Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 27

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 27
JAFNRÉTTISFULLTRÚI REYKJAVÍKURBORGAR Elin G. Ólafsdóttir fyrrverandi borgarfull- trúi Kvenna- listans lagði fram tillögu í september 1992 um að borgarstjórn réði sérstak- an jafnréttisfulltrúa fyrir Reykja- víkurborg. Samkvæmt tillögunni átti fulltrúinn að vinna að fram- gangi Jafnréttisáætlunar borgar- innar, miðla upplýsingum og sinna fræðslu um jafnréttismál, auk annarra verkefna sem borgar- stjóm og jafnréttisnefnd fæli hon- um. Markmiðið með ráðningu sérstaks jafnréttisfulltrúa var að niati Elínar það að þannig gætu aukist líkur á bættri stöðu og kjör- um kvenna sem vinna hjá Reykja- víkurborg, sem aftur gæti leitt til aukins jöfnuðar kynjanna, sjá grein Elinar i Veru, feb. 1993. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan núverandi meirihluti felldi tillögu Elínar og nú hefur Jóhanna Magnúsdóttir stjórnmálafræðing- ur verið ráðin jafnréttisfulltrúi Reykjavíkur frá 1. maí 1994, en aðeins í hálfa stöðu. Vera sló á þráðinn til að óska Jóhönnu til hamingju með starfið og inna hana eftir því íyrir hverju hún ætlaði einkum að beita sér. „Eg er mjög ánægð að hafa fengið þessa stöðu því ég hef m i k i n n áhuga á þ e s s u m málum. Mitt fyrsta verk verður að kanna stöðuna. Jafnréttisnefndin, sem ég kem til með að vinna náið með, hefur mikinn áhuga á að láta gera starfsmat í höfuðborginni en Reykjavíkurborg var ekki með í samfloti sveitarfélaga 1989 þegar öll sveitarfélög nema þrjú réðust í að láta gera starfsmat.“ Jóhanna Magnúsdóttir Jóhanna skrifaði ásamt Guðnýju Björgu Hauksdóttur lokaritgerð í stjómmálafræði við Háskóla Is- lands um starfsmat. í ritgerðinni koma fram ýmsar nýjar hugmynd- ir sem Jóhanna hefur hug á að koma í framkvæmd. „Það þarf að gera fram- kvæmdaáætlun í jafnréttismálum eins og Akureyrarbær hefur gert og sjá til þess að jafnréttislögin, sem em þokkaleg, séu virt.“ Vera óskar Jóhönnu velfamaðar í starfi. RV FJÖLSKYLDU-^ HÚSDÝRACARÐURINN U M A R i.jún(-!i.acúst * HEIOAI • YOI • HAUIT 0?\Ð DAGLEGA FRÁ 10.00 - 18.00 S. 68 46 40 AÐGANGSEYRIR BÖRN 0-5 ára BÖRN 6-12 ára FULLORÐNIR frái3á«a S K O R BÖRN 6-12 ára FULLORÐNIR fráisára ÓKEYPIS 250 KR. 450 KR. I 1.800 KR. 3.500 KR. Til leigu mjaltavélar Mjaltavélaleigan Garún, Guðrún Jónasdóttir Skólagerði 20 200 Kópavogi Sími: 91-641451 Fax: 91-641451 Söluaðili fyrir Medela brjóstagjafarhjálpartœki, Medela frystipoka fyrir brjóstamjólk, Ruggupokann og Lansinoh brjóstaáburð. Þjónusta allan sólarhringinn, einnig um helgar og á helgidögum. KONUR BEITA OFBELDI Samkvæmt bók sem Michelle Elliott, framkvæmdastjóri líknarsamtakanna Kidscape í Bretlandi hefur skrifað, beita konur börn kynferðislegu ofbeldi mun oftar en áður hefur verið talið (Female Sexual Abuse of Children - The Ultimate Taboo (Longman 1992)). Hún segir að ekki hafi verið tekið mark á þeim sem hafi ásakað konur um kynferðislegt áreiti og oftar en ekki hafi klögumálum þeirra verið vísað frá sem draumómm eða þeir látnir lýsa því yfir að karlmaður hafi í raun staðið á bak við ofbeldið. Skýringamar liggja meðal annars í því, að gert er ráð fyrir að karhnenn séu í eðli sínu árásargjarnir og að sambandi kvenna og bama geti ekki verið þannig háttað. í rannsókn á 127 tilfellum, þar sem kona var ásökuð um misnotkun, kom i ljós að misnotandi var rnóðir bamsins í 64 tilvikum, í 30 tilvikum var móðirin að verki ásamt öðrum, en aðrar konur sem beittu börn kynferðislegu ofbcldi voru til dærnis stjúpmæður, ömmur, frænkur, fóstrur - og ein nunna. Fjórtán þolendanna, jafnmargir af hvoru kyni, viðurkenndu að hafa síðar misnotað böm kynferðis- lega. Allar konumar sögðust hafa lent í erfiðleikum vegna misnotkunarinnar, en 12% karlanna töldu sig ekki hafa beðið neinn skaða eða jafnvel notið góðs af. I bókinni segir Elliott: „Það er sorgleg staðreynd að ef margir hópar deila um hug- myndafræði og kynbundna pólitík verða böm misnotuð áfram vegna þess að við höfum ákveðið að hlusta aðeins á þá seni falla inn í tiltekinn ramma.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.