Vera - 01.05.1994, Síða 25

Vera - 01.05.1994, Síða 25
velt upphafi lífsins fyrir sér, en konur hafa ekki gert það því þær vita hvaðan það kemur. Þó við vitum í dag hvemig líf myndast þá skynja kon- ur það á annan hátt en karlar. Þær vita að það þarf að bera virðingu fyrir lífinu og fara vel með það. Ég held að þetta sé í kveneðlinu. Ég er viss um að samfélag okkar yrði allt öðmvísi ef það væri ekki undir stjóm karlmanna. Þar að auki er ég reyndar á móti stjórn. Ég gæti vel hugsað mér einhvers konar tilvem þar sem eng- inn stjómar öðmm, heldur er samvinna og sam- starf. Þar sem menn skynja sig sem hluta af heild og hjálpa náunganum. Enginn færi í stríð af því að viðkomandi væri þá að ráðast á sjálf- an sig.“ Ertu á kafi í mœðrahyggju? „Ég á erfitt með að láta stimpla mig, en ætli ég sé ekki mæðrahyggjukona. Mér finnst að karl- menn ættu að skilja að bömin eiga að hafa for- gang. En við sjáum það alls staðar í kringum okkur hvemig karlmennirnir ganga alltaf fyrir. Fyrst er peningunum eytt í það sem þeir telja mikilvægast og svo fá konur og böm afgang- inn. Líttu á hvernig útgjöldum ríkisins er ráð- stafað: Vegir, llugvélar, hraðlestir, en bama- heimili og skólar sitja á hakanum. I mörgum hefðbundnum ijölskyldum er það líka svo að karlmaðurinn „leyfir” sér mun meira en konan, hann stundar dýr áhugamál meðan konan leyfir sér lítið. Karlmenn ganga einnig fyrir með vinnu og kreíjast þess að fá betri stöður og hærri laun. Nú reyna stjómvöld að lokka kon- ■ urnar inn á heimilin með því að bjóða þeim 2000 sænskar krónur á mánuði fyrir að vera heima lijá bömunum. En rannsóknir hafa sýnt að konur sem em heima í lengri tíma á dag eyða ekki tímanum í bömin sín heldur I að elda, taka til og þess háttar. Það er að segja að annast fúllfríska karlmenn." Ertu virk í kvennahreyfingunni? „Nei, en ég er samt mikil kvenréttindakona. Ég fylgist með umræðunni í íjölmiðlum. Einn uppáhaldsútvarpsþátturinn minn er t.d. kvenna- útvarpið á laugardagsmorgnum. Þar er alltaf eitthvað bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ég reyni að koma af stað umræðum hjá nemendum rnínum og opna augu þeirra. Ég er mikill um- hverfissinni og hef lengi verið virk í Græn- ingjaflokknum, sem berst líka fyrir jafiirétti kynjanna og sýnir það í verki. A framboðslist- um flokksins er t.d. annar hver maður kona. Samt tel ég mikla þörf fyrir öflugan kvenna- flokk.“ Talið berst að sjálfsögðu að reynsluheimin- um og Ingrid segir að auðvitað sé eigin reynsla allt annað en að vita hlutina af lestri og rann- sóknum annarra. ”hg var að læra kennslufræði í vetur og þá las eg meðal annars stórfróðlega bók sent heitir því göfúga nafni Þekking. Höfundur kallaði saman hóp af fólki til að ræða um þekkingu, hvemig hún myndast og þróast. Elisaþet Hermodsson yar eina konan I hópnum og höfundurinn valdi hana af því að hún er listamaður, en þá telur hann hafa dýpri innsýn í þekkinguna. í miðri bók rann upp fyrir mér ljós, það var verið að tala um þekkingu karla, hvemig hún myndast og þróast. Bókin fjallaði ekki um þekkingu kvenna þótt höfúndur þættist vera að íjalla um þekkingu almennt. Og mér varð enn ljósara hve við emm umvafin þekkingu karla. Það miðast allt við hana, skólakerfið er byggt á henni og allt samfélagið er gegnsýrt af „karlmennsku”. Hvers vegna hafa formæður okkar ekki skrifað margar bækur um þekkingu og spurt hvaðan lífið kemur? Svarið er augljóst og einfalt, þær vissu það og þurftu því ekki að leggjast I flókn- ar rannsóknir. Auðvitað er ég ekki á móti því að nútímakonur stundi rannsóknir og víkki sjóndeildarhring sinn og annarra ntanna, en við verðum að vera varkárar og virða lífið.“ Sú sem flutti kveðjuræðuna fyrir hönd okk- ar nemendanna þakkaði lngrid meðal annars fyrir að hafa deilt með okkur lífsskoðunum sín- um um umhverfismál, kjamorku og kvenrétt- indi. Það kom okkur flestum á óvart þegar Ingrid sagði að lífsviðhorf sín hefðu mótast á íslandi. Okkur fannst þau svo sænsk. „Þegar mikilvægustu lífsviðhorf mín mótuðust bjó ég á íslandi. Viðhorf Islendinga til barna höfðu mikil áhrif á mig. Mér er mjög minnis- stætt þegar ég fór einu sinni út úr bænum og spurði nokkur böm til vegar þar sem enginn fullorðinn var sjáanlegur. Börnin sögðu mér hvaða leið ég ætti að fara alveg eins og fullorð- inn maður hefði gert. En svo spurði eitt þeirra mig hvers vegna ég ætlaði þangað sem mér fannst mjög frekt af óaðspurðum krakka. Börn í Svíþjóð ávörpuðu ekki fullorðið fólk af fyrra bragði á þessum tíma. Þegar í ljós kom að ég var í skemmtiferð ráðlagði bamið mér að fara aðra leið sem væri fallegri og margt að skoða. Ég skammaðist mín fyrir að hafa hugsað um bamið sem óvita og frekju en ekki sem velvilj- aða vem. Mér fannst Islendingar umgangast böm sem jafningja enda voru bömin frjálsleg og öxluðu ábyrgð.“ Frá börnunum berst talið að Ijölskyldunni og hjónabandinu. Ingrid segist ekki vera á móti hjónabandinu enda viti hún að til séu ham- ingjusöm hjónabönd sem hafa góð áhrif á báða einstaklingana. „En það má líta á hjónabandið á annan hátt. Flestar konur halda að ást, samfarir, hjónaband og bameignir þurfi að fara saman og líta ekki á þetta sem fjóra aðskilda hluti. Þó vita allir að til eru ástlaus hjónabönd, samfarir án ástar, sam- farir utan hjónabands með eða án bameigna o.s.frv. Hinsvegar er hægt að halda því fram að hjónabandið sé verkfæri karlveldisins til að halda konum í skefjun. Þar sem hver karlmaður passar sína konu! Ég er svo heppin að vera komin á þann aldur að ég get leyft mér að segja hvað sem er án óæskilegra afleiðinga! Og ég get líka leyft mér að dreyma um kvennaríki þar sent allir, jafnt konur sem karlar, eru frjálsir ferða sinna og enginn stjórnar öðrum.“ a Viðtal RV Ljósmyndir RV og Bryndís Róbertsdóttir L.TEN CATE Lady High-leg 3813 S,M,L, Rio 3812 Verð 5 stk. kr. 3.400.- DESIREE 3703 S,M,L Verð 5 stk. kr. 3.200.- Taille 3807 Verð 5 stk. kr. 3.000,- High-leg Verð 5 stk. kr. 3.000,- ATH. ÖLL VERÐ MIÐAST VIÐ PÓSTKRÖFU M. Magnúsdóttir sf. sími 91-689450 / fax 91-689456

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.