 * 4 farþegar í eigin bíl meö Norrænu, þar af tveir 15 ára eöa yngri í fjögurra manna klefa. Brottför 9. eöa 16. júní til Esbjerg, heimferð 21. - 28. júní frá Bergen, ódýrara ef komiö er heim eftir 6. ágúst. Bíllinn innifalinn. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Smyril Line, Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.