Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 29
Ljósm. Sóla
KONA MEÐ
VIÐTAL : ÞÓRA KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR
í íbúö vi2> Hagamel í vesturbænum býr kona sem ætlar aö ver&a kjörinn borgarstjóri fyrst íslenskra kvenna.
Þessi stjórnmálakona segir vafningalaust aó ef aö hún gæti ort Ijóö eða skrifað skáldsögur myndi hún frekar
gera þaá, hvaá þá ef hún gæti samið tónverk. En þegar ég spyr hana hvaó hún væri aá gera ef hún væri ekki í
pólitík, hugsar hún sig ekki einu sinni um ááur en hún svarar: „Ég væri samt í pólitík".
Og hún er svo sannarlega í pólitik. Meó annan fótinn í þinginu og hinn í kosningabaráttunni þeytist hún milli
funda frá morgni til kvölds. Það er stutt stund á milli stríáa á heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Kim
Larsen snarþagnar á grammafóninum, drengirnir hennar fara að sofa meó aóstoó pabba síns, Hjörleifs Svein-
björnssonar. Aftur í pólitíkina. í þessu viótali ræóir hún kvennapólitík í Ijósi síóustu atburóa, gagnrýni á Kvenna-
listann og landslag stjórnmálanna eins og það er í dag og gæti litió út í nánustu framtíð.
i
Arið 1978 unnu vinstrimenn borgina öllum að
óvörum og ekki síst þeim sjálfiim. Konur sem
höfðu áratuginn á undan verið að vakna til vit-
undar um samtakamátt sinn fylltust nýrri von
þegar „virki“ mjúku málanna var loks fallið í
hendur nýrra manna sem vildu sjá breytingar
líkt og þær sjálfar. Þegar kjörtímabilinu lauk
Qórum árum síðar voru þær jafn nær og áður og
jafn þyrstar í breytingar. Þetta varð upphaftð að
Kvennaframboðinu, aðgerð sem átti að íjölga
konum á framboðslistum og tryggja það að
rödd þeirra heyrðist í borgarstjórn. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, þingkona, ein af forsprökk-
unum og borgarfulltrúi til sex ára, er nú eins og
allir vita borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans,
sameiginlegs framboðs flokkanna í stjórnar-
andstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur.
„1 upphaft níunda áratugarins var sú frjáls-
hyggja, sem nú er að renna sitt skeið, það eina
ferska sem hafði komið fram í stjómmálaum-
ræðunni lengi,“ segir Ingibjörg Sólrún.
„Vinstrimenn höfðu lengi setið fastir í því far-
inu að njörva sig niður í litla hópa og klíkur
sem áttu svo annríkt við að þrefa sín á milli um
hugmyndafræðilegan ágreining að þeir höfðu
ekki tíma til eða rænu á að standa saman um
nokkum skapaðan hlut sem gæti skipt máli í
víðara samhengi. Þegar ég kem heim frá námi,
eftir að hafa kynnst þar á bókasöfnum og fyrir-
lestmm endurmati á kvennasögu og pólitískri
stöðu kvenna, var umræðan um Kvennafram-
boðið hafín bæði í Reykjavík og á Akureyri án
þess að nein tengsl væm þar á milli og mér
fannst þá að loksins væri eitthvað að gerast sem
hitti mig í hjartastað.“
Finnst þér þá að aðrar hugsjónir þessara ára
hafi verið léttvægar eða á misskilningi byggð-
ar?
„Nei. Rauðsokkahreyfingin var til dæmis
nauðsynleg forsenda þess að Kvennalistinn
varð að vemleika. An hennar hefði umræðan
verið styttra á veg kornin. En sú pólitík sem þar
var rekin var engu að síður orðin gatslitin og
nauðsynlegt að taka hana til endurskoðunar.
Við vorum búnar að hamra á því í tíu ár að kon-
ur hefðu það skítt og sátum fastar í því farinu.
Það var kominn tími til að breyta um farveg og
framkvæma þær breytingar sem vitundin um
raunverulega stöðu okkar kallaði á. Til þess
þurftum við að vinna saman á öðrum forsend-
um en við höfðum gert, stilla saman styrk
okkar til að ná fram raunvemlegum breytingum
sem hefðu víðtæk áhrif á þjóðfélagið allt.
Kvennaframboðið var hugsað sem tíma-
bundin aðgerð og átti að vekja fólk til umhugs-
unar. Enga okkar óraði fyrir þvi að með því
værum við að velta af stað snjóbolta sem ylti