Vera - 01.05.1994, Page 21

Vera - 01.05.1994, Page 21
ÞÆR GRÖNNU GRENNAST ENN MEIR Það er ekki nóg með að hin granna kvenímynd hafi orðið aðgangsharðari síðustu ár og áratugi, sérstaklega eftir að sjónvarpssendingar hófust, heldur hefur ímyndin eða iyrirmyndin sífellt verið að grennast og léttast. Þetta kom í ljós er ummáli Playboy-stúlkna og stúlkna í keppninni um titilinn Ungfrú Bandaríkin var fylgt eftir á 20 ára tímabili. Útlit þeirra og líkamsform breytt- ist einnig, brjóst og mjaðmir minnkuðu og þær urðu meira „slöngulaga“. Þessi þróun er sérstaklega athyglisverð þegar haft er í huga að raunveruleg þyngd bandarískra kvenna yngri en 30 ára jókst á sama tímabili í réttu hlut- falli við minnkandi þyngd kvenna í könnuninni. I raun eru því afar fáar kon- ur sem hafa útlitið sem stöðugt er haldið að þeim í ijölmiðlum af öllum gerðum, aðeins 5% kvenna eru jafn grannar og meðaltal sigurvegaranna í fegurðarsamkeppni í Bandaríkjunum. Ef kannað yrði hve margar konur ná því að líkjast sýningarstúlkunum sem nú eru mest áberandi i aðaltískuhúsum heims, yrði sú tala vafalaust mun lægri. Byggt á Gamer og Garfinkcl;/b;orex/a Nei-vosa & Bulimia, 1985. ÁTKVILLAR Þær Steinunn Inga Stefánsdóttir og Þuríður Pétursdóttir nemar í sálarfræði við Háskóla Islands skrifuðu lokaritgerð um átkvillana, sjálfssvelti og lotu- græðgi. Þær gerðu rannsókn meðal nemenda í framhaldsskólum til að athuga hversu margir hefðu einkenni átkvilla og hverjar orsakirnar gætu verið. Eitt af því sem rannsakendum lék hugur á að vita var hvort fólk sem fylgist með tískunni og eyði miklum peningum í hana sýni frekar merki át- kvilla, þar eð því hefur verið haldið fram að mikil hætta sé á megrunarsjúk- dómum núna þegar tískan leggur áherslu á að stúlkur séu grannar. Niðurstöður þeirra sýndu ekki bein tengsl milli þess að fylgjast með tískustraumum og átkvilla, en fram komu tengsl á milli átkvilla og þess að hafa tekið þátt í fegurðar- og fyrirsætukeppni og fyrirsætunámskeiðum, og segja ástæðu til að athuga hvað verið sé að kenna á slíkum námskeiðum. Þær stöllur vilja ekkert fullyrða um ijölda þeirra sem sýna merki átkvilla. Eitt einkenni þeirra er að framkalla sjálfur uppköst og 8% kvennanna sögðust kasta upp af sjálfsdáðuni eftir að hafa borðað of mikið. Egon Schiele ’ Heimilistækiadeild Fálkans • Sængur <og koddar Umboðsmenn um land allt Góða nótt og soföu rótt Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 91-814670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 91-670100 • Heimilistækiadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans ■ ÞEMA Annadís Gréta Rúdólfsdóttir skrifaði tvær megingreinar þemans að þessu sinni. Hún stundaði nám í sálarfræði við Háskóla Islands en er nú við doktorsnám í félagssálfræði í Englandi, i London School of Economics. Annadís hefur áður skrifað um áhuga land- ans á fegurðarsamkeppnum og fjallar doktorsritgerð hennar um hina islensku kvenímynd.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.