Vera - 01.05.1994, Síða 38
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR í REYKJAVÍK
Guðrún Ögmundsdóttir borgarfúlltrúi skipar 3.
sæti á lista Reykjavíkurlistans. Hún hefúr setið
í borgarstjóm i tvö ár og á nú sæti í borgarráði,
félagsmálaráði og stjóm sjúkrastofnana.
Hvað telur þú brýnast að gera í málefnum reyk-
vískra kvenna á næsta kjörtímabili?
- Eitt brýnasta málið er að vera með sérstök
átaksverkefni fyrir konur. Reykjavík er eitt
fárra sveitarfélaga sem hefúr ekki verið með
nein slík verkefni. Við höfum heldur ekki verið
með iðnráðgjafa eins og t.d. er á Vestfjörðum,
þessu er auðveldlega hægt að kippa í lag.
Einnig þarf Reykjavikurborg að stuðla að og
styrkja konur til að koma á fót litlum fyrirtækj-
um með því að skapa þeim aðstæður t.d. útvega
húsnæði og jafnvel með sérstökum sjóði fyrir
nýsköpun kvenna í atvinnumálum. Það er vitað
mál að konur fara ekki með fyrirtæki á hausinn
og þar liggja mörg ónotuð tækifæri íyrir konur.
Ataksverkefni em of oft dýrar skammtíma-
lausnir en átaksverkefni geta líka verið fram-
haldsverkefni og það er þannig verkefni sem ég
vil að Reykjavík leggi Qármagn í, sem eru upp-
bygging til framtíðar. Það gleymist oft í um-
ræðum um atvinnumál að uppbygging þjónustu
sem brýn þörf er fyrir er atvinnuskapandi til
framtíðar, einkum fyrir konur. Má þar nefna
dagheimili og hjúkrunarrými fyrir aldraða.
Það þarf líka að gera skurk í stjómkerfinu.
Konur verða að taka að sér stjórnunarstörf í rík-
ara mæli, það er ekki vanþörf á því þar sem
konur horfa á hlutina frá öðru sjónarhomi og
þar með fáum við mýkri stjómunarstíl sem ekki
er vanþörf á í borgarapparatinu.
Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur
skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Hvernig ætlar þú sem borgarfulltrúi að beita
þér í málefnum reykvískra kvenna ?
- Öll mál sem borgarstjórn fjallar um snerta
konur á einn eða annan hátt. Atvinnumálin era
brýnust núna og það skiptir ekki síst konur máli
að spomað verði gegn þessu atvinnuleysi sem
hefur verið hér um hríð og við megum ekki
undir nokkrum kringumstæðum sætta okkur
við að verði til frambúðar. Konur hafa þar ekki
minni hagsmuna að gæta en karlar. Eg legg
áherslu á að konur verði studdar t.d. í sambandi
við atvinnurekstur og vil nefna í því sambandi
atvinnuþróunarfyrirtækið Aflvaka sem var
stofnað m.a. til að stuðla að þróun og markaðs-
setningu nýrra hugmynda. Það verður keppi-
kefli okkar bæði í dagvistar- og skólamálum að
samræma þau mál betur starfsdegi foreldra.
Liður í því er heilsdagsskólinn og einsetinn
skóli sem smám saman er að verða staðreynd.
Vegna árangurs i dagvistarmálum á síðasta
kjörtímabili munum við ná því á næstu tveimur
til þremur árum að útrýma biðlistum fyrir leik-
skólaaldurinn. Við munum einnig leggja
áherslu á að efla heimaþjónustu við aldraða,
þannig að hún verði vel skipulögð og samræmd
og reynt verði að ná samningum við ríkið varð-
andi heimahjúkrun og heimilishjálp, þannig að
það verði hugsað sem ein heild og aldraðir hafí
raunverulega tök á því að vera eins lengi heima
og þeir sjálfír kjósa.