Vera - 01.05.1994, Side 23
er spennandi atvinnumöguleiki fyrir unglinga
og verður það alltaf hvort sem fegurðarsam-
keppni er eða ekki.
Nú eru þetta fyrirmyndir sem hafa
litiö a& gera meb annað en útlitið, sem
þú getur kannski lítiö breytt?
Sem betur fer er ennþá munur á kynjunum og
það er alveg sama hvað öll kvenréttindi segja,
við verðum alltaf sterkir, stórir og stæltir og
berum stelpumar yfír pollana og þess vegna er
afskaplega eðlilegt að konum sé gert hærra
undir höfði en körlum útlitslega séð, annars
væri nú kynlíf beinlínis í hættu.
Hva2> með rannsóknir ó vióhorfum
unglingsstúlkna til likama síns, þær
virðast margar vera í sífelldri angist
yfir útliti sínu og í stöóugri megrun,
i stab þess ab eyba kannski meiri
orku og tíma í ab standa sig vel i
skóla og annab sem eykur þeim
sjólfstraust?
- Fegurðarsamkeppni breytir engu um þetta
enda vekur hún ekki mikla athygli héma. Það
sem vekur athygli er fólkið í sjónvarpinu, í
leiklistinni, og jú, frægu fyrirsæturnar. Stelpur
fylgjast grannt með þeim.
En þetta er þó hluti af heildinni!
- Þetta er svo lítill partur. Það eru konur eins og
Naomi Campell, Claudia Schiffer og Cindy
Crawford sem bera heilmikla ábyrgð. Þær
skapa ímyndina og við henni getum við auðvit-
að ekkert gert. Og svo koma ný andlit eins og'
Kate Moss, sem er miklu horaðri, líkt og
Twiggy var áður. Það er mjög slæmt.
Nú sýna kannanir ab stúlkum sem
eru í fyrirsætubransanum er hætt-
ara hvab ýmsa ótkvilla varbar.
Já, mikil ósköp, þeim er miklu hættara í þeim
efnum. En þetta er bara hreinn og beinn fylgi-
ftskur þessara starfa og ekkert nýtt. Það er bara
meira talað um anorexíu nú en áður. Ég er bú-
inn að vera í þessum bransa í 25 ár og þetta hef-
ur alltaf verið viðloðandi fegurðina. Anorexian
er útlits-atvinnusjúkdómur.
En nú eru þessar fyrirsætur mun
lengra undir kjörþyngd en óbur!
Já já, Brynja Sverrisdóttir er 181 cm á hæð og
vegur 53 kíló og þess vegna hefur hún svona
mikið að gera. Hún hefur reyndar lækni sem
fylgist með henni. Þetta er bara spuming um
laun, því ljósmyndavélin fítar um 5-6 kíló og
sjónvarpsvélin um 8-10 kíló.
Er þetta tilvinnandi, ab teknu tilliti til
oukaverkana þess ab vera
svona langt undir kjörþyngd?
Já, það er auðvitað sama við hvað þú
vtnnur, ef þú átt kost á gífurlega háum
launum þá leggur fólk mjög mikið á sig.
Það eru sumir sem drepa sig úr
hjartaslagi vegna of mikillar vinnu og
þarna eru stúlkur sem drepast einstaka
smnum úr hor. Svona er bara nútíminn
°g þetta er eins og hvert annað nútíma-
vandamál.
Og reyndar finnst mér það alltaf
svolítið skrítið að kvenréttindabaráttan skuli
vera að argast út í fegurðarsamkeppnir í stað
þess að taka á henni Meðal-Gunnu. Jón maður-
inn hennar vinnur fyrir heimilinu en vegna þess
að Gunna vill ekki alltaf vera heima og ekki
þurfa að fara í vasann hjá Jóni, vinnur hún sjálf
hálfan daginn í snyrtivömbúð. En hún fer
aldrei á stéttarfélagsfund, því að hann Jón sér
sko alveg um þau mál. Þama liggur hundurinn
grafinn en t.d. kvennalistakonur þora ekki að
minnast á þetta því þá missa þær atkvæðin, af
því að hún Gunna er kjósandi. Þetta er miklu
stærra vandamál en fegurðarsamkeppni.
Þú hefur annars stabar talab um ab
ungar stúlkur sem hafa ekki útlitib
sem er í tísku telji sér trú um ab
þeim séu allar dyr lokabar. Hvernig
komum vib í veg fyrir slíkar óraun-
hæfar hugmyndir?
- Þetta er nú bara hreint og beint uppeldisatriði.
