Vera - 01.05.1994, Qupperneq 18

Vera - 01.05.1994, Qupperneq 18
KONUR ERU ÞAÐ KYN SEM HORFT ER Á ...og þær hrynja saman næstum því fyrir augunum á okkur Langvarandi megrun eða stórtækar megrunar- aðferðir geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sérfyrir líkama okkar og sálarlíf og þróast út í alvarlega átkvilla, svokallað sjálfs- svelti og lotugrœðgi, oftar nefnt anorexía og bulimía. „Jafnvel endalaus andstyggileg sultartil- finningin var sœt - súr og hamingjublandin, sviðinn var jú tákn um fitubrennslu, sem nú var orðinn mikilvægasti tilgangur lífsins. En gleðin snérist upp í andstöðu sína í síauknum mœli. Líkaminn var lifandi lík, tilfinningar brenglað- ar, og ég var gjörsamlega föst í vítahring and- legs og líkamlegs hungurs. “ * Þetta eru orð fyrrverandi sjálfssveltissjúk- lings, ungrar konu, sem hafði bœtt á sig nokkrum aukakílóum á stuttum tíma, fullmörg- um að eigin mati og annarra. „Megrunin var stíf og nálgaðist svelti alltfrá byrjun... Kvöl og pína viku fyrir gleðinni af bættu útliti og þeim jákvœðu viðbrögðum og viðurkenningaraugum sem umhverfið sendi mér. ...égfékk mitt lang- þráða ,, mikið lítur þú vel út“ og þá var mein- ingin að slaka á og hœtta í megrun. En þá var of langt gengið, snjóboltinn var kominn á hraða leið niður brekkuna og fiknin í að mjókka meira hafði heltekið hugann. “ Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur, annast meðferð þeirra sem þjást af sjálfssvelti og lotu- græðgi. Hún notar gjaman þessa sömu líkingu við snjóboltann þegar hún talar um eðli og orsakir átkvilla, í stuttu viðtali við Vem. Heiðdís segir latneska heitið, anorexía, í raun merkja lystarstol, en orðið sjálfssvelti hefur rutt sér til rúms með aukinni þekkingu á kvillanum. Manneskja með anorexíu hefur bæði lyst og svengdartilfínningu en afneitar lystinni og neitar sér um mat. Það er ekki fyrr en seinna sem hún er orðin dofín fyrir eigin tilfinningum og þörfum að hún missir lystina. Lotugræðgi er lýsandi orð fyrir hinn kvill- ann því hann felur í sér græðgisköst í lotum, og meðfylgj- andi upp- k ö s t u m . Algengt er að lotu- græðgi sé afleiðing s t í f r a r megranar. „Dæmi- gert er að manneskjan heitir því að borða lítið sem ekkert allan daginn og ætlar að- eins að fá sér eitthvert s m á r æ ð i þegar líða tekur á kvöldið. En þá er hún að sjálfssögðu orðin mjög svöng og líkleg til að falla og háma í sig mat. Þá fær hún samviskubit og reynir að kasta því upp sem hún borðaði. Næsta dag ætlar hún svo að standa sig betur og hefur sama háttinn á, í stað þess að borða morgunmat. Og þetta verður vítahringur megranar og truflaðra matarvenja. Það virðist vera sem sama ferlið fari í gang eftir langvarandi svelti, hver svo sem ástæðan er sem ýtir því af stað. Það kemur m.a. fram í mjög merkilegri rannsókn frá sjötta áratugnum, sem gerð var við háskóla í Minnesota, í því skyni að kanna sálrænar og líffræðilegar afleiðingar sveltis. Þátttakendur vora karlmenn á herskyldualdri og var kaloríuskammtur þeirra helmingaður í sex mánuði. Þessi rannsókn hafði ekkert með anorexíu og bulimíu að gera en það kom í ljós að karlarnir höfðu mjög sterk e i n k e n n i þessara át- kvilla að s v e 11 i n u loknu. Þeir urðu mjög uppteknir af mat, kaloríum og kílóum, ^ v o r u hræddir um að fítna, fengu át- köst og k ö s t u ð u upp, urðu þunglyndir, skapstygg- ir, pirraðir og svo framvegis. Þessi rann- sókn var ansi „brút- al“ og yrði tæpast leyfð nú á dögum en merkileg fyrir þær sakir að hún sýnir að þegar búið er að rúlla boltanum af stað, þessum vítahring traflaðra matarvenja, eru einkennin lík. Meðferð við þessum kvillum miðar þvi annars vegar að því að stoppa þennan vítahring og hins vegar að i komast að því hvað olli því að boltinn fór af stað og vinna með það. Þessi rannsókn sýnir einnig að það er auðveldlega hægt að spóla karlmenn inn í þetta ferli.“ Konur eru í meirihluta þeirra sem eiga við þessa átkvilla að stríða eða rúm 90% og lang- flestar era á aldrinum 13 til 20 ára þegar víta- hringurinn hefst. Margir þeirra hafa haft ein- kenni beggja sjúkdóma því sjálfssveltisjúkling- j ar leiðast gjaman út í matarvenjur sem ein- kenna lotugræðgi og öfúgt. Þannig er ekki Hér má sjá Taniu Court eina vinsælustu fyrirsætu Breta um þessar mundir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.