Vera - 01.05.1994, Side 32

Vera - 01.05.1994, Side 32
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn heföi gert Katrínu Fjeldsted að borgarstjóra en ekki Markús Örn á sínum tima hefói karlremban í þessum ummæl- um kannski ekki verið jafn grímu- laus. En til þess voru flokksbræá- urnir of „uppteknir af hinu háa embætti", eba kannski báru þeir svo „óttablandna virbingu fyrir því" aó þeir gátu ekki séb fyrir sér konu leysa þetta starf af hendi." borgarstjóra gengur hann út með þriggja mán- aða biðlaun og þau laun eru ekki greidd úr kosningasjóði Sjálfstæðisflokksins. Það nötur- lega er að kjósendur borga reikninginn af björgunaraðgerðunum og hvort sem um er að kenna sljóleika eða einhverju öðru er þetta látið óáreitt.“ Valdakonan meb skotthúfuna Fjölmiðlar og afþreyingarmiðlar hafa undan- farin ár verið iðnir við að kollvarpa ímynd kon- unnar sem vill ná langt, konunnar sem þorir að sækjast eftir auknum völdum. Framakonan á ekki lengur upp á pallborðið á hvíta tjaldinu, hún er karlkona og í besta falli vitskert. Sam- kvæmt forskriftinni nú er fátt jafn óaðlaðandi og tortryggilegt og kona sem sækist eftir völd- um, jafnvel þótt hún hafi prjónadót í poka og skotthúfu á hausnum. Ingibjörg Sólrún hefur ekki farið varhluta af þessum vangaveltum um innræti áhrifakvenna. Nýlega birti Björn Bjamason þingmaður Sjálfstæðisflokksins grein í Morgunblaðinu þar sem hann leitaðist við að sálgreina frambjóðandann. Hann sagði þá meðal annars að það heyrði til undantekn- inga að frambjóðandi væri svo „upptekinn af háu embætti. ...Engu er þó líkara en hún hafi fyllst óttablandinni virðingu fyrir því. Hcnni vaxi það raun í augum.“ „Ég er í sjálfu sér ekkert undrandi á þessum viðbrögðum enda kristallast í þeim óttinn við að tapa borginni sem hefur verið helsta vígi flokksins en er nú að falla. Ef Sjálfstæðisflokk- urinn hefði gert Katrínu Fjeldsted að borgar- stjóra en ekki Markús Öm á sínum tíma hefði karlremban í þessum ummælum kannski ekki verið jafn grímulaus. En til þess voru flokks- bræðurnir of „uppteknir af hinu háa embætti", eða kannski bára þeir svo „óttablandna virð- ingu fyrir því“ að þeir gátu ekki séð íyrir sér konu leysa þetta starf af hendi. En með því að veifa þessari gömlu grýlu framan í konur móðga þeir réttlætiskennd þeirra í stað þess að laða heim einhver atkvæði sem straku úr heimahaganum í von um breytingar." Stríb og fribur Þeir sem rífast hvað harðast á þingi og era mestir andstæðingar eru þeir sem klappa hverj- ir öðrum á bakið í kokkteilboðum. Þetta tvö- falda siðgæði hefur ekki síst verið gagnrýnt af Kvennalistanum og stundum líkt við þverpóli- tískan saumaklúbb. En hörðustu átökin og þau sem vilja svíða hvað sárast era átökin við eigin flokkssystkin. Eftir slíkar sviptingar era stjóm- málamenn ekki dús. Kvennalistinn hefur sjald- an tekist jafn harkalega á og eftir landsfundinn haustið 1992. „Fólk getur tekist á og það getur verið dálít- ið harkalegt á stundum en að sjálfsögðu verður fólk hörundsárara þegar hlutirnir fara niður á eitthvað persónulegt plan.“ En nú er fólk ekki kosið á þing til að vera fyrst og fremst málsvarar eigin hagsmuna? „í þeim umræðum, sem þú ert að vitna til, var tekist á um málefni en ekki völd. Stjórn- málamenn eru mannlegir eins og allt annað fólk. Það getur komið upp öfund og leiðindi Ljósm. Sóla

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.