Guð gefur okkur hjúpinn sem við göngum í,
við fáum hann ekki eftir pöntun. Sýningar-
stúlka þarf að vera um 180 cm á hæð, hafa rétta
beinabyggingu, nokkuð reglulega lagað andlit
en þarf ekki að vera neitt óskaplega fríð. Og
stúlkur verða bara, eins og annað fólk, að gera
sér grein fyrir sínum möguleikum. Ef ég vildi
t.d. verða vörubílstjóri en hefði mjög slæma
sjón, þá fengi ég ekki meirapróf. Utlitsbransinn
er eins og hver annar starfsvettvangur og krefst
ákveðins atgervis. Nú, ef við horfum til íþrótt-
anna - það em ekki allir sem hafa það líkam-
lega atgervi sem þarf til að geta orðið ofur-
menni í íþróttum.
Þú getur þó alltaf bætt þig í íþrótt-
um en þú getur ekki bætt þig í feg-
urbarsamkeppni?
- Jú, jú, þú getur bætt þig í fegurðarsamkeppni.
Þú ferð í óskaplega þjálfun, færð þér silikon-
brjóst eða lætur lyfta rassinum um nokkra
sentimetra eða látið breyta á þér tanngarðinum
með aðgerðum. Og þetta gera stúlkumar. Þetta
er ekki æskilegt, en þetta gera stúlkur sem em
að leita að þessari atvinnu.
En þú ferb einu sinni í fegurbarsam-
keppni en þú getur farib aftur og
aftur í íþróttakeppni og bætt þig?
- Þannig er það á íslandi, en breskar stúlkur
sem oft hafa unnið Miss World, em jafnvel
búnar að fara þrisvar sinnum í Stóra-Bret-
landskeppnina, byrja 17 ára og ná heimstitlin-
um 21 árs.
Og þetta er að breytast héma, enda er það
rétta leiðin. Stúlka úr Sandgerði gæti byrjað í
Ungfrú Suðumes 17 ára gömul, flust búferlum
og eignast kærasta í Borgamesi og keppt í Ung-
frú Vesturlandi 2 ámm seinna, kemst þá i topp-
sæti og inn í Ungfrú ísland, kemst þó ekki í úr-
slit en flytur þá til Reykjavíkur og tekur þátt í
ungfrú Reykjavík og verður ungfrú ísland.
Þannig er þetta víða - við emm bara svo fá að
stelpa sem gerði þetta héma væri talin vera
með fegurðardrottningaveikina. Þetta er eins
og íþrótt - ég man eftir breskri stúlku sem var
búin að flytja sýslu úr sýslu í Bretlandi til þess
að ná landstitlinum og hún endaði á því að
verða Miss World, og milljónamæringur.
Var þab meb miklum abgerbum?
- Nei, hún þurfti þess nú ekki. Ungfrú Venesú-
ela sem ég talaði um áðan, er eins og stelpumar
frá Suður-Ameríku, valdar ári fyrir keppnina
og ríkisstjórnin borgar plastikaðgerðimar. Þeg-
ar rétta stúlkan er fundin er hún lögð inn og
henni breytt og gerð fullkomin. Þess vegna er
erfitt að ráða við þær, fyrir aðrar stúlkur, þegar
þær mæta til keppni.
Er þetta verbugt vibfangsefni ab
keppa ab, þegar farib er ab búa til
líkama?
- Já, það eru t.d. þrjár þekktar kvikmynda-
leikkonur í heiminum í dag sem eru fyrrverandi
ungfrú heimur, frá Suður-Ameríku. Þær
komust inn í kvikmyndaheiminn út á þetta. En
ég er alveg sammála því að þessar keppnir
draga ekki upp þá mynd af konum sem hin al-
menna mannréttindakona væri sátt við. Það er
þó alltaf hópur sem bæði hefur áhuga á að
vinna í þessum fyrirsætubransa og þátttaka í
keppnum er einfaldasta leiðin til að komast
þangað. Fyrirsætukeppnin hefur á vissan hátt
æskilegri áhrif fyrir ímynd konunnar því hún er
eins og atvinnuumsókn og það er ekki verið að
draga hana um á sundbol sem beina kynveru.
En hins vegar eru það allt niður í 12 ára gamlar
stúlkur sem geta tekið þátt í fyrirsætukeppnum
en lágmarksaldur í fegurðarsamkeppnum er 18
ár. Fyrirsætukeppni er því miklu áhrifameiri
fyrir óharðnaðan ungling og ég hefði persónu-
lega miklu meiri áhyggjur af dóttur minni þar
en í fegurðarsamkeppni, þar sem algerlega er
séð um þær.
Að mínu mati er það darraðardansinn í
veraldarhyggjunni sem skapar flest unglinga-
vandamálin. Það verður að sinna þessu fólki
fyrst maður er að búa það til. n
Viðtal NH
*
o
REYKVÍKINGAR!
NÚ ER KOMINN TÍMI FYRIR SUMARDEKKIN
NAGLADEKKIN AF SUMARDEKKIN Á
GATNAMALASTJORI